Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / ANDNAUÐ Tafla IV. Orsakir ARDS. Fjöldi Látnir Aldur APACHE II Dánarhlutfall Dagar í vél Legudagar GG Lungnabólga 26 12 52,8 15,3 46,2 14,4 17,7 Lífhimnubólga 25 9 56,5 14,3 36,0 12,8 18,4 Fjöláverkar 22 1 43 11,6 4,5 18 23,8 Blóðeitrun 19 9 46,7 18,1 47,4 12,5 15,4 Kviðarholsaðgerð 10 7 59,5 12,7 70,0 12,8 16,8 Lyfjaeitrun 8 2 37,9 17,6 25,0 14,4 14,4 Briskirtilsbólga 7 1 52,7 10 14,3 39 45,7 Brjóstholsaðgerð 7 4 68,7 17,1 57,1 29,4 33,3 Ósæðaraðgerð 6 5 64,8 19,5 83,3 24,5 28,5 Ásvelging 4 2 71,3 18 50,0 12,8 14,5 Blæðing 4 1 68 16 25,0 10,7 13,3 Bruni 4 3 59,5 12 75,0 27,3 30 Drukknun 3 2 31 24,5 66,7 11 15,7 Fóstureitrun 2 0 32,3 7,5 0,0 1 5,5 Krabbameinsmeðferð 3 1 49 17 33,3 25 26 Fljartastopp 2 2 77 25,5 100,0 28,5 30,5 Annaö 3 1 51,5 13 33,3 5 9 Alls 155 62 52,3 Orsök innan lungna 45 23 15,3 51,1 17,4 20,7 Orsök utan lungna 110 39 14,9 35,5 16,1 20,7 stuðst var við alþjóðlegu skilgreininguna. Tíðnin var könnuð framvirkt á fjögurra vikna tímabili og reyndist vera 13,5 tifelli/100.000 íbúa/ár. I rannsókn frá Ástralíu sem birt var 2002 reyndist tíðnin vera 22 tilfelli/100.000 íbúa/ár (16). Við nánari athugun þessara rannsókna sést að viðmiðunarmannfjöldi er mismunandi. I eldri heimildum (12-14) er miðað við heildarmannfjölda en í þeim nýlegri er miðað við íbúa eldri en 15 ára (15, 6). Ef þau viðmið eru notuð í okkar niðurstöðum er nýgengi á íslandi 7,8 tilfelli/100.000 íbúa/ár og síðasta árið greindust 12,5 sjúklingar/100.000 eða nokkuð nálægt því sem samnorræna rannsóknin sýndi. Samnorræna rannsóknin fór fram á haust- mánuðum en þá greinast einmitt flest tilfelli eins og sést á mynd 3. Þessi atriði gætu skýrt hærri tíðni BAH í þeirri rannsókn. Alls greindust 155 sjúklingar með BAH á tíma- bilinu sem ekki er mikill efniviður og því gæti reynst erfitt að draga miklar ályktanir en þegar litið er til þess að um tiltölulega sjaldgæfan sjúk- dóm er að ræða má segja að fjöldinn sé umtals- verður. Fjöldi sjúklinga í öðrum rannsóknum á tíðni BAH er ekki mjög frábrugðinn, í samnor- rænu rannsókninni (15) er fjöldi sjúklinga með BAH 221, í rannsókn frá Bandaríkjunum (13) er fjöldinn 110, í þýskri rannsókn (14) er fjöldinn 17 og í finnskri rannsókn (17) á þriggja ára tímabili var fjöldi sjúklinga með BAH 59. Þótt lungnaáverkakvarði Murray's sé ekki skil- yrði fyrir greiningu BAH samkvæmt aðþjóðlegu skilgreiningunni þá voru gefin stig til hliðsjónar. Kvarðinn virðist ekki hafa mikið forspárgildi þar sem enginn munur reyndist á lifandi og látnum og 11 sjúklingar með LIS <2,5 reyndust vera með BAH samkvæmt skilgreiningu og tveir þeirra létust úr BAH. Erfitt er þó að draga ályktun af þessum niðurstöðum þar sem lungnamyndir voru ekki fáanlegar hjá þriðjungi sjúklinga og þá stuðst við ritaðan úrlestur en slíkt gæti haft ónákvæmni í stigagjöf í för með sér. Annað atriði sem hugs- anlega rýrir gildi kvarðans er hið mikla vægi sem PEEP gildi á öndunarvél hefur. Innstillt PEEP gildi er ákvörðun meðhöndlandi læknis og skoð- anir mismunandi á hversu hátt það á að vera án þess að það hafi beinlínis áhrif á meðferð eða horf- ur sjúklinga en þetta gildi hefur mikið vægi í LIS stigagjöfinni. Luhrs og félagar (15) ályktuðu einnig í sinni rannsókn um fremur lélegt forspárgildi LIS- kvarðans. Margt er óljóst um meingerð BAH en mikil bólgusvörun verður í lungum með söfnun hvítra blóðkorna í lungnavef (18). Talið er að skaðinn geti verið bæði í lungnablöðrum og háræðum og það verður mikil vökvasöfnun í millifrumuvef og lungnablöðrum (19). BAH er yfirleitt fylgikvilli annarra sjúkdóma eða áverka og geta því orsak- ir verið margvíslegar. Lýst hefur verið yfir 60 ástæðum en þær helstu eru til dæmis fjöláverkar, briskirtilsbólga, lífhimnubólga, sýklasótt, lyfjaeitr- un, lost, ásvelging og lungnabólga (8). Svipað orsakasamhengi sést í þessari rannsókn þar sem Læknablaðið 2006/92 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.