Læknablaðið - 15.03.2006, Síða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI
enn meiri hætta í umferðinni. Hér skortir skýrari
vinnureglur.
Hungurverkföll Af hverju eigum við að virða vilja
þeirra sem ákveða að fremja „hægfara sjálfsmorð"
þar sem viljinn er skýr og hefur verið staðfestur
skriflega í votta viðurvist? Hins vegar eru þeir
sem beita „hefðbundnari" aðferðum, til dæmis
lyfjum, kolmonoxíð, hengingum, skot/eggvopnum,
þeim eigum við að sinna, jafnvel þó viðkomandi
hafi skilið eftir bréf þar sem staðfastur ásetningur
um sjálfsvíg kemur fram og erfðaskrá liggur fyrir.
Þannig er læknum ætlað að virða eina tegund
sjálfsvígs en ekki aðra og bregðast við með mis-
munandi hætti. Ég hélt að við ættum alltaf að gera
allt sem við getum til að bjarga mannslífum.
Ofbcldi Hvað um þann sem beittur er alvarlegu,
jafnvel lífshættulegu ofbeldi, en neitar að kæra?
Hverjar eru skyldur lækna við slíkar aðstæður?
Akstur undir áhrifum Hvað um ökumann sem
veldur slysi og lækni grunar að sé undir áhrifum
áfengis eða fíkniefna en lögregla hefur ekki óskað
eftir blóðsýni? Vitað er að fjöldi slysa verður vegna
þess að ökumaður sofnar undir stýri. Hvað ef við
höfum greint einhvern með alvarlegan kæfisvefn
og hann neitar meðferð við honum?
Alvarlegir glæpir Hvað ef við teljum okkur vita að
skjólstæðingur sé að selja fíkniefni eða að koma
úr innbroti? Hvað ef hann hefur veitt einhverjum
alvarlegan áverka og lögreglu er ekki kunnugt um
þessa atburði?
Samhand við aðstandcndur Hvað með þá sem
eru sjálfráða en æstir, veikir eða undir áhrifum
lyfja, með skerta dómgreind, en banna okkur að
hafa samband við aðstandendur þrátt fyrir að við
metum það svo að það væri þeim fyrir bestu? Taka
má sem dæmi 19 ára ungling í alvarlegu öngstræti
en bannar að haft sé samband við foreldra sem þó
gætu komið honum til hjálpar. Þó svo að ungling-
ur sé eldri en 18 ára geri ég ráð fyrir að foreldrar
vilji vita af því að hann hafi komið sér í alvarleg
vandræði.
ofbeldi. Málþingið átti að vera vettvangur umræðu
um erfið og viðkvæm mál sem snerta bæði lögreglu
og lækna.
Þessi mál voru einnig kynnt Siðfræðiráði LÍ og
ákveðið að þörf væri á að skoða þau betur og yrði
það gert eftir að búið væri að ræða fleiri hliðar
þess á málþinginu. 1 kjölfar þingsins vísaði formað-
ur LÍ umræðunni um trúnaðarskyldu lækna til
Siðfræðiráðs og er þannig komið í formlegan far-
veg. Dæmin hér að neðan eru raunveruleg atvik.
Hvernig eigum við að liðsinna æstum og jafnvel
ofbeldisfullum skjólstæðingum okkar sem gerist æ
oftar með aukninni fíkniefnaneyslu? Sérstaklega
þegar þeir neita að tala við okkur, leyfa okkur ekki
að skoða sig og ógna okkur jafnvel. Þeir geta samt
verið með alvarlega sjúkdóma eða meiðsl, hvernig
eigum við að komast að því?
Þetta eru mál sem ná langt fyrir út fyrir bráða-
deild og snerta okkur lækna á marga mismunandi
vegu. Að mínu mat er nauösynlcgt að þiingamiðja
uniræðunnar snúist uni heilsu og öryggi ein-
staklingsins scm þjónustunnar lcitar en jafnfraint
séu skyldur okkar lækna skýrar og sanifclagslcg
ábyrgð vel skilgreind. Ég hvet til málefnalegrar
umræðu og frumkvæði lækna sjálfra í þessum
málum sem snerta okkur öll.
Dæmi 1
Hvað á að gera þegar 22 ára gamall ökumaður er með lífshættulegar hjart-
sláttartruflanir eftir umferðarslys? Lögreglan er að taka skýrslu af unga
manninum. Mín fyrsta hugsun er hvaða eiturlyf hann hafi verið að taka inn.
A að vísa lögreglunni á dyr til að „vernda“ skjólstæðinginn fyrir laganna
vörðum og spyrja hann svo út úr eða á að spyrja að lögreglumanninum við-
stöddum? A að bíða eftir að lögreglan Ijúki sínu verki?
Síðar kemur í ljós að hann var á kókaíni. Á að tilkynna lögreglunni
það? Hefði skylda mín verið önnur ef hann hefði ekið á barn og/eða valdið
manntjóni?
Dæmi 2
Segjum svo að lögreglan biðji um blóðsýni í ölvunarprufu en minntist ekki
á lyfjaleit. Á þá að benda þeim á að biðja einnig um lyfjaleit? Við vitum
að lögreglan biður helst um prufur sem líklegastar eru til að sýna á hvaða
efnum viðkomandi er vegna þess að þær kosta sitt og þeir geta ekki vegna
kostnaðar beðið um allt.
Til að ræða þessi mál var í fyrra var fundað hjá
landlækni þar sem auk hans voru fulltrúar frá
lögreglu og slysa- og bráðadeild ásamt formanni
Læknafélags íslands. Ákveðið var að koma á sam-
eiginlegum vettvangi til að ræða málin og voru
nokkrir fundir haldnir. Ekki var unnt að taka á
öllu því sem drepið er á hér að ofan og því var
ákveðið að snúa sér fyrst að þeim sem tengjast
fíkniefnum og ofbeldi. Hinn 7. desember síðast-
liðinn var efnt til opins málþings um þagnarskyldu
og trúnað, ekki síst að því er varðaði fíkniefni og
Dæmi 3
Maður vaknar uppúr meðvitunarleysi eftir bílslys og spyr ekki um hrygg-
brotið sitt. heldur er fyrsta spurningin hvort eiturlyfin sem hann ætlaði að
selja hafi fundist á slysstað. Hann viðurkennir að hafa verið á amfetamíni,
finnst það ekkert athugavert, en segist auðvitað aldrei keyra fullur! Hvorki
er beðið um ölvunar- né lyfjaprufu. Hann áréttar að ég sé bundin trúnaði.
Hvað á að gera við þessar upplýsingar hans? Ef til vill liggja eiturlyfin ein-
hvers staðar þar sem börn gætu náð til. Þarf ekki að gera deildinni sem
hann fer á viðvart að hann eigi hugsanlega von á heimsókn, kannski til að
refsa, en hann er sýnilega mjög hræddur.
Læknablaðið 2006/92