Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 39
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur skurðað- gerða vegna krabbameins í endaþarmi í Reykjavík á sjö ára tímabili með sérstöku tilliti til staðbundinnar endurkomu sjúk- dómsins. Efniviður og aðferð: Fenginn var listi yfir sjúklinga með greining- arnúmerin 154.x (ICD 9), C18, C19 og C20 (ICD 10) á tímabil- inu 1995 til 2001. Fundnir voru þeir sjúklingar sem greinst höfðu með kirtilfrumukrabbamein í endaþarmi og farið í læknanlega aðgerð á sjúkrahúsi í Reykjavík á þessu tímabili. Upplýsingar voru fengnar afturvirkt úr sjúkraskrám. Sjúklingum var fylgt eftir til loka árs 2003. Niðurstöður: 110 sjúklingar gengust undir aðgerð í læknanlegum tilgangi á sjúkrahúsum í Reykjavík á tímabilinu 1995-2001. Af þeim fengu níu staðbundna endurkomu, eða 8,2%. Alyktun: Núverandi rannsókn sýnir 8,2% tíðni á staðbundinni endurkomu. Árangur meðferðar við endaþarmskrabbameini á sjúkrahúsum í Reykjavík á árunum 1995-2003 er sambærilegur við besta árangur sem náðst hefur erlendis þar sem sérhæfð teymi sinna meðferðinni. E 12 Vandamál tengd utanbastsdeyfingu sem notuð er til verkjameðferðar hjá fæðandi konum árið 2004 Aðalbjörn Þorsteinsson. Ástríður Jóhannesdóttir, Hildur Harðardóttir Svæfinga- og gjörgæsludeild, kvennadeild Landspítala adalbjn@landspitali.is Inngangur: Utanbastsdeyfing er meðal annars notuð til verkja- meðferðar hjá fæðandi konum. Aftursæ rannsókn sýndi að tíðni alvarlegra fylgikvilla (sýkingar, blæðingar og skemmdir í miðtaugakerfi) hjá fæðandi konum var 1:25 000. Önnur fram- sæ rannsókn kannaði minna alvarlega fylgikvilla. Tíðni hárrar deyfingar var 1:5149. Tíðni taugabilana til neðri hluta líkamans var 1:2846. Ekki var greint á milli bilana orsakaðra af fæðing- unni eða inngripum annars vegar og deyfingarinnar sjálfrar hins vegar. Þessar truflanir ganga nánast alltaf til baka. Langalgeng- asti fylgikvilli er höfuðverkur vegna leka á mænuvökva sem orsakast af því að gat kemur á bast. Tíðni var í einni rannsókn 1:176 og er það svipað og flestir aðrir finna. Eftiiviður: Fjöldi fæðinga á Fæðingadeild Landspítalans á síðasta ári var 2724. Utanbastsdeyfingu fengu 916 konur, eða 33,6%. Gerð er grein fyrir fylgikvillum sem sáust 2004. Niðurstöður: Sex sinnum varð götun á basti (1:153), fjórum sinn- um örugg og tvisvar rökstuddur grunur. Hjá þessum konum þurfti þrisvar að leggja blóðbót vegna höfuðverkjar. Auk þess var lögð ein blóðbót hjá sjúklingi þar sem enginn grunur var um götun á basti. Þann sjúkling var erfitt að deyfa og stungið oft. Nokkur tilvik urðu vegna deyfingar sem lenti í mænuvökva. Venjulega dofnar þá konan rneira en búast má við af prufuskammtinum, í eitt skipti var leggur viljandi þræddur eftir mænu (spinalt) eftir að nálin gataði bastið. Þessar konur fá skiljanlega góða verkjadeyf- ingu og gengu fæðingar að öðru leyti eðlilega fyrir sig. Eitt tilfelli var alvarlegast, þar var deyfing svo kröftug að blóðþrýstingsfall olli hægum hjartslætti hjá barninu og gera þurfti bráðakeisara. Ályktanir: Miðað við það sem sagt var að framan um háar deyfingar má vænta þess að sjá þennan fylgikvilla á 7-8 ára fresti. Tíðni götunar