Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREINAR Er ávinningur af fleiri keisaraskurðum? Á síðustu 25 árum hefur hlutfall fæðinga með keisaraskurði meira en tvöfaldast á landsvísu. Allt fram undir síðasta þriðjung 20. aldar var hlutfallið lágt, um 1,5-3% fæðinga. Þá fóru keisarafæðingar að verða öruggari og um leið tíðari. Hlutfallið var komið í 8% um 1980 (1), fór í 13-14% um 1990, en hækkaði síðan eins og á Norðurlöndum og víða í Evrópu enn meira á síðasta áratug upp í 18-19% sem er meðaltíðni undanfarinna ára (2, 3). Fjölgun aðgerða hefur tekið til bæði valkeis- araskurða (fyrirfram ákveðnir: um 40%) og bráða- eða neyðarkeisaraskurða (gerðir eftir að fæðing hefst: um 60%). í sumum nágrannaríkjum okkar austan- og vestanhafs (Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi) fæðir nú fjórða hver kona um kviðristu (sectio caesarea, dregið af gullaldarlatínu: a caeso matris uteri, frá ristu á leg móður) og svipaðar tölur hafa sést hér á landi (2, 3). Alls fæða milli 680-750 konur árlega með þessu móti og þetta er því ein algengasta skurðaðgerð á Islandi. Aðgerðir eru gerðar á fjölbreyttum ábendingum sem snerta bæði móður og barn eða bæði. Tilgangurinn er að tryggja betri fæðingarleið með heilbrigði móður og barns í huga, þar sem ætlað er að það eigi við. Á sama tíma og hlutfall fæðinga með keisaraskurði hefur hækkað hefur burðarmálsdauði á íslandi lækkað að minnsta kosti fimmfalt (3). Þar á milli er þó ekki einfalt samband vegna þess að keisara- skurðir eru einungis einn margra þátta sem hafa áhrif á lifun ófæddra og nýfæddra barna. Konur sem gangast undir keisaraskurð eiga á hættu að verða fyrir fylgikvillum sem geta fylgt stórum holskurði (4). Fram hjá því verður ekki litið. Þær eru að vísu á besta æviskeiði og flestar hraustar, þola aðgerðina yfirleitt vel og jafna sig fljótt. Þess vegna eru alvarlegir fylgikvillar ekki algengir, einkum ef beitt er nauðsynlegum forvörnum gegn sýkingum og blóðsegamyndun. Samt er þetta inngrip í náttúrulegt ferli þung- unar og barneigna og það er stutt frá heilbrigði í verulegan vanda ef alvarlegir fylgikvillar verða. Keisarafæðing er líka dýr. Hver aðgerð kostar samkvæmt DRG-útreikningum að meðaltali um 495.000 krónur, enda meðallegutími talsvert lengri en eftir eðlilega fæðingu sem kostar aðeins um 153.000 krónur. Samkvæmt þessu kostuðu keis- araaðgerðir á Islandi um 350 milljónir króna á síðasta ári. Komi til alvarlegra fylgikvilla verður raunkostnaður mun hærri. Valaðgerðum fylgja tiltölulega fá vandkvæði og þau eru oft minnihátt- ar, en bráðum aðgerðum fylgir mun meiri áhætta, einkum ef konan er komin langt í fæðingu eða ef neyðaraðgerð þarf. Þá getur heildartíðni fylgi- kvilla orðið um 40% ef allt er talið (4). Fæðing hefur fram að bráðaaðgerð oft verið langdregin, skoðanir um leggöng endurteknar og sýkingahætta því aukin. Skorið er gegnum bjúgkenndan og mjúk- an vef sem rifnar auðveldlega í átt að legæðunum þegar verið er að ná fram barnshöfði sem er kýlt niður í grindarinngang. Blóðtap getur orðið mikið og aðgerðin erfið með augljósum áhættum fyrir móðurina. Hærri meðalaldur mæðra og meiri til- hneiging til offitu hafa enn aukið hættu á fylgikvill- um á síðari árum (5,6). Miðað við eðlilega fæðingu fá konur að minnsta kosti fjórum sinnum oftar blóðsega. Sýkingar í legi og skurðsári eru töluvert algengari, jafnvel með sýklalyfjaforvörn. Nálæg líffæri geta orðið fyrir áverka. Sjúkrahúsvist er mun lengri en eftir fæðingu um leggöng. Það þarf meiri verkjalyf og mörgum konum finnst reynsla af keisarafæðingu síðri en að geta fætt um fæðing- arveg. Öndunarvandkvæði nýbura eru algengari þegar barnið er hrifið án fyrirvara úr móðurkviði (7, 8). Ör í legi eykur hættu á legvöðvagliðnun og jafnvel legbresti í næstu meðgöngu og fylgjufesta verður oftar afbrigðileg (4, 7). Nýleg rannsókn bendir til að óskýrðar andvana fæðingar aukist í síðari meðgöngum (9). Aðgerðin er því bæði miklu dýrari fæðingarleið fyrir samfélagið og langt í frá hættulaus. Eðlilegt er því að skoða hvað hefur unnist við þessa hægfara og sumpart óhjákvæmilegu aukn- ingu og þá einkum hvort keisarafæðing við fulla meðgöngu skili þeim ávinningi í heilbrigði mæðra og barna sem að er stefnt. Hversu langt má ganga í fjölgun á keisaraskurðum til þess að ávinningur fari að verða óviss og jafnvel leiða til ófyrirséðra vandkvæða? Fyrir tveim áratugum voru rök færð fyrir því að tíðni nálægt 18% tengdist batnandi lifun og heilbrigði barnanna (10). Ef svo væri er hlutfall keisaraskurða á íslandi nú um það bil rétt. Umræðan síðustu 20-30 ár sýnir þó að erfitt er að finna ákveðna viðmiðun. Jafnvel 12-15% viðmið- un Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (11) er háð aðstæðum í mismunandi menningarsamfélögum og dómur um hvað telst „rétt“ hlutfall keisarafæð- inga þarf að byggjast á kerfisbundnu og nákvæmu mati á ástæðum og aðstæðum sem leiddu til aðgerðarinnar (12). í huga margra úti í samfélag- inu sýnist keisaraskurður auðfengin lausn á marg- víslegasta vanda sem upp getur komið í meðgöngu eða fæðingu, ekki síst eftir á að hyggja ef fæðing Reynir Tómas Geirsson reynirg@landspitali. is Are more cacsarcan sections of any advantagc? Reynir Tómas Geirsson, MD, PhD, FRCOG, Professor/ Chairman, Department of Obstetrics and Gynecology, Womens‘ Clinic, Landspítali University Hospital, Hringbraut, Iceland. Höfundur er sviðstjóri Kvennasviðs Landspítala. Læknablaðið 2006/92 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.