Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 91

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 91
MINNISBLAÐIÐ Ráðstefnur og fundir Frágangur fræðilegra greina 4.-5. mars Amelia-eyju, Flórída. Physical Medicine & Rehab- ilitation for Clinicians, nám- skeið á vegum Mayo Clinic, College of Medicine. Nánari upplýsingar: www.mayo.edu 14.-15. mars París, Frakklandi. Ráðstefna á vegum Unesco: Out of hospital emergency medical services, málefnið er: Move towards integr- ation across Europe. Allar frekari upplýsingar á heima- síðunni: www.hesculaep.org 20. mars-2. apríl Flórens, Ítalíu. Alþjóðlegur fundur um öryggi sjúklinga: Healthcare systems ergonomics and patient safety. Human factors, a bridge between care and cure. Nánari upp- lýsingar á slóðinni: www. heps2005. org 6.-9. apríl Aþenu, Grikklandi. Árlegur fundur ESCI, Euro- pean Society for Clinical Investigation, - allar nánari upplýsingar á slóðinni www. esci. eu. com 19.-22. maí Osló. Scandinavian Association for the Study of Pain, SASP 2005, árlegur fundur og námskeið, og fer fram á Radisson SAS Scandinavia Hotel. Nánari upplýsingar á heimasíðunum: www.sasp. org; http://www.teamcon- gress.no/events/SASP2005/ 15.-18. júní Reykjavík. 29. þing norrænna háls-, nef og eyrnalækna. Sjá nánar á slóðinni: www.congress. is/oto-laryngology2005/ 15.-18. júní Stokkhólmi, Svíþjóð. Norrænt þing heimilislækna, hið 14. í röðinni. Nánar á heimasíðunni: www.allman- medicin. nu/congress 29. júní - 3. júlí Reykjavík. Norrænt þing svæfinga- og gjörgæslulækna. Nánari upp- lýsingar: www.meetingice- land. com/ssai2005 10.-13. ágúst Reykjavík. Norrænt þing um sögu læknisfræðinnar, hið 20. í röðinni. Sjá nánar á heimasíðu Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar: www. icemed.is/saga/ Höfundar sendi tvær gerðir liandrita til ritstjórnar Lækna- blaðsins, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvö- földu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Landlæknisembættið rannsakar Vioxx Talsverð umræða hefur orðið hér á landi og raunar um allan heim í kjölfar þess að gigtarlyfið Vioxx var tekið af markaði á síðastliðnu hausti. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu og víðar komu í ljós vísbendingar um að töku lyfsins fylgdi aukin áhætta á blóðsegamyndun, kransæðastíflu og heilablóðföllum. Nú stendur til að gera rannsókn á því hvort slík tengsl eru greinanleg hér á landi. Það er Landlæknisembættið sem á frum- kvæðið að því að þessi könnun verði gerð en þegar blaðið fór í prentun var undirbún- ingur hennar á byrjunarstigi og ekki búið að fá tilskilin leyfi til að gera hana. Auk starfsmanna landlæknis hafa þeir Sigurður B. Þorsteinsson og Guðmundur Þorgeirsson á Landspítala og Magnús Jóhannsson hjá Lyfjastofnun verið fengnir til að vinna að rannsókninni. Guðmundur sagði í spjalli við Lækna- blaðið að ætlunin væri að nota lyfjagagna- grunn Tryggingastofnunar ríkisins sem skráir alla sem Tryggingastofnun hefur greitt fyrir Vioxx og önnur gigtarlyf. Sú skrá verður síðan borin saman við skrá yfir alla þá sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús með hjartaáfall, hvikula hjartaöng eða heilablóðfall á þeim tíma sem lyfið var á markaði. „Það er flókið að sýna fram á hvort þarna séu tengsl á milli og rannsóknin gæti tekið talsverðan tíma. Það komu hins vegar fram sterkar vísbendingar í rannsókn sem gerð var á vegum lyfjafyrirtækisins sem framleiðir Vioxx um að slík tengsl væru til staðar. Þar var gerður samanburður á tveimur hópum þar sem annar fékk Vioxx en hinn ekki en markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif lyfsins á myndun ristilkrabbameins. Fyrir skömmu birtist einnig grein í Lancet um rannsókn sem gerð var á vegum bandarísks sjúkrasamlags en hvorug þessara rannsókna afgreiðir málið endanlega. Það er þvf full þörf á að kanna áhrif lyfsins betur,“ sagði Guðmundur Þorgeirsson. Háar tölur hafa verið nefndar í Bandaríkj- unum um þá sem tóku Vioxx og sem hugsan- lega létust eða urðu fyrir áföllum í framhaldi af töku lyfsins. Aðrar þjóðir hafa síðan reynt að yfirfæra þær tölur yfir á sig en því fylgir mikil óvissa þar sem sjúkdómamynstur, lyfjaneysla og læknismeðferð er talsvert frábrugðin milli landa. Það eru því engar áreiðanlegar tölur til um áhrif Vioxx eða skyldra lyfja hér á landi en rannsókn landlæknis er ætlað að afla slíkra upplýsinga. -ÞH Töflur og myndir skulu vera á ensku eða íslenskum, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: www.laeknahladid.is/bladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2004/90 315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.