Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 36
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA 20-30% í smáþörmum, 10% í ristli, 5% í vélinda og 5% annars staðar í meltingarveginum. GIST eru afar sjaldgæf í daus og er hér um fyrsta tilfellið að ræða sem greinst hefur hér á landi. Hér er fjallað um 73 ára karlmann sem hafði áralanga sögu um hægðatregðu og leitaði til heilsugæslulæknis 1987 vegna fyrirferðar við daus. Við skoðun fannst 2 cm fyrirferð. Sjúklingi var vísað til skurðlæknis sem framkvæmdi staðbundið brottnám á æxlinu. Vefjarannsókn sýndi illkynja æxlisvöxt sem talinn var sarkmein af sléttvöðvatoga (leiomyosarcoma) af lágri gráðu. Ekki var talin ástæða til frekari meðferðar. Tveimur árum síðar greindist sjúklingur með staðbundna endurkomu æxlisins sem þá virtist vaxið inn í hringvöðvann. Aftur var framkvæmt staðbundið brottnám þar sem sjúklingur var ekki talinn þola stærri aðgerð. Ekki voru merki um frekari útbreiðslu. Við endurskoðun á sýnunum í apríl 2004 vegna vísindarannsóknar vaknaði grunur um að um væri að ræða strómaæxli í meltingar- vegi (Gastrolntestinal Stromal Tumour, GIST). Þessi grunur var síðan staðfestur með mótefnalitun á æxlisvefnum. Skoðað var hvar stökkbreyting var staðsett á KIT geni í æxlisfrumunum. Hún var staðsett á útröð 11 sem er algengasta stökkbreytingin í þessum æxlum. Nú eru þessi æxli meðhöndluð auk skurðaðgerðar með nýju lyfi, imatiníb mesylate, sem er tyrosin kinasa blokki. Lyfið verkar misvel eftir því hvar stökkbreytingin er staðsett í æxlisfrumunum. Það gagnast einna best við æxli með stökkbreytingu í útröð 11 eins og í þessu tilfelli. E 04 Mat á árangri utanbastsverkjameðferðar með búpí- vakaín (BFA) eða rópívakaín (RFA) fentanýladrenalínblöndu á handlækningadeild Landspítala á árinu 2003 Steinunn Hauksdóttir. Gísli Vigfússon, Ástríður Jóhannesdóttir Svæfingadeild Landspítala Hringbraut steiliauk@landspitali.is Inngangur: Frá árinu 1996 hefur staðlæg utanbastsverkjameð- ferð verið notuð við allar stærri aðgerðir á handlækningadeild Landspítala Hringbraut. Notuð hefur verið stöðluð blanda með búpívakaíni 0,1%, fentanýli og adrenalíni í sídreypi (BFA- blanda). Lausnin var framleidd innanlands þar til á miðju ári 2003. Var þá ákveðið að framleiða svipaða lausn í lyfjabúri spít- alans. Rópívakaín 0,2%, sem hefur minni aukaverkanir en búpí- vakaín, var nú notað í blönduna (RFA-blanda). Vegna kostnað- ar, vandkvæða við blöndun og stutts geymslutíma var brugðið á fyrri blöndun eftir fjögurra mánaða notkun RFA-blöndu. Efniviður og aöferðir: í lok árs 2003 voru BFA- og RFA-blöndur bornar saman með tilliti til árangurs og fylgikvilla meðferðar. 447 sjúklingar voru í úttektinni, 119 í RFA-hópnum og 328 í BFA-hópnum. Eftirlit með lífsmörkum, verkjum og fylgikvillum var með svipuðu sniði og undangengin ár. Skráð var á eftirlits- blað lífsmörk, verkjamat (VAS-skali), viðbótarverkjalyf, vöðva- styrkur (samkvæmt Bromage) svo og fylgikvillar meðferðar. Niðurstöður: Hlutfall karla og kvenna var svipað í hópunum, meðalaldur svipaður svo og hlutfall sérgreina skurðlækninga, það er kviðarhols-, brjósthols- og þvagfæraaðgerða. Dreypi- hraði lyfjablöndu var ívið meiri í BFA-hópnum. Notkun annarra verkjalyfja, ópíata og salflyfja var svipuð. Verkjastilling á fyrsta og öðrum degi eftir aðgerð var svipuð í báðum hópum. Tíðni fylgikvilla meðferðar eins og kláði og minnkaður vöðvastyrkur var og svipuð. Heldur fleiri luku fyrirhugaðri meðferð í RFA- hópnum. Ályktanir: BFA- og RFA-lyfjablöndur virðast jafngildar miðað við verkjastillingu, lyfjanotkun og fylgikvilla. Tæknileg vand- kvæði komu hins vegar upp við blöndun RFA-dreypis auk meiri kostnaðar og styttri geymslutíma blöndunnar. E 05 Mjógirnisrannsókn með holsjárhylki: Er málið leyst? Ásgeir Theodórs Meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði atheo@landspitali. is Um 2-10% langvinnra blæðinga í meltingarvegi eru taldar koma frá mjógirni, þegar hefðbundnar holsjárrannsóknir á efri og neðri hluta meltingarvegar eru eðlilegar. Aðrar rannsóknir, til dæmis röntgenmynd af mjógirni (enteroclysis), æðarannsókn (angiography), blóð sindurritun (blood pool scintigraphy, tagg- ed red cell scan) og Meckel skannmynd bæta þó litlu við til að greina orsök og staðsetningu blæðingar hjá þeim sjúklingum sem hafa hægfara, langvinnar blæðingar frá meltingarvegi (CGB-chronic gastrointestinal bleeding). Holsjárrannsókn á mjógirni (push enteroscopy) er hægt að framkvæma, en IOE (intraoperative endoscopy) sem er bæði tímafrek og oft flókin er stundum síðasta rannsóknin sem mögulegt er að beita í erf- iðum tilvikum. Rannsókn með holsjárhylki gerir kleift að skoða allt mjó- girnið myndrænt. Hún er óþægindalaus og oftast framkvæmd hjá sjúklingum án innlagnar á sjúkrahús. Svokölluðu M2A® (M: mouth, 2: to, A: anus) holsjárhylki (2,5 x 1,1 sm), sem inniheldur örsmáa myndbandsvél (tvær myndir á sekúndu) er kyngt. Úr maga berst það niður allt mjógirnið fyrir tilstilli hrynjandi hreyfinga (propulsive vawes). Nemar á kviðvegg sjúklings taka við myndunum, senda það til sérstaks upptökutækis sem sjúk- lingur ber. Að átta klukkustundum liðnum skilar sjúklingur upptökutækinu sem er tengt tölvubúnaði sem les myndefnið, auk þess að gefa upp staðsetningu á hylkinu í smágirni á hverjum tíma. Hylkið er einnota og skilst út með hægðum. Holsjárhylki hefur komið að gagni við greiningu á: 1) Blóðleysi vegna járn- skorts og blæðingar frá meltingarvegi. 2) Celiac sjúkdómi. 3) Vefjaskemmdum (lesions) vegna salflyfja (NSAID drugs). 4) Crohn’s sjúkdómi (greining og mat eftir meðferð). 5) Leyndum mjógirnissjúkdómum hjá börnum (eldri en 10 ára). Rannsókn með holsjárhylkinu getur hjálpað til við greiningu þar sem aðrar rannsóknir hjálpa ekki. Greiningu og meðferð er breytt hjá um 50% sjúklinga. Samræmi er gott á mati hjá mismunandi aðilum (interobserver consistency). Holsjárhylkinu og rannsóknaraðferðinni verður nánar lýst. 260 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.