Læknablaðið - 15.03.2006, Qupperneq 38
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM
Sigríður Dóra Magnús-
dótlir, Haukur Hjaltason
og Arnór Víkingsson sem
leiddi Lœknadaga frá
2002-2005.
Terry Ruskin frá Texas
smakkar á íslenskum
hákarli. Ruskin var einn
af erlendum gestafyr-
irlesurum Lœknadaga og
hefur barist lengi á tóbaks-
vígvellinum. Hann kallar
ekki allt ömmu sína og
sporðrenndi hákarlinum
eins og hverju öðru lostœti.
Blómlegt vísindastarf
Næst flutti Irtgileif Jónsdóttir líffræðingur og fyrr-
verandi formaður Vísindasiðanefndar erindi þar
sem hún reyndi að meta bein og óbein áhrif rann-
sókna á íslenskt vísindasamfélag. Eins og aðrir
frummælendur byrjaði hún á skilgreiningum og
ræddi um flokkun klínískra lyfjarannsókna í fjóra
fasa. Hún taldi upp þá sem taka þátt í þessum
rannsóknum en þeir eru fjölmargir, allt frá lyfja-
fyrirtækjum til sjúklinga með viðkomu í heilbrigð-
isstéttum, heilbrigðisstofnunum, rannsóknarstof-
um og skólastofum. Hún taldi upp helstu ástæður
þess að klínískar rannsóknir væru gerðar á íslandi
en þær eru þessar:
• Hér er að finna fjölþætta sérfræðikunnáttu
þar sem íslenskar heilbrigðisstéttir hafa
sótt framhaldsmenntun til bæði Evrópu og
Bandaríkjanna.
• Jákvætt viðhorf íslenskra lækna til rann-
sóknavinnu.
• Tæknivætt heilbrigðiskerfi sem nær til allrar
þjóðarinnar.
• Jákvætt viðhorf íslendinga til þátttöku í vís-
indarannsóknum.
• Öflug og virk sjúklingasamtök auðvelda
aðgengi að sjúklingum.
• Náið samband milli lækna og sjúklinga leiðir
til betri fylgni við fyrirmæli og minna brott-
falls úr rannsóknum.
• Smæð landsins og stuttar vegalengdir auð-
velda framkvæmd og samskipti.
fngileif sagði að rúmlega helmingur allra klín-
ískra rannsókna hér á landi færi fram á Landspítala
en þar voru skráð um 480 rannsóknarverkefni árið
2004 og í þeim tóku um 500 starfsmenn beinan
þátt. Af þeim fjölda eru 70% læknar. Þessu fylgir
að sjálfsögðu heilmikil velta sem að vísu sveiflast
töluvert á milli ára. Hún áætlaði að heildarkostn-
aður við þær klínísku rannsóknir sem gerðar eru á
Landspítala væri á bilinu 63-175 milljónir króna á
ári. Hún upplýsti að á árinu 2004 hefðu greiðslur
frá lyfjafyrirtækjum til spítalans numið 67,2 millj-
ónum króna en úr Vísindasjóði spítalans kom 17,1
milljón. í fyrra voru samsvarandi tölur 39,2 og 34,6
milljónir króna.
Uppsveifla á íslandi
Ingileif sagði að heilbrigðisþjónustan stæði allt-
af frammi fyrir því vali að láta öðrum þjóðum
eftir að sinna rannsóknum eða taka þátt í þeim.
Síðarnefnda kostinum fylgdi margvíslegur ávinn-
ingur: aukin þekking á nýjungum í lyfjaþróun og
meðferðarmöguleikum sem auk þess bærust fyrr
til landsins en ella; vaxandi skilningur á flóknu
rannsóknar- og þróunarferli frá hugmynd til mark-
aðssetningar; öguð vinnubrögð og uppbygging
gæðakerfis því rannsóknum fylgir mikið regluverk,
upplýsingaskylda, nákvæm skráning, stöðlun að-
ferða og mælinga, rekjanleiki, gæðaeftirlit og til-
kynningarskylda.
Hún velti líka fyrir sér hvernig hægt væri að
leggja mat á gæði og árangur rannsókna en það
mætti merkja á þáttum á borð við birtingu vís-
indagreina í ritrýndum fræðiritum, öflun styrkja úr
erlendum og innlendum samkeppnissjóðum, fjölda
nemenda sem ljúka æðri menntagráðum og um-
fang nýsköpunar sem mældist í fjölda einkaleyfa
og starfsemi hátækni- og þekkingarfyrirtækja. Á
öllum þessum sviðum væri greinileg uppsveifla síð-
ustu ár og augljóst að rannsóknir í heilbrigðisvís-
indum væru í sókn hér á landi.
Niðurstaða Ingileifar var sú að bein og óbein
áhrif klínískra rannsókna á íslenskt samfélag væru
mikil. Hér færi fram umfangsmikil vísindavinna
með tilheyrandi atvinnusköpun og þekkingariðn-
214 Læknabladið 2006/92