Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR þær voru ekki beinlínis hollustan uppmáluð. „En þar sýndi það sig að öflugur málflutningur og upp- lýsingagjöf heilbrigðisstarfsmanna og stjórnvalda hafði þau áhrif að eigendur og starfsfólk öðluðust trú á að þetta væri hægt. Og það reyndist vera hægt.“ Ekki hvort heldur hvenær Göran segir að nú sé spurningin ekki hvort reyking- ar verði bannaðar á veitingastöðum í öðrum lönd- um heldur hvenær það gerist. „Petta er mikilvægt skref í þá átt að fjölga reyklausum svæðum og auka með því hömlur gegn reykingum. Það er besta aðferðin til að fá fleiri til að hætta að reykja.“ - Hvernig gengur undirbúningur reykingabanns- ins í Svíþjóð? „Pað hefur valdið okkur vonbrigðum að stjórn- völd hafa ákveðið að leggja ekki fé í áróðursherferð þegar bannið tekur gildi eins og gert var í Noregi og á írlandi. Tillagan um bannið kom fyrst fram árið 2001 og þá voru viðbrögð eigenda og starfsfólks veitingahúsa neikvæð. Eigendunum tókst að fá starfsliðið með sér í krafti hótana um gjaldþrot og atvinnumissi. Lögreglumenn voru einnig efins því þeir sáu fyrir sér að það myndi auka mjög álagið á þá að þurfa að hafa eftirlit með fólkinu sem færi út að reykja. Við höfðum samband við starfsfólkið og leiddum þeim fyrir sjónir að þetta væri í þeirra þágu, til- gangurinn væri að vernda heilsu starfsmanna. Stétt- arfélögin skiptu því um skoðun. Við höfum líka gert samning við eigendurna um að gera rannsókn á áhrifum bannsins á heilsu starfsmanna. Samtök atvinnurekenda hafa linast í andstöðu sinni eftir að forystumenn þeirra horfðust í augu við að bannið myndi koma. Þá hafa þeir reynt að gera það besta úr þessu,“ sagði Göran Boethius. Hann sagði að lokum að það skipti máli í þess- ari baráttu að læknastéttin væri einhuga. „Það er ekki nóg að stöku læknir standi í þessu stríði, for- ysta læknasamtakanna og Læknablaðið verða að beita sér til þess að hafa áhrif á stjórnvöld. Það er á okkar ábyrgð að draga úr tóbaksreykingum." Þama var spjalli okkar Görans eiginlega sjálfhætt því þar sem við sátum í reyklausu rými í anddyri Nordica hótels fórum við að finna tóbakslykt sem barst úr kaffistofu sem var þarna skammt frá. En áður en við kvöddumst sagði hann mér sögu frá Montana í Bandaríkjunum sem hér fær að fljóta með. Saga frá Montana í Helena-sýslu í fylkinu Montana í Bandaríkjunum voru reykingar bann- aðar á veitingastöðum og samtímis gerð rannsókn sem sýndi að tíðni sjúkdóma sem tengdust reykingum lækkaði um 40% á hálfu ári. Það var auðvelt að fylgjast með þessu því allir sjúklingar sýslunnar eru lagðir inn á sama sjúkrahús og með því að bera tíðnina saman við það sem gerðist í aðliggjandi sýslum kom þessi breyting í ljós. Þá gerist það að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að reykingabannið stangaðist á við stjórnarskrá fylkisins og afnam bannið. Á næsta hálfa ári rauk tíðni sjúkdóma sem tengjast reykingum upp þótt hún næði ekki alveg sömu hæðum og fyrr. Göran Boethius segir að þessi saga frá Montana sýni glöggt hver áhrif óbeinna reykinga séu. „Hún segir okkur líka að það eru engin rök fyrir því að bíða eftir víðtækari rannsóknum enda vitum við nú að í fólki sem haldið er æða- og hjartasjúkdómum má merkja breytingar til hins verra ef það þarf að vera hálftíma eða lengur í tóbaksreyk. Það eru því líffræðileg rök sem styðja niðurstöður rannsóknanna í Helena-sýslu,“ segir hann. 0 3 Formannafundur Læknafélags íslands Stjórn Læknafélags íslands boðar til formannafundar skv. 11. grein laga félagsins föstudaginn 15. apríl 2005 í húsnæði læknasamtakanna að Hlíða- smára 8, Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 10:00 Dagskrá 10:00-12:30 Skýrsla formanns L( um afgreiðslu ályktana aðalfundar 2004, störf stjórnar og stöðu helstu mála. Skýrslur for- manna aðildarfélaga, samninganefnda og helstu starfs- nefnda eftir atvikum. Gert er ráð fyrir ítarlegum umræðum um auglýsingar heil- brigðisstétta og samskipti lækna og iðnaðar. Einnig verður rætt um Orlofssjóð, Lífeyrissjóð lækna, Læknablaðið og fleira. 12:30-13:30 Matarhlé 13:30-15:00 Skýrslur helstu starfsnefnda Umræður 15:00-15:30 Kaffihlé 15:30-17:00 Áframhald umræðna Önnur mál Fundarlok verða á heimili formanns að Hæðarseli 28, Reykjavík. Læknablaðið 2005/91 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.