Fréttatíminn - 12.09.2014, Side 9
3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu
Takk fyrir komuna!
Það blés hressilega á gesti Landsvirkjunar við vindmyllurnar á Hafinu í sumar
þegar þúsundir kynntu sér orkuvinnslu úr nýjum orkugjafa.
Í sumar, líkt og fyrri ár, opnaði Landsvirkjun aflstöðvar sínar fyrir gestum sem
vildu kynna sér starfsemi fyrirtækisins og raforkuvinnslu úr endurnýjanlegum
orkugjöfum. Yfir 15 þúsund manns sóttu fyrirtækið heim, í Kröflu, Búrfellsstöð,
að vindmyllunum á Hafinu og Kárahnjúkastíflu.
Yfir helmingur gestanna voru erlendir ferðamenn sem sýndu orkuvinnslu úr
vatni, jarðvarma og vindi mikinn áhuga, enda Ísland eitt af fáum löndum í
heiminum sem vinna nánast allt sitt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum.
Við þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar kærlega fyrir komuna.
Systir Brynhildar og nágrannar komu henni til aðstoðar við að byggja bókasafnið
sem að mestu er úr endurunnum efnivið. Alls þurfti hún aðeins að leggja út um 15
þúsund krónur vegna byggingar hússins. Ljósmyndir/Facebook/Skakkasafn
Margir sterkustu skákmenn Ís-
lands eru skráðir til leiks í Flug-
félagssyrpu Hróksins 2014 sem
hefst í dag, föstudaginn 12. sept-
ember, klukkan 12 í Pakkhúsi
Hróksins við Reykjavíkurhöfn.
Skákáhugamenn á öllum aldri eru
boðnir velkomnir til leiks á fyrsta
hádegismótið af fimm. Sigurvegari
syrpunnar fær Grænlandsferð fyrir
2 frá Flugfélagi Íslands. Sömu verð-
laun fær heppinn keppandi sem
dreginn verður út.
Þarna gefst kostur á að glíma við
sterka skákmenn, því meðal þeirra
sem eru skráðir til leiks eru Jóhann
Hjartarson, Helgi Ólafsson, Hann-
es H. Stefánsson, Hjörvar Steinn
Grétarsson, Guðmundur Kjartans-
son, Róbert Lagerman og Ingvar
Þór Jóhannesson.
Á laugardag klukkan 14 heldur
skákveislan áfram í Pakkhúsinu.
Þá teflir Jóhann Hjartarson, stiga-
hæsti skákmaður Íslands, fjöltefli
við nokkrar kempur úr skákfélagi
eldri borgara og 12 ungmenna úr-
valslið Björns Ívars Karlssonar
skákkennara. Áhorfendur eru vel-
komnir.
Klukkan 15 á laugardag mun
hinn eini sanni KK taka lagið fyrir
gesti Pakkhússins.
Samhliða skák og tónlist verð-
ur tekið við framlögum í söfnun
Hróksins fyrir börn á Austur-
Grænlandi. Pakkahús Hróksins er
í vöruskemmu Brims hf. við Geirs-
götu. Á laugardag og sunnudag er
tekið við fötum milli 13 og 16. Ósk-
að er eftir nýjum eða óslitnum og
hreinum fatnaði og skóm á 0 til 15
ára börn. -jh
FjölteFli tækiFæri til að teFla við sterkustu skákmenn landsins
Skákveisla í Pakkhúsinu
KK treður upp í Pakkhúsi Hróksins klukkan 15 á laugardag.
fréttir 9 Helgin 12.-14. september 2014