Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2006, Page 10

Læknablaðið - 15.03.2006, Page 10
RITSTJÓRNARGREINAR hefur ekki gengið sem skyldi. Margir telja sjálfgef- ið að keisaraskurður þýði að móður og barni eigi að vegna vel og að fylgikvilla megi rekja til mistaka fæðingarlækna. Þá er að verða algengara að konur óski eftir fæðingu með valkeisaraskurði vegna ótta við að fæðing geti skaðað barnið eða þær sjálfar, til dæmis með því geta leitt til þvag- eða hægðaleka eða breytt kynlífi. Þriðjungur breskra kvenna f hópi fæðingarlækna mundu óska eftir valkeisara- skurði með svona atriði í huga (13), þó svo sé ekki í Danmörku (14). Til er fólk erlendis sem kýs val- keisaraskurð fyrir tímann til að reyna að forðast þan og möguleg útlitslýti á kviðvegg. íslenskum fæðingarlæknum til hróss má upplýsa að meðal félagsmanna fagfélagsins er keisaraskurðatíðni aðeins 2% hjá konum og 10,6% hjá eiginkonum karlanna (Reynir T. Geirsson, upplýsingar frá félagsmönnum Félags íslenskra fæðingar- og kven- sjúkdómalækna 2004). Ýmislegt fleira hefur orðið til að auka tíðnina á síðari árum. Miklu kann að skipta að lækn- isfræðilegar ákvarðanir geta markast af ótta við málssóknir ef illa fer, ekki síst í fæðingarfræði. Ein slembivalsrannsókn fyrir fimm árum (15) hefur leitt til þess að nú er oftast beitt keisaraskurði við sitjandi aðkomu barns þó sú rannsókn hafi sætt gagnrýni. Svipuð rök eru svo heimfærð á fyrirbura- fæðingar og fleirbura þó gagnreynda þekkingu skorti. Erfitt er að draga í land með sumt af þess- ari þróun, en í öðru mætti vel endurmeta stöðuna. Dæmi um slíkt eru keisaraskurðir við fæðingar fyrir tímann og hin vaxandi tilhneiging til að skera konuna á ný eftir einn keisaraskurð (12). Langflestir keisaraskurðir fara fram þegar kon- an er fullmeðgengin (>37 vikna meðgöngulengd) og hjá börnum með fæðingarþyngd >2500g. Að- gerðin er þá oftast gerð vegna ætlaðs misræmis í stærð fósturs og fæðingarvegs, til að ljúka langdreg- inni fæðingu sem hefur stöðvast, við afbrigðilega aðkomu barns, vegna fyrri keisaraskurðar og ekki síst til að forða barninu frá meintri hættu á súrefn- isskorti og fósturköfnun í fæðingu. Um síðasttöldu ástæðuna gildir að ef svo væri ætti burðarmáls- dauði að hafa lækkað um leið og keisarafæðingum fjölgaði, enda er grunur um fósturköfnunarástand algengur og blandinn ógn í huga verðandi foreldra og jafnvel fagfólks. í þessu tölublaði Lœknablaðsins birtist grein sem sýnir að ávinningur í lækkun burðarmáls- dauða er ekki fyrir hendi við fulla meðgöngulengd (3). Fleiri keisaraskurðir hafa ekki leitt til meiri lifunar barnanna þegar á heildina er litið, en marg- faldað líkurnar á að næsta fæðing konunnar verði líka með keisaraskurði. Því skiptir máli að keisara- skurðir séu gerðir vegna góðra læknisfræðilegra og fæðingarfræðilegra ábendinga, ekki síst í fyrstu meðgöngu. Þó burðarmálsdauði á íslandi sé nú með því lægsta sem nokkurs staðar sést (2, 3), virðist sem þá breytingu megi ekki nema að litlu leyti rekja til þess að fleiri keisaraskurðir hafi verið gerðir á síðustu 15 árum. Þar skipta meira máli mun betri fósturgreining, bætt meðhöndlun yfirvofandi fyrirburafæðinga og ekki síst sífellt fullkomnari meðferð nýbura sem fæðast fyrir tímann eða sem léttburar (<2500g). Hugsanlegt er að tíðari keisaraskurðir við fyrirbura- og fleir- burafæðingar geti hafa haft einhver áhrif til bóta. Það er þó hvergi nærri sannað og vegur ekki þungt í heildartölum, þar sem einungis 6% fæðinga eru fyrir tímann og keisarafæðingar ættu fyrst og fremst að skipta máli meðal minnstu fyrirburanna sem koma úr 2-3% fæðinga. Þessi nýja íslenska rannsókn tók til nær 65.000 fæðinga og þar af yfir 8300 keisaraskurða. Heild- artíðni keisaraskurðanna hækkaði marktækt úr 11,6% í 18,2% á rannsóknartímabilinu og meðal fullgenginna mæðra með einbura úr 10,4% í 16,7%. Meðal frumbyrjanna jókst keisaratíðni úr 11,5% í 17,6%. Sú staðreynd að ekki sást merkjanleg fylgni við lækkandi burðarmálsdauða þegar meðganga var fullgengin er í samræmi við niðurstöður flestra erlendra rannsókna á síðustu árum. Þar hefur ekki verið hægt að sýna að fleiri keisarafæðingar lækki tíðni heilalömunar nýbura (cerebral palsy) eða alvarlegs sjúkleika og dauða vegna fósturköfnunar (17, 18) sem mest er um vert að færa til betra horfs. Hin fáu dauðsföll sem verða á hverju ári meðal fullburða barna er ekki unnt að sjá fyrir nema í tiltölulega fáum tilvikum og ekki er líklegt að þeim megi afstýra með keisaraskurði (3, 12). Heilalömun skýrist heldur ekki af súrefnisskorti í fæðingu nema í um 10% tilvika (19). Þessar niðurstöður benda því til þess að fjölgun keisaraskurða frá því landsmeðaltali sem nú er muni engu breyta. Niðurstöður fagrýni á fæðingum með eftirfylgjandi átaki til að draga úr keisaraskurðum styðja þetta, erlendis sem hérlendis (2,12). Þó tölurnar séu lágar hefur verið unnt að fækka keisaraskurðum á Norðurlandi og halda í við fjölgunina á Landspítala (þar sem flestar áhættufæðingar fara fram) án aukningar afstýranlegra andvana fæðinga eða nýburadauða. Hámarki raunhæfrar keisaraskurðatíðni gæti því verið náð nú við 17-19% fæðinga. Inni í því hlutfalli væri hugsanlegur ávinningur sem tæki til nokkurra minnstu fyrirburanna og barna með verulega vaxtarskerðingu í móðurkviði, ávinningur vegna sumra mjög stórra barna sem skaddast síður í keisarafæðingu (en er erfitt að greina fyrirfram) og hjá litlum hluta þeirra barna sem eru í sitjandi stöðu, einhverjum fleirburanna og stöku annarra barna í sérstökum áhættuhópum. Raunverulegur 186 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.