Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 38
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA E 08 Krabbamein í blöðruhálskirtli; hversu langur tími leið frá greiningu til dauða þeirra sem létust úr sjúkdómnum 1995-2000? Einar F. Sverrisson', Eiríkur Jónsson1, Guöríður Ólafsdóttir2, Jón Gunn- laugur Jónasson1-2 'Þvagfæraskurölækningadeild Landspítala, 2Krabbameinsskrá Krabbameins- félags íslands einarsv@landspitali. is Tilgangur: Að kanna tímalengd frá greiningu til dauða hjá karl- mönnum sem létust úr krabbameini í blöðruhálskirtli árin 1995- 2000. Inngangur: Sjúkdómsgangur blöðruhálskirtilskrabbameins er oft á tíðum hægur og margir karlmenn látast með sjúkdóminn fremur en úr honum. Þó látast rúmlega 40 einstaklingar úr þessu meini árlega og meðgöngutími sjúkdóms þessara einstaklinga getur verið mjög breytilegur. Efniviður og aðferðir: Frá Hagstofu íslands fengust upplýsingar um alla karlmenn sem létust úr sjúkdómnum á sex ára tíma- bili. Þær upplýsingar voru samkeyrðar við Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands til þess að kanna greiningardag og fá þannig hugmynd um tímalengd frá greiningu að dauða. Niðurstöður: Alls létust 265 manns úr blöðruhálskirtilskrabba- meini en 258 voru skráðir í Krabbameinsskrá KÍ. Meðalaldur við greiningu var 73,2 ár og meðaltími frá greiningu að dauða var tæplega fjögur ár (47 mánuðir). Hjá fimmtungi þessara karla var aðdragandinn lengri en sex ár (6-24 ár). Umræða: Tími frá greiningu og að andláti karla sem látast úr krabbameini í blöðruhálskirtli er breytilegur og stundum mjög langur. Það vekur upp spumingar hvort koma megi í veg fyrir ótíma- bæran og á tíðum kvalafullan dauða af völdum þessa meins. E 09 Árangur 100 ósæðarlokuaðgerða á Landspítala frá því notkun lífrænna gerviloka án stoðgrindar hófst IMagnús Konráðsson1, Þórarinn Arnórsson', Bjarni Torfason1-2 'Hjarta og lungnaskurðdeild Landspítala, 2Læknadeild Háskóla íslands magnusko@simnet.is Inngangur: Árið 2001 hófst notkun lífrænna loka án stoðgrindar, eða Freestyle-(FS)-loka, við ósæðarlokuskipti á Landspítala. Blóðflæði um þær er talið eðlilegra en í lokum með stoðgrind og ending því betri. ísetning þeirra krefst þó lengri aðgerðartíma. Hér hafa þær verið notaðar í sem flestum tilfellum eftir því sem við á. Meta má áhættu á dauða innan 30 daga frá hjartaskurðaðgerð með stöðluðu áhættumati „logistic Euroscore" (EU). Markmið rannsóknarinnar var að meta skammtímaárangur ósæðarlokuaðgerða á Landspítala út frá skurðdauða og hvort val á lokum væri ásættanlegt. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár fyrstu 100 sjúk- linganna sem fóru í ósæðarlokuskipti eftir að notkun FS-loka hófst. Utilokaðir voru sjúklingar sem fóru jafnframt í stórar aukaaðgerðir, til dæmis míturloku. Ýmsir forspárþættir skurð- dauða voru athugaðir, EU reiknað og dánartíðni. Niðurstöður: Alls uppfylltu 100 einstaklingar þátttökuskilyrði, 65 karlar og 35 konur. Af þeim fengu 76 einstaklingar FS-loku, átta fengu „Carpentier-Edwards“ (CE) lífræna loku með stoðgrind, 13 „Carbomedics“ (CM) gerviloku en tveir fóru í Ross aðgerð og tveir í aortulokuviðgerð. Aldursdreifing þeirra sem fengu FS- og CE-loku var svipuð (meðalaldur 74 vs. 76 ára), en þeir sem fengu CM voru yngri (53 ára, p<0,001). Heildardánartíðni var 9% (níu manns), sem var svipað og spáð gildi með EU, og voru sjö af þessum níu í efsta þriðjungi EU-gilda. Fimm dóu hjarta- dauða en fjórir af öðrum orsökum. Ekki var marktækur munur milli þeirra sem fengu FS eða CE hvað EU og dánartíðni varðar en FS-aðgerðir tóku lengri tíma en CE-aðgerðir. Umræða: Árangur ósæðarlokuaðgerða á Landspítala er ásætt- anlegur með tilliti til 30 daga dánartíðni frá aðgerð eða í sam- ræmi við þá dánartíðni sem „logistic Euroscore“ spáir fyrir um. E 10 Spinal epidural lipomatosis - sjúkratilfelli Margrét Jensdóttir', Garðar Guðmundsson1, Kristbjörn I. Reynisson2 ‘Heila- og taugaskurðdeild, 2Röntgendeild Landspítala Fossvogi margjens@landspilali.is Inngangur: Spinal epidural lipomatosis (SEL) er sjaldgæft fyrirbæri sem sést helst við langtíma sykursterameðferð eða Cushing’s sjúkdóm en hefur einnig verið lýst hjá offitusjúk- lingum. Þá eru nokkur dæmi þess af alls óþekktum orsökum. Fituvefssöfnun í mænugangi getur valdið þrýstingi á mænusekk eða taugarætur með umtalsverðum einkennum sem geta verið alvarleg og þarfnast bráðaaðgerðar. Tilfelli: Sjúklingur með þverlömun. Gert var þynnunám á brjóst- hrygg til að létta á þrýstingi. Við aðgerð fannst mikil fitusöfnun en ekki önnur skýring á þrengingu að mænusekk. Annar sjúk- lingur greindist á CT/MR en hafði minni einkenni sem þurfti ekki aðgerðar við. Umræða: Fjallað nánar um þennan sjaldgæfa en alvarlega fylgi- kvilla sterameðferðar. Ráðleggingar um greiningu og meðferð. E 11 Staðbundin endurkoma krabbameins í endaþarmi Kristín Olína Kristjánsdóttir1, Páll Helgi Möller2, Tómas Jónsson2, Jakob Jóhannsson3, Tryggvi Stefánsson2 'Læknadeild Háskóla Islands, 2skurðlækningadeild og 3krabbameinslækn- ingadeild Landspítala pallm@landspitali. is Inngangur: Nýgengi endaþarmskrabbameins er 6,2 á 100 þúsund íbúa á ári á íslandi. Skurðaðgerð er eina læknanlega meðferðin og staðbundin endurkoma er alvarlegasti síðkomni fylgikvillinn. Viðbótarmeðferð er gefin með geislum og lyfjum og lækkar það tíðni staðbundinnar endurkomu verulega, samkvæmt niðurstöð- um úr sænskri rannsókn. Þar sem sérhæfð teymi hafa tekið yfir meðferðina hefur tíðni endurkomu lækkað úr 20-30% niður í 5-10%. Staðbundin endurkoma á krabbameini í endaþarmi eftir læknanlega aðgerð var 23% á tímabilinu 1987-1997 á sjúkrahús- unum í Reykjavík. Árið 1995 varð breyting á meðferð við enda- þarmskrabbameini í Reykjavík, farið var að beita geislameðferð reglubundið fyrir skurðaðgerðir og aðgerðir færðust á færri hendur. Einnig varð algengara að gera aðgerð með fullkomnu brottnámi á endaþarmshengju (Total Mesorectal Excision). 262 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.