Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 56 Oföndun og endurlífgun Með nokkurri reisn Gamall karlmaður kom til læknis og bað hann að skrifa út lyfseðil fyrir viagra. „Alveg sjálfsagt," sagði læknirinn, „hvað viltu margar töflur?“ „Bara nokkrar,“ sagði maðurinn, „kannski svona eins og fjórar, en skrifaðu gjarnan á lyfseðil- inn að ég eigi að nota fjórða hluta úr töflu hverju sinni.“ „Ég er ansi hræddur um að einn fjórði úr töflu hafi lítið að segja fyrir þig,“ sagði læknirinn. „Það er allt í lagi með það,“ sagði sá gamli. „Ég er níutíu ára og þarf ekkert á þeim að halda til að bæta mér kynlífið því það er búið. Mér finnst hins vegar alveg ömurlegt að pissa alltaf á skóna mína.“ Oföndun Beðið var um neyðarbíl með lækni. Tilkynnt var um unga konu sem væri með hjartaverk. Við komu á staðinn tók ungur maður á móti sjúkra- liðsmönnunum og sagði vinkonu sína „eiga í erfið- leikum með öndun, vera föla og kaldsveitta". Inni f svefnherbergi lá fáklædd kona í rúminu. Með læknisskoðun á staðnum var gengið úr skugga um að hún væri ekki alvarlega veik. Konan virtist róast þegar hún frétti það og sagði: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sef hjá og vinir mínir höfðu ráðlagt mér að anda djúpt og stynja nóg eins og þær gera í bíómyndunum.“ í skoðun hjá læknanema Læknanemi á 5. ári var að framkvæma mjög langa og ítarlega skoðun á gamalli konu. Eftir að læknaneminn hafði beðið gömlu konuna að nefna helstu ráðamenn þjóðarinnar sagði hann: „Nú vil ég biðja þig um að reikna fyrir mig nokkur dæmi.“ „Heyrðu mig, ljúfurinn. Þú ert í háskólanum og allir vinir þínir eflaust líka. Viltu ekki biðja ein- hvern þeirra að hjálpa þér með stærðfræðina?" Næstum alla leið Það er barið á dyrnar hjá Sankti Pétri. Hann opnar og sér mann standa fyrir utan. Sankti Pétur er í þann veginn að fara að ræða frekar við manninn þegar sá síðarnefndi hverfur skyndilega. Nokkrum andartökum síðar er aftur barið að dyrum. Sankti Pétur opnar, sér manninn og er alveg við það að sleppa fyrsta orðinu þegar maðurinn hverfur aftur. „Heyrðu, lagsi, ertu að gera at í mér?“ kallar Sankti Pétur á eftir manninum og er létt pirraður. „Nei,“ heyrist sagt kvíðablandinni röddu úr fjarska. „Þeir eru að reyna að endurlífga mig.“ Alveg til í það Sjötíu og fimm ára kona kom til heimilislæknisins í eftirlit. Læknirinn sagði að hún þyrfti að hreyfa sig meira og ráðlagði henni að stunda kynlíf þrisvar í viku. „Viltu vera svo góður að segja manninum mín- um frá þessu," sagði konan. Læknirinn kallaði á manninn sem beið í bið- stofunni og sagði honum að frúin þyrfti að stunda kynlíf þrisvar í viku. Makinn sem var áttræður spurði: „Á hvaða dög- um?“ „Hvað segið þið um mánudaga, miðvikudaga og föstudaga?“ „Ég get komið með hana á mánudögum og mið- vikudögum,“ sagði maðurinn, „en á föstudögum verður konan að taka strætó.“ Afrek lýtalækna Hjón lentu í hræðilegu bílslysi. Konan brenndist alvarlega í andliti. Lýtalæknirinn sagði að ekki væri hægt að græða húð af líkama hennar í andlitið af því að húð hennar væri svo þunn. Eiginmaðurinn bauðst þá til að gefa konunni húð af líkama sínum ef læknirinn teldi það geta gengið. Svo ótrúlega vildi til að vefjaflokkar hjónanna pössuðu saman. Læknirinn taldi húðina af afturenda mannsins vera þá einu sem hentaði og kæmi til greina að flytja í andlit konunnar. Hjónin bundust fastmælum um að segja engum frá því hvaðan húðin í andliti konunnar væri komin og báðu lækninn þess lengstra orða að segja ekkert um það heldur. Aðgerðin gekk eins og best varð á kosið. Konan var alsæl með árangurinn og var djúpt snortin yfir fórnfýsi maka síns. „Elskan mín,“ sagði konan, „ég fæ aldrei full- þakkað þér fyrir það sem þú hefur gert fyrir mig. Ég veit ekki hvort ég get nokkurn tíma endurgold- ið þér þennan greiða." „Ástin mín,“ sagði maðurinn, „hafðu engar áhyggjur af því. Ég fæ umbun mína í hvert skipti sem ég sé mömmu þína kyssa þig á kinnina." Bjarni Jónasson bjami.jonasson@hg.is Bjarni er heimilislæknir í Garðabæ. Læknablaðið 2005/91 305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.