Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2005, Side 50

Læknablaðið - 15.07.2005, Side 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HUGÐAREFNI Steinkerið við Marteinslaug í Haukadal. Kjartan fór opt til Sælingsdalslaugar; jafnan bar svo til að Guðrún var að laugu; þótti Kjartani gott að tala við Guðrúnu, því að hún var bæði vitur og málsnjöll (10). Grettissaga lýsir því þegar Grettir kont allkald- ur af Drangeyjarsundi og baðaði sig í Reykjalaug á Reykjaströnd. Síðan gekk hann til bæjar og gamn- aði sér við griðkonu (11). Jón Drangeyjarjarl hefur gert laugina upp. Vallalaugar er getið í Ljósvetningasögu þegar þingmenn áðu þar á leið á Hegranesþing (12). Víga-Glúmssaga getur um mannfagnað við Hrafnagilslaug: Einn dag er menn váru at Hrafnagilslaugu, kom þar Þorvarður. Hann var gleðimaður mikill ok hendi at mörgu gaman (13). Kollafjarðarlaugar er getið í Kjalnesingasögu er Búi hitti Olöfu hina vænu og nam hana á brott. Seinna batt hann þar sár sín eftir að hann vóg Kolfinn (14). Vígðalaug á Laugarvatni og Krosslaug í Lund- arreykjadal eru taldar hafa yfirnáttúrulegan lækn- ingamátt. í Kristnisögu segir frá því að þingmenn vildu ekki láta skíra sig í köldu vatni á Þingvöllum árið 1000 og voru Norðlendingar og Sunnlendingar skírðir í Reykjalaugu í Laugardal (Vígðalaug) og Vestanmenn í Reykjalaugu í syðri Reykjadal sem talin er hafa vera Krosslaug í Lundarreykjadal. En nú hefur Freysteinn Sigurðsson frá Reykjum fært rök að því að sú laug hafi verið heima undir bæ á Reykjum og Krosslaug haldið við vegna þessa misskilnings (15). Báðar þessar laugar eru vel varðveittar. í Biskupasögum er sagt frá því árið 1145 að Magnús biskup Einarsson bauð Katli Þorsteinssyni Hólabiskupi til veislu í Skálholti. Sú veisla var svo mjög vönduð... og mjög mikill mjöður blandinn .... En föstudag- saftan fóru biskupar báðir til laugar í Laugarási eftir náttverð. En þar urðu þá mikil tíðindi. Þar andaðist Ketill biskup. - Mikill hryggleiki var þar á mörgum í því heimboði. - En með fortölum Magnúss biskups og drykk þeim inum ágæta, er menn áttu þar að drekka, þá urðu menn nokkuð afhuga skjótar en ellega mundu (16). Laug þessi er nú týnd og tröllum gefin en laug Hólabiskupa er nýuppgerð norður á Reykjum í Hjaltadal, steinlögð og með steinsetum og ber þess merki að hún hafi fyrrum verið stærri (17). Gott er að baða sig í þessari gömlu biskupalaug. Jarteikn úr Jónssögu helga er um konur sem fóru frá Víðimýri „með klæði mörg til þvotta“. Að þvotti loknum - „fóru þær í laug“ (18). Þetta er þvottalaugin við Reykjahól sem var notuð fram á síðustu öld. Nú rennur heita vatnið í sundlaugina í Varmahlíð. Sturlunga nefnir fjölda lauga í tengslum við aðra atburði sem þar gerðust (19). Ástamál áttu aftur eftir að koma við sögu í Sælingsdalslaug og valda deilum. Sturlusaga greinir frá því að Hvamms-Sturla og hans sifjalið hafi oft farið til Sælingsdalslaugar ýmissa erinda. Þorvarður Þorgeirsson, mágur Hvamms-Sturlu, „gerði sér títt við Tungumenn og hittust oftast við laugu“. Það kunni ekki góðri lukku að stýra því að Þorvarður gerði Yngvildi húsfreyju barn. Fleiri urðu laugarferðirnar sögu- legar. Ok eftir dagverð dróttinsdag fór Sturla heiman ok Sveinn sonur hans til laugar. Ok er þeir komu þar, þá var prestur í laugu, en Snorri gekk úr lauginni, en Þorleifur sat ok fór úr klæðum ok ætlaði í laug. Þeir unnu þegar á Snorra ok vágu Þorleif. Laugarinnar er getið á átjándu öld „þótti heil- næm baðlaug". Var hún mikið notuð til forna og einnig nú á tímum (1). Hún spilltist við skriðufall á 19. öld. Kristian Kaalund sá restar af steinsetum þegar hann skoðaði laugina 1872 (20). Sú sögufræga Sælingsdalslaug er alveg horfin. 618 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.