Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 45
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA styðja þessar niðurstöður því núverandi flokkunarkerfi nýrna- æxla. Lífshorfur þessara sjúklinga eru þegar til lengri tíma er litið mjög góðar og brottnám alls nýrans því sennilega of mikil meðferð, að minnsta kosti í þeim tilvikum þar sem um lítil æxli er að ræða. Á hinn bóginn er erfitt með nútímaaðferðum að fá fram nákvæma vefjagreiningu á rauðkirningaæxli áður en aðgerð er framkvæmd og greining því oftast gerð eftir að búið er að fjarlægja æxlið. E 27 Áhrif vasopressíns á blóðflæði í lifur og brisi í sýkla- sóttarlosti Gísli H. Sigurðsson1 Vladimir Krejci2 Luzius Hiltebrand3 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala og læknadeild HÍ, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild, Inselspital Háskólasjúkrahús í Bern, Sviss, 3Svæfingadeild, Washington University, St Louis, USA gislihs@landspitali.is Inngangur: Vasopressín er stundum notað hjá sjúklingum í sýklasóttar (septísku) losti sem ekki svara adrenalíni eða nor- adrenalíni. f>að er þekkt að þéttni VI viðtaka er mikil á iðra (splanchnicus) svæðinu enda var lyfið lengi notað til að stöðva blæðingar frá meltingarvegi. Vasopressín tengist VI viðtökun- um mjög sterkum böndum sem eru óháðir súrefnisþurrð í við- komandi vef. Þetta veldur öflugri æðaherpingu sem getur leitt til dreps í vefjum. Áhrif vasopressíns á blóðflæði í lifur og brisi hafa ekki verið könnuð áður, en sá var einmitt tilgangur þessarar rannsóknar. Aðferðir: Sextán svín voru svæfð og lögð í öndunarvél. Sýkla- sóttarlost var framkallað með saur í kviðarholi. Hópur V (n=8) fékk vasopressín og hópur S (n=8) lyfleysu. Eftir fjögurra klukkustunda sýklasótt var báðum hópunum gefinn vökvi í æð til þess að hækka miðbláæðaþrýsting upp í eðlileg gildi á 60 mín- útum. Síðan fékk hópur V vasopressín 0,06 U/kg/mín en S fékk lyfleysu. Blóðþrýstingur, hjartaútfall, blóðflæði í portabláæð og lifrarslagæð voru mæld stöðugt í þrjár klukkustundir á eftir. Jafnframt var smáæðablóðflæði í lifur og brisi mælt með laser Doppler flæðimæli (LDF). Niðurstöður: Blóðþrýstingur hækkaði um 20 mmHg en hjartaút- fall lækkaði um 30% í hópnum sem fékk vasopressín en báðir þættir héldust óbreyttir í ómeðhöndlaða hópnum. Blóðflæði í portabláæð minnkaði um helming hjá þeim sem fengu vasopress- ín miðað við fjórðungs minnkun hjá hinum (p<0,01). í lifrar- slagæð tvöfaldaðist blóðflæðið hjá þeim sem fengu vasopressín meðan það var 20% minnkun í viðmiðunarhópnum (p<0,01). Smáæðablóðflæði í brisi minnkaði mun meira í vasopressín hópnum en í viðmiðunarhópnum (p<0,01). Ályktanir: Vasopressín hækkar blóðþrýsting en dregur úr hjarta- útfalli og blóðflæði í brisi. Minnkun á porta blóðflæði jafnaðist upp að hluta vegna aukningar á blóðflæði í lifrarslagæð þannig að smáæðablóðflæði í lifur minnkaði lítíð meira en í viðmiðun- arhópnum. Tónómetrískar mælingar bentu til súrefnisþurrðar í smáþörmum. Þessar niðurstöður benda til að æðaherping af völdum vasopressíns geti verið varasöm og ætti því að