Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRETTIR / LÆKNABLAÐIÐ 90 ÁRA Að miðla þekkingu milli lækna Hringborðsumræður um hlutverk og stöðu Læknablaðsins í bráð og lengd Ljósmyndir: Arnaldur Halldórsson, teknar í níræðisafmæli Læknablaðsins í nóvember 2004. í tilefni af níutíu ára afmæli Læknablaðsins var ákveðið að kalla saman þá sem mest hafa unn- ið að útgáfu blaðsins síðasta aldarfjórðunginn og gott betur. Tilgangurinn var að spjalla sam- an um Læknablaðið í fortíð, nútíð og framtíð. Þátttakendur í spjallinu voru Örn Bjarnason sem var ritstjóri blaðsins frá 1976-93, Sigurjón Jóhanns- son sem var fyrsti blaðamaðurinn sem vann við blaðið, Jóhannes Tómasson og Birna Pórðardóttir sem voru ritstjórnarfulltrúar samtals í rúma tvo áratugi og núverandi ritstjóri, Vilhjálmur Rafnsson sem gegnt hefur starfinu frá 1993, og ritstjórn- arfulltrúi, Védís Skarphéðinsdóttir. Umræðum stjórnaði Þröstur Haraldsson og er hann jafnframt skrásetjari. Fyrst var rætt um stöðu blaðsins eins og hún var þegar Örn og Sigurjón komu til skjalanna árið 1976. Hún var heldur bágborin því langt gat liðið á milli blaða. Hvað olli? Örn: Það var tvennt að. Annað var verðbólgan sem var mikil. Það gekk illa að innheimta og krafa sem stofnað var til í janúar en innheimtist ekki fyrr en í desember hafði rýrnað verulega. Hitt var að prentsmiðjan sem skipt hafði verið við frá upp- hafi eða í sextíu ár var orðin illa búin tækjum og í vondu húsnæði. Það var ekki hægt að breyta neinu, myndvinnsla var mjög dýr og takmarkanir á því sem hægt var að gera. Aðstöðuleysið var algert því við fengum ekki skrifstofu hjá félaginu fyrr en sex eða sjö árum síðar. Vinnan við þetta fór yfirleitt þannig fram að við hittumst heima hjá Sigurjóni á laugardögum og lögðum undir okkur stofuborðið. Svo var þetta flutt á milli í umslögum og töskum. Sigurjón: Ég kom þannig til að við Örn erum gamlir bekkjarbræðir og vinir og hann kom til mín í vandræðum sínum og bað mig að aðstoða sig. Ég tók því vel og var ráðinn til að koma honum yfir þá erfiðleika sem hann var að glíma við. Málið var að moka út blöðum því það biðu margar greinar birtingar. Ég virkjaði konuna mína í prófarkalestur og reyndi að bjarga málunum. Örn: Blaðið hafði verið í lægð því fjárhags- örðugleikarnir gerðu okkur erfitt fyrir. Ég lagði málin þannig upp að það væri ekki hægt að gera neitt nema ráða til þess blaðamann. Sigurjón hefði unnið í prentsmiðjum og þekkti vel til. Sigurjón: Ég þekkti sálarlíf prentara. Birna: Já, það sakar ekki. Örn: Á þessum tíma voru tölvurnar að koma til sögunnar og tæknin að breytast. Þess vegna þurfti mann sem kunni til verka. Um þetta leyti verða líka breytingar á stjórnun blaðsins. Skömmu áður hafði verið gerð sú breyting að ráðnir voru tveir ritstjórar og átti annar að sjá um fræðilega efnið en hinn það félagslega. Við Bjarni Þjóðleifsson urðum sammála um að þetta gengi ekki upp því það væri ekki hægt að aðskilja þessa þætti. Við fjölguðum því hratt í ritstjórninni og fengum leyfi til að ráða blaðamann. Danmerkurárin Skömmu eftir að Örn gerðist ritstjóri var ákveðið að flytja vinnslu blaðsins til Danmerkur. Hvernig bar það til? Örn: Nordisk federation for medicinsk under- visning hélt mikla ráðstefnu á Akureyri 1978. Á þeim fundi heyrðum við af vandræðum Dana sem höfðu orðið að stofna eigið forlag og skipta um prentsmiðju vegna þess hversu dýr prentunin var orðin. Þeir fóru að tala utan af samstarfi og við Bjarní áttuðum okkur á að þetta var ágætur kostur. Um haustið sendu þeir okkur tillögur og höfðu þá meðal annars látið búa til letur með öllum íslensku bókstöfunum. Þeir gátu því slegið efnið inn í tölvu úti. Með tímanum fórum við svo að senda þeim efnið á diskum. Jóhannes: Vandinn hér var að halda reglu á útgáfunni. Prentsmiðjan annaði ekki prentuninni, það var erfitt að ná í auglýsingar og fjárhagurinn var þröngur. Þessu var líka sinnt í áhlaupum með- fram öðrum störfum. Með ráðningu blaðamanns komst meiri regla á hlutina og tilboð Dananna féll mjög vel að þessari þróun. Þeir buðust til að sjá um auglýsingaöflunina og gátu auk þess tryggt reglu- lega útgáfu 12 sinnum á ári. Með þessu móti voru tekjurnar tryggðar... Örn: Já, og það í dönskum krónum sem skipti máli á þessum árum. Jóhannes: Þetta tilboð var hagstætt sem sést á því að við létum bjóða í prentun blaðsins hér heima nokkrum sinnum á þessum Danmerkurárum en Danirnir buðu alltaf betur. En svo kom að því að það breyttist. Orn: Hugmyndin var sú strax í byrjun að vinnsl- an yrði flutt heim um leið og aðstæður leyfðu. 280 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.