Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Page 82

Fréttatíminn - 12.09.2014, Page 82
Þetta er ný tilfinning og mjög góð.  TónlisT ÁTTa Ára bið efTir plöTu Damiens rice Á enDa Fjöldi Íslendinga spilar á plötu Damiens Rice Ný plata með írska tónlistarmann- inum og Íslandsvininum Damien Rice, sem ber nafnið My Favorite Faded Fantasy, kemur úr í byrjun nóvember. Nýs efnis hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en 8 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar „9“ sem naut gríðarlega vinsælda. Síðan hefur lítið spurst til Damien Rice. Á þessarri nýju plötu hans vinn- ur hann með Rick Rubin sem unn- ið hefur að mörgum bestu plötum sem út hafa komið, að mati gagn- rýnenda. Það sem vekur áhuga okkar Íslendinga er þó það, að upptökur fóru m.a fram á Íslandi og nokkrir íslenskir hljóðfæraleik- arar koma við sögu á plötunni. Þar má helst nefna Magnús Trygvason Eliassen trommuleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og básúnuleikarann Helga Hrafn Jóns- son, en hljóðver hans á Seltjarnar- nesi, Big Spring Studio, var eitt af þeim sem notað var til upptöku á plötunni. Einnig notaði Rice sund- laug Sigur Rósar í Mosfellsbæ og Gróðurhús Valgeirs Sigurðssonar í Breiðholti til þess að vinna. Fjöl- miðlafólk og gagnrýnendur hlust- uðu á plötuna fyrr í þessari viku og verður fróðlegt að fylgjast með dómum um þessa plötu, sem beðið hefur verið af mikilli eftirvænt- ingu. -hf Damien Rice er Íslandsvinur af bestu gerð. Ný plata hans var að stórum hluta tekin upp hér á landi og fjöldi íslenskra listamanna lagði honum lið. Ingó segist mjög spenntur fyrir viðbrögðum áhorfenda í sjón- varpsþættinum Minute to win it. Ljósmynd/Hari  sjónvarp ingó sTýrir minuTe To win iT Á skjÁeinum Ástfanginn í fyrsta sinn Í næstu viku hefur göngu sína á Skjá 1 nýr þáttur sem nefnist Minute to win it Ísland. Þætt- irnir, sem hafa verið framleiddir í mörgum löndum, ganga út á það að keppendur hafa eina mínútu til þess að framkvæma erfiða þraut sem lögð er fyrir þá í hverjum þætti. Umsjónar- maðurinn verður söngvarinn og tónlistarmaðurinn knái Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó eins og allir þekkja hann, en hann mætir til leiks með nýjar tilfinningar sem bærast í brjóstinu. Þ etta er búið að vera mjög skemmtilegt, og ég upplifi þetta ekki mikið öðruvísi en að mæta bara með gítarinn,“ segir Ingó sem reynir fyrir sér í fyrsta sinn sem þáttastjórnandi í sjónvarpi. „Maður er búinn að vera að koma fram í tíu ár með kassagít- arinn og núna undanfarið er ég búinn að vera að koma fram með allskonar þrautir og það er ótrú- lega skemmtilegt og fjölbreyttara oftar en hitt.“ Búið er að taka upp nokkra þætti og segir Ingó það vera erf- itt ferli. „Það getur verið mjög strembið og mikil orka sem fer í það, ekkert ósvipað og að spila á fjögurra tíma balli. En einnig er mikil orka í keppendum og mér finnst þeir smita mjög út frá sér og hrífa mann með. Það verður auð- velt fyrir áhorfendur að halda með mörgum sem taka þátt í þessu því áhuginn og metnaðurinn er svo mikill. Ég hef mikla trú á því að þegar fólki sér einn þátt, þá vilji það pottþétt horfa á annan. Þetta er ávanabindandi.“ Þættirnir hafa verið sýndir um allan heim og margir skraut- legir karakterar sem hafa verið stjórnendur. Einn allra frægasti er sjónvarpskokkurinn Guy Fieri sem stýrir þáttunum í Bandaríkj- unum. Er Ingó búinn að læra alla taktana? „Ég geri þetta svolítið á minn hátt, mér finnst kjánalegt að herma. Stundum er ég spenntur og stundum er maður bara ekk- ert spenntur,“ segir Ingó sem fer sínar eigin leiðir í sinni nálgun. Sumarið vonbrigði Ingó gerðist þjálfari Hamars frá Hveragerði í 3. deild karla í knatt- spyrnu í sumar en árangurinn var alls ekki sá sem Ingó ætlaði sér. „Það gekk ömurlega, ekkert flókn- ara en það. Þetta var aðeins öðru- vísi en ég hélt þetta mundi verða, og þessi deild er öðruvísi en það sem ég þekkti áður. Ég veit ekki hvað tekur við, en ég mun pottþétt sprikla eitthvað í fótbolta áfram. Það verður bara að koma í ljós hvar og með hverjum.