Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 44
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA finnst alltaf orsök hennar þrátt fyrir ítarlega uppvinnslu. Eink- um hafa rannsóknir á mjógirni verið erfiðar. Aðeins lítinn hluta þess hefur verið hægt að athuga með holsjá, en mögulegt er að beita öðrum rannsóknaraðferðum, svo sem smágirnismynd (enteroclysis), æðarannsókn (angiography), blóð sindurritun (blood pool scintigraphy, tagged red cell scan), Meckels skimun og tölvusneiðmynd. Þá er beitt IOE (intraoperative endoscopy) sem er bæði tímafrek og eykur fylgikvilla aðgerðar. Nýrri rannsóknaraðferð, holsjárhylkisrannsókn (Hhr), er nú beitt sem gerir kleift að skoða mjógirnið myndrænt. Tvö sjúkratilfelli verða kynnt til að skýra kosti Hhr. Sjúkratilfelli 1: Karlmaður, 68 ára, lagðist inn á hjartadeild Land- spítala vegna yfirliðs. Lýst var sortusaur (melena) síðustu daga fyrir innlögn og járnskortsblóðleysi (anemía) staðfest. Maga- og ristilspeglun var eðlileg en tölvusneiðmynd af kviðarholi sýndi litla fyrirferð í garnahengjurótinni. Hann var rannsakaður 18 mán- uðum áður vegna járnskortsblóðleysi (anemíu) án niðurstöðu. Hhr nú sýndi fram á sáraæxli í mjógirni, sjúklingur tekinn til aðgerðar og meinvörp fundust í garnahengju eitlum. Líffærameinafræðileg rannsókn (PAD) staðfesti silfurfrumuæxli (carsinoid tumor). Sjúkratilfelli 2: Karlmaður, 52 ára, leitaði á bráðamóttöku vegna blóðugs niðurgangs. Þegar hann kom inn féll blóðþrýstingur við það að hann reis upp og var því lagður á gjörgæslu til vöktunar. Magaspeglun var eðlileg en ristilspeglun vakti grun um blæð- ingu frá mjógirni. Blæðingarskann staðfesti blæðingarstað í hægri efri fjórðungi. Hhr sýndi hvítleita vefjaskemmd í mjó- girni. Tölvusneiðmynd vakti grun um þrjú meinvörp í lifur. f kviðarholssjá var gert smágirnisúrnám og sýni tekið úr lifur. Líffærameinafræðileg rannsókn sýndi blæðandi sárastrómaæxli í mjógirni og holuæðaræxli (cavernous hemangioma) í lifur. Alyktun: Holsjárhylkisrannsókn er myndræn aðferð til að rann- saka mjógirni. Hún getur flýtt fyrir og hjálpað til við nákvæmari greiningu á sjúkdómum í mjógirni. E 25 Aðgerðir vegna lifraræxla á íslandi, tíu ára uppgjör Bergþór Björnsson1, Sigurður Ó. Blöndal', Sigurgeir Kjartansson1, Jónas Magnússon1-2 'Skurðsviði Landspítala, 2Iæknadeild HÍ bergthor@lanclspitali. is Inngangur: Aðgerðum vegna lifraræxla, bæði frumkominna og meinvarpa, hefur fjölgað. Erlendar rannsóknir hafa sýnt batn- andi árangur af slíkum aðgerðum hvað varðar meinvörp. Ein rannsókn hefur verið birt um lifraraðgerðir á íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna aðgerðir vegna lifraræxla á íslandi á árunum 1994 til 2003. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðir vegna æxla í lifur á Landspítala (áður Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítali) á árunum 1994 til og með 2003. Niðurstööur: Alls fundust gögn um 69 aðgerðir á 66 sjúklingum á umræddu tímabili. Ekki var unnt að safna öllum upplýsingum sem til stóð úr öllum sjúkraskrám. Engar upplýsingar aðrar en vefjagreining liggja fyrir varðandi fjóra sjúklinga. Meðalaldur var 57,3 ár, karlar voru 32 en konur 34. í 25 tilfellum