Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRATILFELLI Stíflun á berkjuslagæð við verulegum blóðhósta Sjúkratilfelli Örvar Gunnarsson AÐSTOÐARLÆKNIR Eyþór Björnsson LUNGNA- OG LYFLÆKNIR Kristbjörn Reynisson SÉRFRÆÐINGUR í MYNDGREININGU Rannsóknin naut engra styrkja. Landspítali. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Eyþór Björnsson, lungnadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. eythorbj@landspitali. is Lykilorð: blóðhósti, œðainngrip, berkjuspeglun. Ágrip 47 ára karlmaður var lagður inn á lungnadeild Landspítala Fossvogi í kjölfar umtalsverðs blóð- hósta sem verið hafði til staðar í þrjá daga en hafði áður verið með þurran hósta í nokkrar vikur. Berkjuspeglun sýndi ekki fram á orsök blæðingar né tölvusneiðmynd og var hann því í fyrstu meðhöndlaður á grunni berkjubólgu. Við þetta stöðvaðist blæðingin og var hann útskrif- aður á föstudegi og ráðgerð endurkoma þremur dögum síðar í endurtekna berkjuspeglun. í þeirri berkjuspeglun sást aftur blæðing og var hann því lagður inn á ný. í framhaldinu var gerð sértæk æðamyndataka sem sýndi fram á æðabreytingar og blæðingarstað sem var lokað með æðainngripi og mun þetta vera í fyrsta skipti sem slík meðferð er reynd hér á landi við slíku tilfelli. Sjúkratilfelli Miðaldra karlmaður nreð talsverða reykingasögu (urn það bil 30 pakkaár) að baki en að öðru leyti hraustur kemur á laugardegi á bráðamóttöku með nokkurra vikna sögu um þurran hósta en hafði síðastliðna þrjá daga fengið hóstaköst þar sem talsvert blóð kom upp. Hann er ekki með önnur einkenni. Við komu er líkamshiti 37,7 °C og súr- efnismettun 98%. Skoðun er ómarkverð en við lok skoðunar hóstar hann upp um það bil 50 ml af fersku blóði. Innlögn er því ákveðin. Síðar um kvöldið hóstar hann 100-200 ml af blóði til við- bótar. Lungnamynd við komu er ómarkverð en gerð er tölvusneiðmynd af lungum sem sýnir íferð ofantil (apicalt) í hægra lunga. Deilitalning, blóð- flögur og storkupróf eru eðlileg. Morguninn eftir komu er gerð berkjuspeglun þar sem svo virðist sem blóð komi úr fremri hluta efra lungnablaðs (lobus) hægra megin en ákveðinn blæðingarstaður eða orsök blæðingar er ekki grein- anleg. Meðhöndlaður með cýklócaprón og einnig augmentín þar sem sýking varð ekki útilokuð sem orsök. Hjartaómun sýnir ekki merki um lungnahá- þrýsting og gigtarpróf, þar með talið Goodpasture‘s mótefni, eru neikvæð. Blæðing fer ntinnkandi og hættir loks um miðja vikuna. Þá er hann útskrifaður á sömu lyfjum út vikuna og með endurkomutíma til endurtekinnar berkjuspeglunar næstu viku. ENGLISH SUMMARY Gunnarsson Ö, Björnsson E, Reynisson K Bronchial artery embolization as a treatment for massive hemoptysis. A case report Læknablaðið 92; 2006: 197-9 A 47 year old male was admitted to the pulmonary medicine department in Landspítali University Hospital following a three day episode of massive hemoptysis but prior to admission he had been suffering from a dry cough for several weeks. Neither bronchoscopy nor a CT scan revealed the cause of bleeding and he was treated for bronchitis. Subsequently the bleeding stopped and he was discharged on Friday for a follow- up bronchoscopy to be performed three days later but only for that study to reveal continued bleeding and he was therefore readmitted. Two days later a selective bronchial arteriography was performed, showing vascular hyperemia and a bleeding site which was treated accordingly with endovascular embolization. Hemoptysis has not recurred on follow-up. Key words: hemoptysis, selective bronchial arteriography, bronchial endovascular embolization, endovascular intervention. Correspondance: Eyþór Björnsson, eythorbj@landspitali.is Hefur þá blætt meira og minna frá útskrift. Blóðrauði (Hb) sem var 137 við fyrstu komu er nú 100. Við berkjuspeglun nú virðist blóð koma frá efsta hluta (apical segment) hægra efra lungnablaðs. Ekki var hægt að greina skemmd (lesion) í berkju- vegg. Nú er gerð æðatölvusneiðmyndataka og myndir endurunnar með tilliti til æðakerfis. Virðist það staðfesta fyrrgreindan blæðingarstað (mynd 1). Því er gerð sértæk æðamyndataka af berkjuslagæð- um (selective bronchial arteriography; mynd 2). Rannsóknin sýnir aukna blóðsókn og sjúkar æðar í efra hægra lungnablaðinu auk blæðingarstaðs sem situr miðlægt í lungnablaðinu. í gegnum 5F SIM 1 æðalegg (Cordis) er farið með Progreat 2,4F (0,8mm) smáæðalegg og leiðara 0,0016” (Terumo) og honum komið fyrir eins langt inn í Art Bronch. og leggurinn kemst. í gegnum smáæðalegginn er farið með tvö stykki Tornado Embolization Micro- coil 3/2 mm og æðinni lokað (mynd 3). Sjúkling- Læknablaðið 2006/92 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.