á basti er svipuð því sem gerist annars staðar. Þrjár af þeim fjórum konum þar sem götun á basti var örugg þurftu blóðbót. Það er sama hlutfall og aðrir hafa fundið. Almenn lág tíðni fylgikvilla og aðeins um 900 deyfingar á ári gerir það að verkum að ársyfirlit gefur í besta falli ábendingar um gæði meðferðar. Þörf er á sískráningu fylgikvilla og reglu- legu uppgjöri þeirra yfir lengra tímabil til að meta árangur og fylgikvilla meðferðar. E 13 Drepmyndandi fellsbólga (Necrotising fasciitis) vegna keðjukokka A hóps. Alvarlegt sjúkratilfelli með giftusamlegri útkomu Björn Geir Leifsson skurðlæknir, Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir bjorngl@landspitali.is Inngangur: Drepmyndandi fellsbólga (DF; e.: Necrotizing fasci- itis) er lúmskt og hættulegt sjúkdómsástand þar sem úteitur- myndandi bakteríuvöxtur veldur staðbundnu vefjadrepi sem breiðist hratt út. Ýmist er um einn bakteríustofn (keðjukokkar, snældugerlar) að ræða eða fleiri samverkandi. Ástandið getur komið upp við sýkingu á sárum eftir skurðaðgerð eða slys en einnig út frá sakleysislegum smásárum eða húðígerðum, svo sem kringum endaþarm og ytri kynfæri. Sjúkrasaga: Tæplega fertug, áður hraust kona vaknaði að morgni með „bólu“ á vinstra þjóhnappi. Um hádegi fann hún fyrir „flensueinkennum“ með köldu og um nóttina elnaði sóttin verulega. Hún fann fyrir vaxandi aumri bólguhellu á þjóhnappi. Næsta morgun var hún fárveik og í losti. Við komu á sjúkra- hús sást stór roðahella kringum litla graftarígerð á miðjum þjóhnappi og aðliggjandi húð var byrjuð að dökkna. Blóðfyllt- ar blöðrur mynduðust og á fáum klukkustundum sást hröð aukning á þessum útlitseinkennum. Á leið á sjúkrahús þurfti blóðþrýstingsstuðning með lyfjum og blóðrýmisaukandi vökva. Nýrnastarfsemi var minnkuð. Öndun og meðvitund voru án athugasemda. Meðferð: Strax eftir komu var gefin fjöllyfja sýklameðferð og lostmeðferð. í svæfingu var fjarlægt handarstórt svæði sýktrar, líflausrar húðar og undirhúðar út í blæðandi vef. Grams litun sýndi mikið af keðjukokkum og ræktun leiddi í ljós mikinn vöxt beta-rauðaleysandi klasakokka af A hóp. Eftir sýklagreiningu var sýklalyfjameðferðinni breytt í penisillín og clindamycín ein- göngu. Næstu daga fór almennt ástand konunnar hægt batnandi. Roði fór fyrst vaxandi en síðan þverrandi í umliggjandi svæðum. Við daglegar skiptingar þurfti ekki að fjarlægja nema lítilsháttar dauðan vef til viðbótar og drepið breiddist ekki til dýpri vefja eða vöðva. Hún gat útskrifast á almenna deild á fimmta degi. Þegar sárið var byrjað að holdfyllast var þunn húð var flutt á það. Ef til vill þarf að lagfæra svæðið síðar með þjóflipaviðgerð. Umræða: Dánartíðni DF er almennt talin um 25%. Ef sýkla- blæðislost og nýrnabilun fylgir er dánartíðni allt að 70%. Helm- ingur DF tilfella sem orsakast af keðjukokkum verða hjá áður frískum einstaklingum. Talið er að sterkt úteitur sumra bakteríu- stofna orsaki æðalokun og vefjadauða sem kemur af stað DF. Sérstaklega munu sumir stofnar keðjukokka vera hættulegir og í fjölmiðlum hafa hugtökin „kjötætubaktería" eða „drápssýkill“ komið upp. Læknabladið 2005/91 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.