Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 20

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 20
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRATILFELLI Mynd 2. Lungnavefur með smáum bólguhnúðum (granul- óma) án dreps. neikvæð. Blóðgös sýndu öndunarbæsingu og auk- inn A-a stigul. Blásturspróf gaf til kynna herpu með FVC (forced vital capacity) 74% af áætluðu gildi og FEV, (forced exspiratory volume in one second) 79% af áætluðu gildi. Ómskoðun af hjarta var eðlileg. Bcrkjuspeglun var framkvæmd og sáust eðlilegir loftvegir. Skolsýni frá miðblaði hægra lunga leiddi ekki í ljós bakteríuvöxt en það sáust mikið af T-eitilfrumum og vefjasýni frá hægra lunga sýndi dæmigerða meingerð ofur- næmislungnabólgu með millivefs (interstitial) bólgubreytingum sem einkennast af smáum bólguhnúðum (granúlóma) án dreps (mynd 2). Bólguhnúðarnir voru staðsettir í millivef lungans og gerðir úr margkjarna risafrumum af Langhan’s gerð auk átfrumna, eitilfrumna og plasmafrumna (mynd 3). Aðskotaefni greindist ekki í tengslum við bólguhnúða og sérlitanir fyrir sveppum og sýru- föstum stöfum reyndust neikvæðar. Eftir að niðurstöður lágu fyrir var hafin með- ferð með prednisólón sem haldið var áfram í tvær vikur og varð sjúklingur einkennalaus. Talið var að hér hefði verið um ofurnæmislungnabólgu að ræða. Sjúklingurinn var ineð hesla í húsi og gaf þeim rúlluhey og daglega var skipt um hálm á gólfi. Hann var þurr og þyrlaðist frá honum mikið ryk þegar dreift var úr honum. Umræða Heysótt (farmers lung disease) var áður fyrr al- gengur sjúkdómur á íslandi. Um er að ræða form af ofurnæmislungnabólgu (hypersensitivity pneumo- nitis) sem er orsakað af mótefnavökum í hitakær- um bakteríum sem vaxa í illa þurrkuðu heyi sem hitnar og myglar (1). Hlular bakteríanna þyrlast upp í loftið og berast ofan í lungun. Einkenni koma gjarnan fram fjórum til sex klukkustundum síðar og lýsa sér sem hiti, hrollur, höfuðverkur, mæði og særindi í öndunarfærum (1). Heysótt var fyrst lýst Mynd 3. Bólguhnúðarnir samanstanda afrisafrumum af Langhan’s gerð auk átfrumna, eitilfrumna ogplasma- frumna. í heiminum árið 1790 á íslandi (2, 3). Með nútíma heyverkun með heyrúllum hefur tíðni þessa sjúk- dóms lækkað mjög mikið á íslandi. Er hann nú afar fátíður. Hálmur hefur náð vaxandi útbreiðslu í land- búnaði á íslandi. Ýmist er um innfluttan hálm að ræða eða hálm sem fellur til við vaxandi kornrækt á íslandi. Einkum er hálmurinn nýttur í rotmassa í svepparækt. Hálminn má einnig nýta sem fóður, til iðnaðarframleiðslu eða orkuframleiðslu. Hann þykir henta vel til þess að hafa undir hestum og vaxandi áhugi er fyrir að nota hann undir kindur og kýr (4). Algengast er að hálmurinn sé bundinn í bagga, einkum rúllubagga, og hirtur á svipaðan hátt og hey. Erfitt getur verið að ná hálminum nægi- lega þurrum og fer það einkum eftir kornþroska og veðurfari. í hálmi getur verið mikið lífrænt ryk sem inniheldur dauðar hitakærar bakteríur, sveppi og efni sem vakið geta bólguviðbrögð í lungum. Meingerð ofurnæmislungnabólgu er orðin vel þekkt. Talið er að um sé að ræða frumubundið ofnæmi með eitilfrumum og að Thl svörun með frumukínunum IFN7 og IL-12 sé ráðandi (5, 6, 7). Vel þekkt eru tengsl ofurnæmislungnabólgu við sýkingar í lungum, bæði í tilraunadýrum og við rannsóknir á fólki. Rannsóknir í músalíkani af heysótt hafa leitt í ljós að nýlegar veirusýkingar í öndunarfærum magna bólgusvörun og er það talið vera í gegnum aukið magn Thl frumukína (8). Rannsóknir á bændum í Kanada benda til þess sama (9). Hægt er að greina ofurnæmislungnabólgu með nokkurri vissu við ákveðnar klínískar aðstæður án sýnatöku ef saga, skoðun, lungna- og myndarann- sóknir benda eindregið til þess (1). Sýnataka frá lungum sem leiðir í ljós granúlóma er hins vegar besta aðferðin til greiningar ef einnig eru til staðar réttar klínískar aðstæður. Fellimótefni í blóði gegn hitakærum bakteríum og öðrum mótefnavökum geta verið hjálpleg en þurfa ekki að vera merki um 588 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.