Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 59

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNABLAÐIÐ 90 ÁRA fjárhagur þess var erfiður? Birna: Eg minnist atvika þar sem menn gerðu sig líklega til að slá á fingur ritstjóranna en það varð ekki, sem betur fer. Frelsi ritstjórnarinnar er grundvallaratriði í svona útgáfu. Vilhjálmur: Á hinn bóginn hafa ritstjórar blaðs- ins stundum legið undir ámæli um að þeir stundi ritskoðun. Það er að mínu viti misskilningur á hug- tökum. Ritskoðun er verk stjórnvalda sem banna umræðu um tiltekin mál eða framsetningu ákveð- inna skoðana í allri pressunni. Við stundum hins vegar ritrýni og ritstýringu sem er allt annar hlutur og skerðir ekki ritfrelsi manna. Jóhannes: Menn þekkja reglurnar sem gilda og vita að hverju þeir ganga. Örn: Ritrýnin sem við tókum upp eftir öðrum blöðum hefur eingöngu verið til góðs enda felst hún í því að við fáum færa menn til að lesa yfir greinar og benda höfundum á hvernig megi bæta þær. Hún hefur bæði þann tilgang að þjálfa menn í að ritrýna greinar og höfundana í því að taka gagn- rýni og leiðbeiningum. Vilhjálmur: Ritrýnisferillinn er ekki bara til að auðvelda ritstjórninni að velja efni í blaðið heldur til að bæta efnið og gera það sem sannast og læsi- legast. Þetta er hluti af trúverðugleika blaðsins og viðtekin venja um allan heim. Umræða á mannamáli Hefur Læknablaðið einhvern tíma mótað sér stefnu í heilbrigðispólitík? Birna: Mér fannst stefnan vera sú að ýmis heilbrigðispólitísk mál og siðferðileg mál væri skynsamlegra að ræða á síðum Læknablaðsins en annars staðar. Ég er á því að þetta hafi verið skyn- samleg stefna. Örn: Stefnan liggur í því að þetta er málgagn. Blaðið er ekki réttlætt af einhverju utanaðkom- andi heldur af því sem í því er. Blaðið heldur uppi umræðu um læknisfræði á máli sem allir skilja og auðveldar læknum að tala við sjúklinga sína á mannamáli. Vilhjálmur: Við höfum lagt blaðið fram sem vettvang fyrir umræðu um læknisfræði og þannig hefur blaðið haft mest áhrif á læknisfræði í landinu. Þar geta menn sett fram skoðanir sínar og þekk- ingu og fengið við henni viðbrögð. Það er ekki bara lesið af litlum, lokuðum hópi lækna. Jóhannes: En hvað um málefni eins og upp- byggingu Landspítalans, myndi blaðið geta tekið afstöðu í því máli? Örn: Nei, það held ég að mönnum myndi aldrei detta í hug að gera. Vilhjálmur: Ég held að ritstjórnin sé ekki rétti vettvangurinn til að taka slíkar ákvarðanir. Það hefur að sjálfsögðu hver sína skoðun en ritstjórnin sem hópur lætur ekki sína afstöðu í ljós. Védís: Blaðið hefur líka fest sig í sessi með því að auka taktfestuna í útgáfunni, auk þess sem form- ið og útlitið hefur breyst og umfangið stækkað. Nú eru menn orðnir vanir ritrýninni og vita hvernig þeir eiga að ganga frá greinum til birtingar. Það er búið að ala þá upp í Vancouver-reglunum. Blaðið nýtur þess líka að áhugi almennings á heilbrigðis- málum og öllu sem lýtur að heilsufari hefur aukist gífurlega. Það hefur áhrif á lækna sem verða að geta talað við upplýstari sjúklinga á íslensku um sjúkdóma sem þeir lærðu um fyrir þremur áratug- um. Þess vegna er blaðið liður í símenntun lækna. Einar Stefánsson, Guðmundur Þorgeirsson, Sigurður Guðmundsson og Þröstur Haraldsson frá Lœknablaðinu. Menn kunna orðið reglurnar Hvernig var blaðið ritrýnt þegar Örn tók við? Örn: Ég sinnti því einn til að byrja með. Svo komu Vancouver-reglurnar til skjalanna en þær eru byggðar á eldri reglum. Vancouver-hópurinn gerði uppbyggingu greina og framsetningu efnisins skýrari og aðgengilegri, einkum hvað varðar heim- ildaskrár. Sigurjón: Ég man eftir að Örn var að senda greinar til yfirlestrar út í bæ þannig að einhver ritrýni var komin á. Svo man ég líka að hann hafði stundum á orði að einhver grein væri ekki birting- arhæf en ég vissi aldrei hvað varð um þær greinar. Jóhannes: Stundum sáu menn strax að grein var verulega gölluð og þá var rætt við höfundana um það. Aðrar greinar voru sendar í ritrýni sem stundum gat verið óvægin. Ég man að ég undraðist stundum hversu vel menn tóku gagnrýni sem gat verið verulega hörð. Vilhjálmur: Það er nú ekki algilt og stundum geta höfundar verið ákaflega viðkvæmir fyrir gagnrýni. Þegar ég kom inn í ritstjórnina var mikil Fimrn þeirra sem völdu greinar í afmœlisblað Lœknablaðsins: Hildur Harðardóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson, Þorvaidur Veigar Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson. Læknablaðið 2005/91 283
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.