Læknablaðið - 15.03.2006, Side 7
RITSTJÓRNARGREINAR
Þagnarskylda lækna
Þagnarskylda lækna gagnvart sjúklingum sínum
er grundvöllur að trúnaði milli þeirra. Trúnaður
er grundvöllur lækninga. Ef sjúklingur getur ekki
treyst því að læknir hans haldi upplýsingum frá
öðrum er trúnaður brostinn og forsendur lækninga
þar með. Mikilvægi þagnarskyldunnar hefur mönn-
um verið ljós frá örófi alda og kemur það meðal ann-
ars fram hjá Hippókratesi: „Allt það sem ég kann
að verða áskynja í starfi mínu eða daglegum sam-
skiptum við sjúklinga mína og sem ekki á erindi við
aðra mun ég þegja um og aldrei segja frá. “
í alþjóðasiðareglum lækna (International Code
of Medical Elhics) stendur mjög skýrt: „A physi-
cian shall preserve absolute confidentiality on all he
knows about his patient, even after the patient has
died.“ I þeirri endurskoðun sem nú fer fram eru
settar fram mjög afmarkaðar undantekningar frá
þessu en þær hafa ekki hlotið samþykki.
Frá þessari einföldu og skýru lífsreglu lækna
eru í lögum ákveðnar, afmarkaðar undantekn-
ingar, sem byggja á þeirri meginreglu að sé þriðja
aðila hætta búin beri að rjúfa þagnarskylduna. Um
þetta er fjallað í barnaverndarlögum nr. 80/2002
en þar segir í 17. grein: „Hverjum þeim sem stöðu
sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum
barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við
óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða
ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í
alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd
viðvart. “ í annarri málsgrein söntu greinar er þessu
beint sérstaklega til þeirra stétta sem helst um
ræðir, meðal annars lækna, og svo segir í þriðju
málsgrein: „ Tilkynningarskylda samkvœmt þessari
grein gengur framar ákvœðum laga eða siðareglna
um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. “ Einnig
kemur fram í sóttvarnarlögum nr. 19/1997 að
læknum er skylt að tilkynna um einstaklinga til
sóttvarnarlæknis sem taldir eru hafa tiltekna
smitsjúkdóma og eins ef sjúklingur fylgir ekki fyr-
irmælum. í læknalögum nr. 53/1988 fjallar 18. grein
um þagnarskylduna og segir þar meðal annars unt
undantekningar frá henni: „Petta gildir ekki bjóði
lög annað eða sé rökstudd ástœða til þess að rjúfa
þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar.“
Að undanförnu hefur einmitt verið fjallað um
tilfelli þar sem skiptar skoðanir eru á því hvenær
brýna nauðsyn beri til að brjóta þagnarskylduna.
I kjölfar málþings um þessi mál í desember síðast-
liðinn hefur lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli
vakið máls á tilvikum þar sem hann fyrir hönd lög-
reglunnar telur að víkja beri frá þagnarskyldunni
til dæmis þegar einstaklingar með eiturlyf í iðrum
sér leita þjónustu. Formaður Læknafélags íslands
hefur sagt að læknar séu tilbúnir að ræða þagn-
arskylduna nánar en varar við breytingum nema
að vel ígrunduðu máli. Taka skal undir það. Við
búum við okkar siðareglur en verðum jafnframt
að búa við það að landslög eru siðareglum æðri
ef ákvæði stangast á. Þetta kemur fram í Codex
Ethicus sem endurskoðaður var á síðasta aðal-
fundi en þar segir í 13. grein: „Lœkni er óheimilt
að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horf-
utn, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga eða
afhenda gögn með upplýsingum, sem sjúklingar
hafa skýrt honum frá eða hann hefur með öðrum
hœtti fengið vitneskju um í starfi sínu, nema með
samþykki sjúklings, eftir úrskurð dómara eða sam-
kvœmt lagaboði. “
Það verður einnig að hafa í huga að læknar
eru ekki eina stéttin sem stendur frammi fyrir
vandamálum af þessu tagi. Það á auðvitað við um
aðrar heilbrigðisstéttir en einnig unt presta og lög-
fræðinga sem oft verða áskynja um mál sem gætu
varðað þriðja aðila. Fróðlegt væri að fá umræðuna
einnig inn í raðir þeirra.
f þessu tölublaði Læknablaðsins hefst umfjöllun
um þagnarskyldu lækna og verður hún til umræðu
næstu mánuði. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur
á slysadeild Landspítala og sem situr í Siðfræðiráði
LI, ríður á vaðið en hún skipulagði ásamt öðrum
umrætt málþing. Þagnarskyldan hefur þó miklu
víðari skírskotun en í þeim tilvikum sem mest hafa
verið til umfjöllunar og verður vikið að ýmsum
öðrum aðstæðum sem læknar, hvar sem þeir vinna,
geta staðið frammi fyrir. Það verða Iiðsmenn
Siðfræðiráðs LÍ sem semja þessa pistla og er það
von okkar að þeir verði til gagns í umræðunni urn
þagnarskylduna. Við væntum þess að umræðan
haldi svo áfram á öðrum vettvangi, svo sem á
spjallsíðum lækna á www.lis.is
Jón Snædal
jsnaedal@landspitali. is
Confidentiulity
Jón Snædal, Chairman of
The Ethics Council of The
Icelandic Medical Association
and Chief Physician in the
Geriatric Department,
Landspítali University
Hospital, Landakoti, Iceland.
Höfundur er formaður
Siðfræðiráðs LÍ, yfiræknir
á öldrunarlækningadeild
Landspítala Landakoti og
klínískur dósent.
Læknablaðið 2006/92 183