Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Er þörf á nýjum tóbaksvarnarlögum? Langvinnir sjúkdómar, einkum hjarta- og æða- sjúkdómar, krabbamein, sykursýki og langvinnir lungnasjúkdómar vega nú þyngst allra sjúkdóma mannkyns, hvort sem litið er til dánarorsaka, fötl- unar eða útgjalda til heilbrigðismála. Er þá ekki gert lítið úr ógnarsýkingum eins og HIV eða mal- aríu. Reykingar, lélegt og óhóflega hitaeiningaríkt fæði og hreyfingarleysi vega þyngst sem orsaka- valdar. Ef hugur fylgir máli í yfirlýsingum um mik- ilvægi forvarnarstarfs og heilsueflingar verður að beina samfélagslegri orku að þessum þáttum. Nú liggur fyrir alþingi frumvarp að nýjum tóbaksvarnarlögum flutt af þingkonunum Siv Friðleifsdóttur, Astu Ragnheiði Jóhannesdóttur, Jónínu Bjartmarz og Þuríði Bachman. Frumvarpið var undirbúið í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu í samstarfi við tóbaksvarnarnefnd og lýðheilsustofnun en heilbrigðisráðherra mun ekki hafa fengið atbeina innan ríkisstjórnar til að flytja frumvarpið sem stjórnarfrumvarp. Aðalframfaraskref frumvarpsins út frá sjónar- hóli tóbaksvarna er að veitingastöðum og börum verður gert að lúta sömu reglum um reykleysi og öðrum vinnustöðum og fyrirtækjum og stofnunum sem veita almenningi þjónustu. Sá rökstuðningur fylgir að óbeinar reykingar, það er að anda að sér tóbaksreyk frá öðrum, séu sannanlega stórhættu- legar og valdi talsverðum hluta þeirra langvinnu sjúkdóma sem nú vaða uppi. Starfsfólk á veit- ingastöðum eigi sama rétt og starfsmenn annarra vinnustaða að starfsumhverfi þess sé gert eins öruggt og hættulítið og kostur er. Andstaða gegn frumvarpinu er einkum studd þeim rökum að hér sé um óeðlilega forsjárhyggju að ræða og skerð- ingu á atvinnufrelsi eigenda vinnustaðanna. Þeir sem ráðist til starfa á slíkum stöðum þar sem reyk- ingar séu leyfðar geri það upplýstir og af fúsum og frjálsum vilja og geti fengið sér vinnu annars staðar vilji þeir ekki taka á sig aukna hættu af hjarta- og æðasjúkdómum, heilablóðföllum, langvinnum lungnasjúkdómum og margs konar krabbameinum í vinnunni. Það er ekki nýtt að sitt sýnist hverjum þegar markaðar eru nýjar víglínur í tóbaksvörnum, hvort sem er í löggjöf eða umgengnisreglum. Ef til vill er það skiljanlegt því á vissan hátt erum við öll samdauna þessum magnaða sjúkdómsvaldi, höfum alist upp við hann frá blautu barnsbeini og tengjum hann einstaklingum sem við virðum og elskum. Það er ef til vill þess vegna sem við gleymum því að þetta er einn helsti skaðvaldur samtímans sem veldur til dæmis mun meiri heilsufarslegum usla en berklar hafa nokkurn tíma gert svo aðeins sé nefnd ein krassandi samlíking. Og þá gleymist líka að sá iðnaður og kaupskapur sem hagnast á því að sem flestir ánetjist tóbaksfíkninni dælir fjármunum í gríðarlega slóttugan og samviskulausan áróður til að ná í nýja neytendur og festa þá í netinu. Margir leggja þessum hagsmunaöflum lið í hugsunarleysi fljótandi sofandi að velþekktum ósi. Þegar Jón Ármann Héðinsson, alþingismaður, flutti frumvarp sitt um bann við tóbaksauglýsing- um á vorþinginu 1971 upphófst mikil umræða um að slíkt bann væri gagnslaust því auglýsingar væru eingöngu liður í innbyrðis samkeppni tóbaksfram- leiðenda. Bannið hefði einnig í för með sér alvar- lega tekjuskerðingu fyrir íslenska fjölmiðla og bæri vitni um óþolandi forsjárhyggju þar sem um væri að ræða löglega söluvöru á íslandi. Slíkum andmælum fylgdu að sjálfsögðu einarðar yfirlýsingar um and- stöðu við reykingar og fullan skilning á skaðsemi þeirra. Það var alþingi Islendinga til mikils sóma að bann við tóbaksauglýsingum var samþykkt vorið 1971 og um nokkurt skeið skipaði Island sér í forystusveit í tóbaksvörnum vegna þessarar lög- gjafar og uppskar aðdáun þeirra sem heyja þessa baráttu vítt um heiminn. Tóbaksiðnaðurinn var hins vegar ekki eins hrifinn né heldur þeir söluað- ilar sem hafa orðið fyrir þeim beisku örlögum að hafa fíkn annarra að sínu lifibrauði. Fyrir 20 árum þótti eðlilegt að sjúklingar væru keyrðir í rúmum sínum fram á stigapall Land- spítalans til að reykja að afstaðinni hjartaþræð- ingu og miklar umræður fóru fram áður en reglur voru settar sem bönnuðu slíkt. Þóttu reglurnar íþyngjandi fyrir sjúklinga. Ekki þarf að fara nema 30-35 ár aftur í tímann til að bregða upp mynd af heilbrigðisstarfsfólki reykjandi á göngum og vakt- herbergjum sjúkrahúsanna. Nú finnst okkur til- hugsunin um þennan raunveruleika svo fjarstæðu- kennd að það gleymist að miklar umræður fóru fram um það hvort það væri óþolandi forsjárhyggja að setja reglur sem skertu einstaklingsfrelsi starfs- fólks og sjúklinga sem ættu um sárt að binda. Eða tilhugsunin um reykingar í lokuðu rými flugvéla. Hver vill hverfa aftur til þess frelsis? Ég hef engan reykingamann hitt sem vill það og hef veitt því athygli að jafnan kemur ekki hörð andstaða gegn takmörkunum reykinga frá reykingafólki. Það vill ekki skapa öðrum óþægindi, hvað þá miska þótt Guðmundur Þorgeirsson Höfundur er hjartalæknir á Landspítala. Læknablaðið 2005/91 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.