Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2006, Page 15

Læknablaðið - 15.03.2006, Page 15
FRÆÐIGREINAR / KEISARASKURÐIR Eru tengsl á milli tíðni keisaraskurða og burðarmálsdauða á Islandi undanfarin 15 ár? Guðný Jónsdóttir' ÞRIÐJA ÁRS LÆKNANEMI Ragnheiður I. Bjarnadóttir2 KVENSJÚKDÓMA- og FÆÐINGARLÆKNIR Reynir Tómas Geirsson1,2 KVENSJÚKDÓMA- OG FÆÐINGARLÆKNIR Alexander Smárason3 KVENSJÚKDÓMA- OG FÆÐINGARLÆKNIR Rannsóknin naut engra fjárstyrkja. 'Læknadeild Háskóla íslands og 2Kvennadeild Landspítala Hringbraut, og 3Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Ragnheiður I. Bjamadóttir, Kvennadeild, Landspftala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími 543 1000. ragnhib@landspitali. is Lykilorð: keisaraskurður, burðarmálsdauði, fagrýni. Ágrip Inngangur: Tíðni fæðinga með keisaraskurði hefur víða margfaldast undanfarna áratugi án þess að burðarmálsdauði (BMD) hafi lækkað á sama tíma. Á íslandi hefur keisaraskurðum fjölgað verulega og burðarmálsdauði haldist lágur. Óvíst er um tengsl þar á milli. Flestir keisaraskurðir eru gerðir hjá konum við fulla meðgöngu. Börn sem deyja á burðarmálstíma eru einkum fyrirburar og heildar- tölur um BMD gefa takmarkaða mynd af því hvort fjölgun keisaraskurða skili sér í færri dauðsföllum barna sem hafa náð eðlilegri fæðingarþyngd. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hugsanleg tengsl keisaraskurða við burðarmálsdauða hjá einburum sem vógu >2500 g við fæðingu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um meðgöngu- lengd, þyngd barns, fjölda barna, upphaf fæðingar og fyrri keisaraskurði kvenna sem fóru í keisara- skurð á rannsóknartímanum (1989-2003) voru fengnar úr Fæðingaskráningunni og sjúkraskrám. Af þeim voru allar konur með einbura >2500 g valdar í rannsóknarhópinn. Sömu upplýsingar voru fengnar um einbura >2500 g án alvarlegra vanskapnaða sem dóu á burðarmálstíma, óháð fæðingarmáta. Breytingar á tíðni keisaraskurða og BMD voru metnar með Pearsons fylgnistuðli. Niðurstöður: Alls fæddu 64514 konur 65619 börn árin 1989-2003. Þar af dóu 419 börn á burðarmálstíma. BMD breyttist ekki marktækt á rannsóknartíma og var að meðaltali 6,4/1000 (bil: 3,6-9,2/1000). Heildartíðni keisaraskurða hækkaði marktækt úr 11,6% í 18,2% (p<0,001). Alls fæddu 61633 konur einbura >2500 g, þar af 8332 með keisaraskurði. Af þeim börnum sem dóu burðarmálsdauða voru 111 >2500 g. Tíðni keis- araskurða í rannsóknarhópnum jókst úr 10,4% í 16,7% (p<0,001). Ekki var marktæk fylgni við BMD í þessum hópi, en meðaltalstíðni BMD var 1,8/1000 (bil: 0,8-4,1/1000). Meðal frumbyrja jókst keisaratíðnin úr 12% í 18%, einnig án fylgni við BMD (meðaltal 0,6/1000). Ályktanir: Fjölgun keisaraskurða við fæðingu einbura með fæðingarþyngd >2500 g hefur ekki ENGLISH SUMMARY Jónsdóttir G, Bjarnadóttir Rl, Geirsson RT, Smárason A No correlation between rates of caesarean section and perinatal mortality in lceland Læknablaðið 2006; 91:191-5 Introduction: Caesarean section rates have increased over the past decades without a concomitant decrease in perinatal mortality. In lceland the same trend has been seen while at the same time perinatal mortality rate has remained low. Most caesarean sections are done at term. Crude perinatal mortality rates give limited information about whether the increase in section rates leads to a lower perinatal death rate among term non-malformed singleton infants. The relation between caesarean section and perinatal mortality rates in singleton, non-malformed infants of birthweight >2500g in lceland during 1989- 2003 was studied. Materials and methods: Information about gestational length, birthweight, parity, onset of labour and previous caesarean section was collected on all singleton births >2500g from the lcelandic Birth Registration and from maternity case records. The same data were obtained for all perinatal deaths >2500g excluding malformed infants irrespective of mode of delivery. The caesarean section and perinatal mortality rates were calculated and the relation between these evaluated by Pearson's correlation coefficient. Results: The total number of deliveries in the study period was 64514 and the mean perinatal mortality rate 6.4/1000 (range: 3.6-9.2/1000). A significant increase was found in the overall caesarean section rate, from 11.6% to 18.2% (p<0.001). There were 61633 singleton infants >2500 g and 8332 were born by caesarean section. There were 111 perinatal deaths among this cohort giving a mean perinatal mortality rate (PNMR) of 1.8/1000 (range 0.8-4.1/1000). While for singleton non- malformed infants the caesarean section rate increased from 10.4 % to 16.7% (p<0.001), the PMNR did not decrease significantly. For primiparous women the caesarean section rate increased from 12% to 18% with no correlation with the PNMR (0.6/1000). Conclusion: Despite a 60% rise in the caesarean section rate during the study period, no reduction of the perinatal mortality rate among infants >2500g was found in this population with a prior low perinatal mortality, neither among primi- nor multiparous women. Key words: caesarean section, perinatal mortality, term pregnancy, audit. Correspondance: Ragnheiður I. Bjarnadóttir, ragnhib@landspitali.is Læknablaðið 2006/92 191

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.