Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 26

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 26
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUN í AUGNBOTNUM Mynd 9. Klassísk nýœðamyndun - fluorsceinœðamynd. Mynd 11. Eðlileg miðgróf sjónhimnu með séð með OCT. graphy) hel'ur valdið byltingu við sjúkdómsgrein- ingu í og undir sjónhimnu, sjá myndir 11 og 12 (11). Aðferðin er nokkurs konar ómun með ljós- geislum þar sem leysigeisli er sendur inn í augað og endurvarpið skráð og úr verður sneiðmynd af augnbotni. Meðferð Við þurri ellihrörnun í augnbotnum er engin með- ferð. Fyrsta meðferðin við votri ellihrörnun sem kom var Argon leysimeðferð. Þrátt fyrir víðtæka notkun í fyrstu kom í ljós að meðferðin gaf einungis árangur gegn klassískri votri hrörnun utan miðgróf- ar. Þar sem flestar himnur í votri ellihrörnun ná inn undir miðgróf hefur verið lagt mikið í rannsóknir á nýjum meðferðarmöguleikum. Undanfarin ár hefur aðferð sem byggir á ljósnæmu lyfi og leysiljósi gefið góða raun. Þessi aðferð sem nefnist Photodynamic Therapy byggir á að Ijósnæmu efni, verteporfin (Visudyne®) er sprautað í æð. Það binst sértækt LDL (low-density lipoprotein) viðtökum í vegg nýmyndaðra æða undir sjónhimnu. Því næst er hrörnunin í auganu meðhöndluð með rauðum leysi (698nm bylgjulengd) og þannig er lyfið virkjað. Það veldur losun frírra radíkala sent eyðileggja æða- veggi og valda þannig sértækri lokun þessara æða án þess að hafa áhrif á nærliggjandi æðar og vefi. Sjúklingar með klassískan sjúkdóm sem fengu þessa meðferð misstu marktækt minni sjón saman- Mynd 10. Occult nýœðamyndun - fluorsceinœðamynd. Mynd 12. Miðgróf sjónhimnu með klassíska nýæða- myndun undir miðgróf séð með OCT. borið við þá sem fengu enga meðferð (12). Síðar hefur einnig tekist að sýna fram á marktækan mun til hins betra í hópi sjúklinga með occult sjúkdóm sem og þeirra sem fá nýæðamyndun undir sjón- himnu af öðrum orsökum, svo sem nærsýni, pre- sumed ocular histoplasmosis (POHS) og Angioid Streaks (13-15). Hjá sjúklingum með langt genginn sjúkdóm hefur skurðaðgerð verið möguleg undanfarin ár. Þetta er töluvert flókin aðgerð þar sem sjónhintn- an er losuð frá undirlaginu og henni snúið þannig að miðgrófin lendi á heilbrigðu undirlagi. Við það snýst myndin og því þarf nokkrunt vikum síðar að losa alla vöðva augans og snúa auganu til baka. Reynsla af þessum aðgerð hefur verið misgóð en eftir því sem náðst hafa belri tök á tækninni og réttir sjúklingar valdir til meðferðar hefur árang- urinn batnað (16). Fleiri aðferðir hafa verið reyndar til að stöðva sjúkdóntinn og jafnvel koma í veg fyrir hann. Ný- leg rannsókn hefur sýnt fram á verndandi áhrif ákveðinna vítamína og antioxidanta gegn votri augn- botnahrörnun (17). Sjúklingar sem hafa fengið vota hrörnun í eitt auga og eru með drusen í hinu, ná að draga úr líkum á votri hrörnun á því auga með því að taka ákveðna skammta af C- og E-vítamínum, zinki, kopara og betakaróteni. í byrjun árs 2005 var nýtt lyf, Macugen®, samþykkt í Bandaríkjunum til nteðhöndlunar votri ellihrörnun. Þetta lyf sem er 594 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.