Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 49

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HUGÐAREFNI Heitar laugar á íslandi til forna Jarðhiti hefur verið notaður á íslandi til þvotta og baða eins lengi og sögur herma. Rómversk baðmenning hefur vafalaust borist til Norðurlanda með víkingum og pílagrímum og íslendingar átt auðvelt með að tileinka sér hana vegna jarðhitans. Fjöldi lauga og tíðar laugaferðir sem getið er um í íslendingasögum, Sturlungu og Biskupasögum benda til að þrifnaður hafi verið í hávegum hafður á söguöld og lengur eða þar til kirkjan náði tökum á lífi og siðum Islendinga. Seinni tíma heimildir lýsa vanræktum böðum og laugum sem spilltust smám saman (1, 2,3). Lághitasvæði eru talin um 250 á íslandi og er rennsli linda og varmaafl langmest í Arnessýslu og Borgarfirði (4). Þórvaldur Thoroddsen telur upp nær 700 hveri og laugar á Islandi og eru flestar í áðurnefndum sýslum, en fæstar á Austurlandi (3). A meðfylgjandi korti sést staðsetning þeirra lauga og baða sem sögur herma að notuð hafa verið til þrifnaðar frá alda öðli. Fyrsta laug sem getið er um á íslandi er í Reykholti. Landnáma getur hennar í tengslum við dramatíska ástarsögu sem hljóðar svo: Hallbjörn, sonur Odds frá Kiðabergi Hallkels- sonar, bróður Ketilbjarnar inns gamla, fékk Hallgerðar dóttur Tungu-Odds. Þau voru með Oddi inn fyrsta vetur. Þar var Snæbjörn galti. Óástúðlegt var með þeim hjónum. Hallbjörn bjó för sína um vorit at fardögum. En er hann var at búnaði fór Oddr frá húsi til laugar í Reykjaholt. Þar váru sauðahús hans. Vildi hann ei vera við, er Hallbjörn færi, því at hann grunaði, hvort Hallgerðr mundi fara vilja með honum. Oddr hafði jafnan bætt um með þeim. Þá er Hallbjörn hafði lagt á hesta þeirra, gekk hann til dyngju, ok sat Hallgerðr á palli ok greiddi sér. Hárit féll unr alla hana ok niðr á gólfit. Hún hefur kvenna best verit hærð á íslandi með Hallgerði snúinbrók. Hallbjörn bað hana upp standa ok fara. Hún sat ok þagði. Þá tók hann til hennar, ok lyftist hún ekki. Þrisvar fór svo. Hallbjörn nam staðar fyrir henni ok kvað vísu.“ Þar lýsir hann ást sinni og harmi. „Eftir þat snaraði hann hárit um hönd sér ok vildi kippa henni af pallinum en hún sat ok veikst ekki. Eftir þat brá hann sverði ok hjó af henni höfuðit. Gekk þá út ok reið í burt ... Snæbjörn var á Kjalvararstöðum, ok sendi Oddr honum mann. Bað hann sjá fyrir reiðinni. Snæbjörn felldi Hallbjörn við Hallbjamarvörður (5). Snorralaug er frægust laug á íslandi vegna ald- urs og gerðar, eignuð Snorra Sturlusyni sem sagnir herma að hafi látið gera laugina í þeirri mynd sem hún er nú. Þótti hún besta laugin í dalnum og voru þó baðlaugar þar næstuin á hverjum bæ (1). Kristleifur á Stóra-Kroppi segir Þorstein föður sinn á Húsafelli hafa hlaðið laugina upp að nýju árið 1858 og lýsir henni rækilega (6). Síðustu orð Egils Skallagrímssonar eru í sögunni „vil ek fara til laugar“. Svo fór hann og fól silfur- kistur Aðalsteins konungs. Bein hans voru grafin upp og flutt í Mosfellskirkjugarð: „þau voru miklu meiri en annarra manna bein. Hausinn var undar- lega mikill og þungur, allur báróttur utan.“ Við axarhögg „hvítnaði hann, en ekki dalaði né sprakk“(7). Vísindamenn telja Egil hafa haft Pagets sjúkdóm (8, 9). Beinþykknun fylgja gigtar- verkir og hefur Agli þótt gott að baka sig í heitri laug og notað laugarferðina sem yfirskyn þegar hann fól silfrið. Ekki er vitað hvar laug Mosfellinga var. Laxdæla segir frá örlagaríkum stefnumótum Kjartans og Guðrúnar í Sælingsdalslaug. Jón Þorsteinsson Höfundur er gigtarlæknir. Snorralaug í Reykholti. Læknablaðið 2005/91 617

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.