Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 59

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNABLAÐIÐ 90 ÁRA fjárhagur þess var erfiður? Birna: Eg minnist atvika þar sem menn gerðu sig líklega til að slá á fingur ritstjóranna en það varð ekki, sem betur fer. Frelsi ritstjórnarinnar er grundvallaratriði í svona útgáfu. Vilhjálmur: Á hinn bóginn hafa ritstjórar blaðs- ins stundum legið undir ámæli um að þeir stundi ritskoðun. Það er að mínu viti misskilningur á hug- tökum. Ritskoðun er verk stjórnvalda sem banna umræðu um tiltekin mál eða framsetningu ákveð- inna skoðana í allri pressunni. Við stundum hins vegar ritrýni og ritstýringu sem er allt annar hlutur og skerðir ekki ritfrelsi manna. Jóhannes: Menn þekkja reglurnar sem gilda og vita að hverju þeir ganga. Örn: Ritrýnin sem við tókum upp eftir öðrum blöðum hefur eingöngu verið til góðs enda felst hún í því að við fáum færa menn til að lesa yfir greinar og benda höfundum á hvernig megi bæta þær. Hún hefur bæði þann tilgang að þjálfa menn í að ritrýna greinar og höfundana í því að taka gagn- rýni og leiðbeiningum. Vilhjálmur: Ritrýnisferillinn er ekki bara til að auðvelda ritstjórninni að velja efni í blaðið heldur til að bæta efnið og gera það sem sannast og læsi- legast. Þetta er hluti af trúverðugleika blaðsins og viðtekin venja um allan heim. Umræða á mannamáli Hefur Læknablaðið einhvern tíma mótað sér stefnu í heilbrigðispólitík? Birna: Mér fannst stefnan vera sú að ýmis heilbrigðispólitísk mál og siðferðileg mál væri skynsamlegra að ræða á síðum Læknablaðsins en annars staðar. Ég er á því að þetta hafi verið skyn- samleg stefna. Örn: Stefnan liggur í því að þetta er málgagn. Blaðið er ekki réttlætt af einhverju utanaðkom- andi heldur af því sem í því er. Blaðið heldur uppi umræðu um læknisfræði á máli sem allir skilja og auðveldar læknum að tala við sjúklinga sína á mannamáli. Vilhjálmur: Við höfum lagt blaðið fram sem vettvang fyrir umræðu um læknisfræði og þannig hefur blaðið haft mest áhrif á læknisfræði í landinu. Þar geta menn sett fram skoðanir sínar og þekk- ingu og fengið við henni viðbrögð. Það er ekki bara lesið af litlum, lokuðum hópi lækna. Jóhannes: En hvað um málefni eins og upp- byggingu Landspítalans, myndi blaðið geta tekið afstöðu í því máli? Örn: Nei, það held ég að mönnum myndi aldrei detta í hug að gera. Vilhjálmur: Ég held að ritstjórnin sé ekki rétti vettvangurinn til að taka slíkar ákvarðanir. Það hefur að sjálfsögðu hver sína skoðun en ritstjórnin sem hópur lætur ekki sína afstöðu í ljós. Védís: Blaðið hefur líka fest sig í sessi með því að auka taktfestuna í útgáfunni, auk þess sem form- ið og útlitið hefur breyst og umfangið stækkað. Nú eru menn orðnir vanir ritrýninni og vita hvernig þeir eiga að ganga frá greinum til birtingar. Það er búið að ala þá upp í Vancouver-reglunum. Blaðið nýtur þess líka að áhugi almennings á heilbrigðis- málum og öllu sem lýtur að heilsufari hefur aukist gífurlega. Það hefur áhrif á lækna sem verða að geta talað við upplýstari sjúklinga á íslensku um sjúkdóma sem þeir lærðu um fyrir þremur áratug- um. Þess vegna er blaðið liður í símenntun lækna. Einar Stefánsson, Guðmundur Þorgeirsson, Sigurður Guðmundsson og Þröstur Haraldsson frá Lœknablaðinu. Menn kunna orðið reglurnar Hvernig var blaðið ritrýnt þegar Örn tók við? Örn: Ég sinnti því einn til að byrja með. Svo komu Vancouver-reglurnar til skjalanna en þær eru byggðar á eldri reglum. Vancouver-hópurinn gerði uppbyggingu greina og framsetningu efnisins skýrari og aðgengilegri, einkum hvað varðar heim- ildaskrár. Sigurjón: Ég man eftir að Örn var að senda greinar til yfirlestrar út í bæ þannig að einhver ritrýni var komin á. Svo man ég líka að hann hafði stundum á orði að einhver grein væri ekki birting- arhæf en ég vissi aldrei hvað varð um þær greinar. Jóhannes: Stundum sáu menn strax að grein var verulega gölluð og þá var rætt við höfundana um það. Aðrar greinar voru sendar í ritrýni sem stundum gat verið óvægin. Ég man að ég undraðist stundum hversu vel menn tóku gagnrýni sem gat verið verulega hörð. Vilhjálmur: Það er nú ekki algilt og stundum geta höfundar verið ákaflega viðkvæmir fyrir gagnrýni. Þegar ég kom inn í ritstjórnina var mikil Fimrn þeirra sem völdu greinar í afmœlisblað Lœknablaðsins: Hildur Harðardóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson, Þorvaidur Veigar Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson. Læknablaðið 2005/91 283

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.