Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Síða 36

Læknablaðið - 15.03.2006, Síða 36
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM Vísindi eða markaðssetning? - Umræður á Læknadögum um tilgang og mikilvægi klínískra (lyfja)rannsókna Þröstur Haraldsson Greininni fylgja svipmynd- ir frá Lœknadögum. Hér má sjá þá Pál Helga Möller, Ólaf G. Guðmundsson og Ómar fvarsson. Hér verður tekinn upp þráðurinn frá síðasta Lœknablaði og greint frá málþingum sem haldin voru á Læknadögum. A miðvikudagsntorgni var spurt áleitinnar spurningar um klínískar rannsókn- ir, sem sé hvort þær gætu talist vísindi eða væru eingöngu liður í markaðssetningu lyfjafyrirtækja. Kannski hefði verið rétt að setja í titilinn klínísk- ar lyfjarannsóknir því það voru einkum þær sem brugðið var undir smásjá frummælenda. Fyrstur hóf máls Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir og velti í upphafi fyrir sér hvernig beri að skilgreina vísindi og vísindalegar rannsóknir. Vitnaði hann þar til ýmissa fræðimanna sem lagt hafa fram sinn skerf til þess að skilgreina þetta svið mannlegrar viðleitni, manna á borð við Byron lávarð, Karl Popper og fleiri. Síðan lýsti hann ýmsum kostum og göllum sem vísindalegar aðferð- ir búa yfir og mátaði loks klínískar lyfjarannsóknir við líkanið. Hætturnar sem vofa yfir þeim sem stunda klín- ískar lyfjarannsóknir eru margvíslegar. Helstu vandamálin sem þeim fylgja eru þau að ávinningur rannsóknanna sé of lítill til þess að réttlæta þann tíma, fjármuni og álag á sjúklinga sem fylgja þeim. Einnig er meiri hætta á hagsmunaárekstrum og því sem oft er nefnt „bias“ en Guðmundur kallaði því fallega nafni sveigð en ef um grunnrannsóknir er að ræða. Klínískar lyfjarannsóknir geta leitt menn inn á þá braut að skoða sömu gögnin aftur og aftur. Rangtúlkanir gagna geta líka leitt til falskrar nið- urstöðu sem getur átt rætur sínar í göllum í skipu- lagi eða tölfræðilegri úrvinnslu, sveigð og hags- munaárekstrum eða veikburða ritrýni hjá fræðirit- um. Síðast en ekki síst getur margt haft áhrif á það hvað af niðurstöðum rannsókna er birt. Akademían og iðnaðurinn Meginniðurstaða Guðmundar var sú að klínískar rannsóknir og meðferðartilraunir gætu vissulega átt rétt á sér væru þær vel gerðar og uppfylltu allar kröfur hinnar vísindalegu aðferðar. Til þess að tryggja vönduð vinnubrögð þyrfti fyrst og fremst skýra löggjöf og regluverk utan um rannsóknir þar sem skýrt er kveðið á um umboð þeirra sem eiga að hafa eftirlit með vísindarannsóknum. Nauðsynlegt væri að skrá allar rannsóknir áður en þær eru gerðar til þess að auðvelda vísindaheim- inum að fylgjast með gangi þeirra og hvað væri birt. Síðast en ekki síst væri það lykilatriði að allir þeir sem þátt taka í klínískum rannsóknum tileink- uðu sér vandaða fagmennsku og heiðarleika og að þeir fylgdu hugsjónum og siðareglum vísindanna til hins ítrasta. Skilyrði þess að menn gætu tileink- að sér vönduð vinnubrögð væru menntun, þjálfun og aftur menntun. Karl Andersen hjartalæknir var næstur í pontu og hóf máls á því að greina í sundur akademískar rannsóknir og iðnaðarrannsóknir. Akademískar rannsóknir eru ýmist forklínískar eða klínískar en iðnaðarrannsóknir snúast um að mæla áhrif lyfja eða nýrrar tækni. Akademískar rannsóknir eru ávallt að frumkvæði læknis sem einnig ber ábyrgð á fjármögnun þeirra. Iðnaðarrannsóknir eru að frumkvæði lyfja- eða hátæknifyrirtækja sem fjár- magna þær sjálf með hagnaðarsjónarmið að leið- arljósi. Loks þarf vísindalegt sjálfstæði læknisins að vera tryggt til þess að hægt sé að kalla rannsókn akademíska en í iðnaðarrannsóknum eru læknar frekar í hlutverki verktakans. Markntið þátttakenda í klínískum rannsókn geta verið afar mismunandi. Fyrir lækninum vakir að auðga vísindin, bæta við þekkinguna, efla eigin hæfni og afla sér tekna. Lyfjafyrirtækin hugsa mest um hagnað og sölu en einnig að efla vísindin. Loks tæki háskólinn þátt í rannsóknum í því skyni að auka við læknisfræðilega þekkingu, bæta kennslu og þjónustu sína við samfélagið. Sameiginlegir hagsmunir þessara þriggja aðila eru framfarir, fræðsla og ný lyf. 212 Læknablaðid 2006/92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.