var heilt lifr- arblað fjarlægt. Frumkomin æxli voru 25, lifrarfrumuæxli voru sjö. Meinvörp voru alls 43; 39 voru frá kirtilfrumuæxlum sem áttu uppruna í ristli eða endaþarmi í 36 tilfellum. Meðalblæðing var 2650 ml og meðalblóðgjöf var 4,2 einingar. Þrír sjúklingar með lifrarfrumuæxli eru á lífi eftir 4,7 ára eftirfylgni en fjórir eru látnir og var meðallifun þeirra 4,8 ár. Af sjúklingum með meinvörp frá ristli/endaþarmi eru 17 á lífi eftir 3,8 ára eftirfylgni en 19 eru látnir og var meðallifun þeirra 2,3 ár. Skurðdauði (30 daga) var enginn. Ályktanir: 1) Lifraraðgerðum vegna æxla virðist fara fjölgandi. 2) Blæðing í aðgerð og 30 daga dánartíðni er ásættanleg. 3) Árangur aðgerða vegna meinvarpa frá ristli/endaþarmi fer batn- andi innan þessa rannsóknartímabils. E 26 Rauðkirningaæxli (oncocytoma) eru góðkynja nýrna- æxli. Úttekt hjá heilli þjóð á 30 ára tímabili Tómas Guöbjartsson1, Sverrir Harðarson2-3, Vigdís Pétursdóttir2, Ásgeir Thoroddsen1, Jónas Magnússon1-3, Guðmundur V. Einarsson1-3 ‘Þvagfæraskurðdeild, 2rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði, skurðdeild Landspítala, 3Læknadeild Háskóla íslands tomasgudbjartsson@hotmail.com Inngangur: Rauðkirningaæxli (oncocytoma) voru áður flokkuð nteð illkynja æxlum í nýrum en samkvæmt nýjum alþjóðlegum stöðlum eru þau flokkuð með góðkynja nýrnaæxlum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi, dreifingu og horfur sjúkdómsins hjá heilli þjóð á 30 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og er hluti af stærri íslenskri rannsókn þar sem rannsökuð hafa verið vefja- sýni allra sjúklinga sem greinst hafa á íslandi með illkynja æxli í nýrum frá 1971-2000. Stuðst var við sjúkraskrár og skrá rann- sóknarstofu HÍ í meinafræði. Könnuð voru einkenni sjúklinga, meinafræði og lífshorfur. Niðurstöður: Aldursstaðlað nýgengi rauðkirningaæxla fyrir hvort kyn um sig var 0,3/100.000 á ári og reyndust þau 5,5% af fjölda nýrnafrumukrabbameina sem greindust á sama tímabili. Fjórtán sjúklingar greindust við krufingu án þess að hafa haft þekkt einkenni frá æxlinu. Af 31 sjúklingi sem greindist á lífi (meðalaldur 71 ár) voru sjö sem greindust fyrir tilviljun. Hinir sjúklingarnir voru með einkenni þar sem bersæ blóðmiga (32%), kviðverkir (29%) og megrun (10%) voru algengust. Allir sjúk- lingarnir gengust undir nýrnabrottnám að einum undanskildum þar sem framkvæmt var hlutabrottnám á nýra hjá sjúklingi með æxli í báðum nýrum. Meðalstærð æxlanna var 5,7 cm (bil 0,9-12 cm). Átján sjúklingar (58%) voru greindir á TNM-stigi I (æxli <7 cm), 10 á stigi II (32%) (æxli >7 cm) og 3 á stigi III (10%), og voru síðastnefndu sjúklingarnir allir með æxlisíferð í fitu umhverfis nýrað. Enginn sjúklinganna reyndist hafa meinvörp, hvorki í önnur líffæri eða eitla. Tveir sjúklingar reyndust einnig hafa nýrnafrumukrabbamein í sama nýra. Sjúklingunum var fylgt eftir og eftir 8,3 ár að meðaltali hafði enginn þekkt mein- vörp frá rauðkirningaæxli og enginn hafði látist úr sjúkdómn- um. Heildar fimm ára lífshorfur voru 63,2% og létust flestir úr hjarta- og æðasjúkdómum. Ályktun: Klínísk hegðun rauðkirningaæxla er góðkynja og 268 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.