Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2005, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.07.2005, Qupperneq 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPUSAMSTARF Katrín Fjeldsted varaforseti CPME Katrín Fjeldsted heim- ilislœknir og varaforseti Fastanefndar evrópskra lœkna, CPME. Um næstu áramót verða þau tíðindi í lífi Katrínar Fjeldsted að hún tekur við embætti eins af fjórum varaforsetum Fastanefndar evrópskra lækna (skammstafað CPME). Þetta eru um leið tíðindi fyrir íslensk læknasamtök því þau hafa aldrei átt svo hátt- settan fulltrúa í röðum evrópskra lækna. Þegar Læknablaðið innti Katrínu eftir starfi hennar á vettvangi CPME sagðist hún hafa verið fulltrúi LI á fundum nefndarinnar á sjötta ár. „Sendinefndirnar á þessum fundum eru misstórar, sum lönd senda allt upp í átta manns, en ég hef oftast verið ein,“ segir hún en bætir því við að nú muni það væntanlega breytast. „Eg mun nú sækja fundina sem varaforseti en LI getur þá sent annan fulltrúa með mér. En eftir sem áður höfum við eitt atkvæði eins og aðrar þjóðir.“ Ráðgjöf til ESB Fastanefndin gegnir veigamiklu hlutverki í sam- starfi evrópskra lækna, ekki sísl á vettvangi Evr- ópusambandsins. „Nefndin er ESB til ráðgjafar um öll mál sem lúta að heilbrigðisþjónustu. Hún fær til umsagnar mál sem Evrópuþingið er að fást við og rekur einnig talsverðan lobbíisma í höfuð- stöðvum ESB. Þetta er ekki stór stofnun, starfs- menn eru innan við tíu,“ segir Katrín. Undanfarin ár hefur CPME verið upptekin af stækkun Evrópusambandsins. „Þar hefur verið að ýmsu að hyggja, svo sem frjálsri för sjúklinga til að leita sér lækninga utan heimalandsins, gagnkvæmri viðurkenningu á réttindum lækna og samanburði á menntun þeirra svo fáll eitt sé nefnt. Þessi við- fangsefni snerta alla lækna því þau varða bæði réttindi okkar til að starfa í öðrum Iöndum og þær kröfur sem gerðar eru til framhaldsnáms lækna.“ Nú sér fyrir endann á þeirri vinnu sem hlaust af stækkun ESB svo nú gefst kannski færi á að snúa sér að innri málum. „Það er nauðsynlegt að endur- skipuleggja starfsemi Evrópusamtaka Iækna eins og Sigurbjörn Sveinsson formaður LI fjallaði um hér í blaðinu fyrir nokkru. Fastanefndinni er ætlað Þröstur að Vera eins konar regnhlífasamtök en auk þeirra Haraldsson starl'a önnur samtök, svo sem samtök heimilis- lækna, UEMO, og sérfræðinga, UEMS. Nefndin hefur reynt að stilla saman kraftana og tala einum rómi gagnvart ESB og það hefur gengið ágætlega. En komi upp ágreiningur milli hinna samtakanna gæti reynt á samstöðuna. Það hefur sem betur fer ekki komið upp enn.“ Risaeöla á batavegi Katrín segist hafa verið vöruð við því að starfið á vettvangi CPME væri ákaflega þunglama- legt, nefndin væri hálfgerð risaeðla og það tæki að minnsta kosti þrjú eða fjögur ár að hnika til kommu í samþykktum hennar. „Þetta hefur sem belur fer verið að breytast, ekki síst vegna þess að það hefur komið yngra fólk til starfa," segir hún. Katrín var kjörin til tveggja ára en að því loknu er hægt að endurkjósa hana til tveggja ára í viðbót. Næstu tvö eða fjögur árin þarf hún því að sækja mánaðarlega fundi sem flestir fara fram í höfuð- stöðvum nefndarinnar í Brussel. Aðalfundirnir eru hins vegar oftast haldnir í heimalandi forsetans sem nú er Svíþjóð en verður Lúxemborg frá og með næstu áramótum. „Þarna fer fram umræða sem skiptir alla lækna máli, íslenska jafnt sem aðra. Þarna hefur til dæmis verið rætt um samskipti lækna við lyfjafyrirtæki. Reyndar beitti CPME sér fyrir viðræðum milli lækna og samtaka lyfjafyrirtækja og lyfjaframleið- enda með það fyrir augum að eyða tortryggni og setja samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja ákveð- inn ramma sem hægt væri að hafa að leiðarljósi í aðildarlöndunum. Sá ramrni hefur nú verið sam- þykktur af báðum aðilum, af læknum í apríl og lyfjaiðnaðinum í júní. Um alla Evrópu og víðar eiga sér stað miklar hræringar í starfsumhverfi lækna og uppstokkun í heilbrigðiskerfinu er hvarvetna á dagskrá. Það er mikilvægt að læknar taki þátt í þeirri uppstokkun og að þeir beri saman bækur sínar. Þá geta þeir talað einni röddu og haft áhrif á ákvarðanir stjórn- valda,“ segir Katrín. Nýi varaforsetinn hefur einnig komið málum sem varða ísland á dagskrá hjá CPME. „Ég kom hnefaleikunum á framfæri við nefndina og hún samþykkti að senda Alþjóða ólympíunefndinni þau tilmæli að banna högg fyrir ofan viðbein í ólymp- ískum hnefaleikum. Einnig hef ég lagt áherslu á umhverfismál, að læknar geri sér grein fyrir heilsu- spillandi mengun sem víða dregur úr hollustu vatns, andrúmslofts og annarra lífsgæða,“ segir Katrín Fjeldsted varaforseti CPME að lokum. 608 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.