nota lyfið af mikilli varkárni þar til klínískar rannsóknir hafa verið gerðar. E 28 Aðgerðir við sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) á Land- spítala á árunum 1980-2004 Hannes Jón Lárusson', Tryggvi B. Stefánsson', Tómas Jónsson1, Sigurður Björnsson2 ‘Skurðlækningadeild, 2meltingarsjúkdómadeild Landspítala hannesl@landspitaii.is Inngangur: Sáraristilbólga er langvinnur sjúkdómur í ristli. Aðalmeðferð er lyfjameðferð. Eina lækningin er að fjarlægja alla ristilslímhúð með brottnámi á ristli og endaþarmi (BRE). Það er aukin áhætta á ristilkrabbameini hjá sjúklingum sem hafa haft sjúkdóminn í meira en 10 ár. Samkvæmt íslenskum rannsóknum hefur nýgengi sáraristilbólgu aukist úr 2,8/100 þús í 16,9 á árunum 1950 til 1990. Farið var að gera BRE með smágirnisraufun (SR) fyrir meira en 50 árum og hefur skurðlæknismeðferð sjúkdómsins ekkert breyst síðan þá. Allar breytingar á aðgerðum hafa miðað að því að forða sjúklingum frá því að fá SR. Seinni ár hefur sjúklingum staðið til boða að fá innri garnapoka (J-poka) sem eru tengdir í endaþarmsop í stað SR. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga fjölda sjúklinga sem farið hafa í ristilnám vegna sáraristilbólgu frá 1980-2004, tegund aðgerða og árangur þeirra. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám sjúk- linga með greiningarnúmerið K51.x sem leituðu á Landspítala (BSP, LSP og LDK) á tímabilinu 1980-2004 og fóru í aðgerð á ristli. Alls fengu 392 sjúklingar greininguna K51.x á tímabilinu. Af þeim fara 99 sjúklingar í ristilnám, (BRE+SR 17, BRE+J- poki 4, brottnám á ristli (BR)+SR 60, BR+Ileorectal anastomos- is 11), 1980-1984:3,1985-1989:9,1990-1994:21,1995-2000:37 og 2000-2004:27. Ekki fengust upplýsingar um aðgerðir hjá tveimur sjúklingum. 28 garnapokaaðgerðir hafa verið gerðar, einungis tvær fyrir 1995. Ályktanir: Brottnám ristils vegna sáraristilbólgu hefur á rann- sóknartímanum aukist meir en sem nemur aukningu í fólks- fjölda á tímabilinu og er í samræmi við rannsóknir á nýgengi meðal íslendinga á sama tíma. Fyrir árið 1995 voru flestir með- höndlaðir með BRE+SR en eftir þann tíma eru flestir meðhöndl- aðir með BRE+J-poka og tengingu niður í endaþarmsop. E 29 Verkjameðferð eftir gerviliðaaðgerð á hné Girish Hirlekar. Sigurður E. Sigurðsson, Helga Kristín Magnúsdóttir, Jón Steingrímsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri girish@fsa.is Inngangur: Verkir eftir gerviliðaaðgerð eru oft miklir og ýmsar aðferðir eru notaðar til að lina þær. Þar á meðal má nefna mið- taugadeyfingar, svo sem utanbastsdeyfingar, mænuvökvadeyfing- ar með staðdeyfilyfjum og sterkum verkjalyfjum (opiöt), auk hefðbundinnar verkjameðferðar með töflum, stflum og lyfjum í æð. Hægt er að nota sídreypi og jafnvel sjúklingastýrða verkja- meðferð (PCA). Á FSA höfum við notað úttaugadeyfingar í nokkur ár til verkjastillingar. Síðustu tvö ár hafa sjúklingar feng- ið lærtaugadeyfingu (N.Femoralis) með legg auk deyfingar á settaug (N.Ischiaticus) með einum skammti. Læknablaðið 2005/91 269
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.