“ Veðurguðinn hefur verið að spila hverja einustu helgi og oft í viku undanfarinn áratug og hann segir ennþá vera mjög mikið að gera í því. „Já, það er allt vitlaust að gera í því. Ég er oftar einn eða með píanóleikara heldur en með Veðurguðunum. Það hefur bara þróast út í það, en auðvitað koma böll inn á milli. Stemningin er samt alveg jafn góð. Ég ætla að senda frá mér ný lög í vetur, og nokkur eru nú þegar tilbúin. Ég er samt ekki svo spenntur fyrir því að gera plötu, en það er gaman að senda frá sér lög.“ Fann ástina Ingó stendur á ákveðnum tíma- mótum um þessar mundir þar sem hann er búinn að finna ástina og er kominn í samband, eitthvað sem hann hefur aldrei verið mikið fyrir. „Ég er ástfanginn í fyrsta sinn og það er bara frábær tilfinn- ing. Hún heitir Rakel og er hár- greiðslukona og vinnur í Borgar- leikhúsinu. Við kynntumst fyrir nokkrum mánuðum og hún er bara frábær manneskja. Þetta er ný tilfinning og mjög góð,“ segir Ingó léttur. Fyrsti þátturinn af Minute to win it Ísland verður frumsýndur á Skjá 1 fimmtudaginn 18. sept- ember. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Hjaltalín í Hrauninu Spennuþáttaröðin Hraunið verður frumsýnd á RÚV í lok þessa mánaðar. Þætt- irnir eru sjálfstætt fram- hald Hamarsins sem sýndir voru fyrir fimm árum síðan. Sem fyrr er valinn maður í hverju rúmi við gerð þáttanna; leikstjóri er Reynir Lyngdal og þau Björn Hlynur Haraldsson og María Ellingsen eru í stórum hlutverkum eins og í fyrri þáttaröðinni. Hljómsveitin Hjaltalín á titillagið í þáttunum og ættu aðdáendur sveitarinnar að fylgjast vel með því lagið er sagt gefa forsmekkinn af væntanlegri plötu... Met í Borgar- leikhúsinu Met var slegið í Borgar- leikhúsinu síðastliðinn þriðjudag í sölu áskriftar- korta. Aldrei áður í sögu Leikfélags Reykjavíkur hafa fleiri áskriftarkort selst á einum degi. Mikil gleði og eftirvænting ríkti í húsinu en strax daginn eftir fór metið enn hærra. Því er óhætt að segja að nýtt leikár Kristínar Eysteinsdóttur leikhússtjóra fari afar vel í leikhúsgesti. Flóamarkaður Sagafilm Framleiðslufyrirtækið Sagafilm heldur flóa- markað í húsakynnum sínum við Laugaveg 176 á laugardaginn. Saga- film auglýsir eftir nýjum eigendum að leikmunum, fatnaði, tækjabúnaði og fleiru sem safnast hefur upp í farsælli og fjöl- breyttri 36 ára sögu fyrir- tækisins. Þar er fatnaður ýmiskonar, eldhúsáhöld, leikföng, húsgögn, raftæki og allt milli himins og jarðar. Þá eru þar einstak- ir leikmunir úr framleiðslu fyrirtækisins, bæði kvik- myndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Einnig mun starfsfólk Sagafilm leggja í púkkið úr eigin geymslum. Að minnsta kosti einn eldhúsvaskur verður á boðstólum. Markaðurinn verður opnaður klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Gísli og Nína flytja út á Nes Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir flytja á næst- unni úr miðbæ Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. Þau hafa undanfarin ár verið búsett við Bergstaðastræti en hafa nú fest kaup á húsi við bæjarmörk Reykjavíkur og Seltjarnarness. Húsið nefnist Sækambur. Gísli Örn er þegar farinn að máta sig við bæinn því hann hefur sést reglulega í Sundlaug Seltjarn- arness síðustu morgna. 82 dægurmál Helgin 12.-14. september 2014 Bókaðu ferðina á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Viðbótarsæti í næstu viku 17.–24. september 2014 HHHH ZENTRAL CENTER 69.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með morgunverði. 7 nætur á Tenerife

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.