Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2006, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.03.2006, Qupperneq 38
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM Sigríður Dóra Magnús- dótlir, Haukur Hjaltason og Arnór Víkingsson sem leiddi Lœknadaga frá 2002-2005. Terry Ruskin frá Texas smakkar á íslenskum hákarli. Ruskin var einn af erlendum gestafyr- irlesurum Lœknadaga og hefur barist lengi á tóbaks- vígvellinum. Hann kallar ekki allt ömmu sína og sporðrenndi hákarlinum eins og hverju öðru lostœti. Blómlegt vísindastarf Næst flutti Irtgileif Jónsdóttir líffræðingur og fyrr- verandi formaður Vísindasiðanefndar erindi þar sem hún reyndi að meta bein og óbein áhrif rann- sókna á íslenskt vísindasamfélag. Eins og aðrir frummælendur byrjaði hún á skilgreiningum og ræddi um flokkun klínískra lyfjarannsókna í fjóra fasa. Hún taldi upp þá sem taka þátt í þessum rannsóknum en þeir eru fjölmargir, allt frá lyfja- fyrirtækjum til sjúklinga með viðkomu í heilbrigð- isstéttum, heilbrigðisstofnunum, rannsóknarstof- um og skólastofum. Hún taldi upp helstu ástæður þess að klínískar rannsóknir væru gerðar á íslandi en þær eru þessar: • Hér er að finna fjölþætta sérfræðikunnáttu þar sem íslenskar heilbrigðisstéttir hafa sótt framhaldsmenntun til bæði Evrópu og Bandaríkjanna. • Jákvætt viðhorf íslenskra lækna til rann- sóknavinnu. • Tæknivætt heilbrigðiskerfi sem nær til allrar þjóðarinnar. • Jákvætt viðhorf íslendinga til þátttöku í vís- indarannsóknum. • Öflug og virk sjúklingasamtök auðvelda aðgengi að sjúklingum. • Náið samband milli lækna og sjúklinga leiðir til betri fylgni við fyrirmæli og minna brott- falls úr rannsóknum. • Smæð landsins og stuttar vegalengdir auð- velda framkvæmd og samskipti. fngileif sagði að rúmlega helmingur allra klín- ískra rannsókna hér á landi færi fram á Landspítala en þar voru skráð um 480 rannsóknarverkefni árið 2004 og í þeim tóku um 500 starfsmenn beinan þátt. Af þeim fjölda eru 70% læknar. Þessu fylgir að sjálfsögðu heilmikil velta sem að vísu sveiflast töluvert á milli ára. Hún áætlaði að heildarkostn- aður við þær klínísku rannsóknir sem gerðar eru á Landspítala væri á bilinu 63-175 milljónir króna á ári. Hún upplýsti að á árinu 2004 hefðu greiðslur frá lyfjafyrirtækjum til spítalans numið 67,2 millj- ónum króna en úr Vísindasjóði spítalans kom 17,1 milljón. í fyrra voru samsvarandi tölur 39,2 og 34,6 milljónir króna. Uppsveifla á íslandi Ingileif sagði að heilbrigðisþjónustan stæði allt- af frammi fyrir því vali að láta öðrum þjóðum eftir að sinna rannsóknum eða taka þátt í þeim. Síðarnefnda kostinum fylgdi margvíslegur ávinn- ingur: aukin þekking á nýjungum í lyfjaþróun og meðferðarmöguleikum sem auk þess bærust fyrr til landsins en ella; vaxandi skilningur á flóknu rannsóknar- og þróunarferli frá hugmynd til mark- aðssetningar; öguð vinnubrögð og uppbygging gæðakerfis því rannsóknum fylgir mikið regluverk, upplýsingaskylda, nákvæm skráning, stöðlun að- ferða og mælinga, rekjanleiki, gæðaeftirlit og til- kynningarskylda. Hún velti líka fyrir sér hvernig hægt væri að leggja mat á gæði og árangur rannsókna en það mætti merkja á þáttum á borð við birtingu vís- indagreina í ritrýndum fræðiritum, öflun styrkja úr erlendum og innlendum samkeppnissjóðum, fjölda nemenda sem ljúka æðri menntagráðum og um- fang nýsköpunar sem mældist í fjölda einkaleyfa og starfsemi hátækni- og þekkingarfyrirtækja. Á öllum þessum sviðum væri greinileg uppsveifla síð- ustu ár og augljóst að rannsóknir í heilbrigðisvís- indum væru í sókn hér á landi. Niðurstaða Ingileifar var sú að bein og óbein áhrif klínískra rannsókna á íslenskt samfélag væru mikil. Hér færi fram umfangsmikil vísindavinna með tilheyrandi atvinnusköpun og þekkingariðn- 214 Læknabladið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.