Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÓKADÓMUR mikla slitgigt. Svo sakna ég rómverskrar baðmenn- ingar sem var snar þáttur evrópskrar læknislistar um aldir og er enn. Heimildir þar um hefðu smellpassað í þann gífurlega gagnabanka sem höfundur hefur safnað af mikilli elju. í næsta kafla um upphaf raunlækninga er reyndar komið inná vatnslækningar og ölkeldur og vitnað til þess að „ýmsir töldu að ísland gæti hugsanlega orðið nokkurskonar heilsuparadís", en lækningamátturinn var sóttur í heita laugar og böð og er enn. Eggert og Bjarni gerðu sér grein fyrir þessu og sérstaklega Sveinn Pálsson svo að gott hefði verið að hafa þetta með. Pess ber að gæta að trú á ölkelduvatn og yfirnáttúrulegan lækningamátt þess var þá í algleymingi í Evrópu. Kafli þessi með þeim Jenner, Pasteur og Koch er mjög fróðlegur og skemmtilegur. Sama má segja um næsta kafla „íslensk læknislist" með þeim Hrafni Sveinbjarnarsyni, Snorra goða, Porgilsi skarða og Þormóði Kolbrúnarskáldi og fleiri dæmum úr íslendingasögunum og Sturlungu. Fróðlegar og forvitnilegar eru frásagnir um fornar íslenskar lækningabækur, lækningabók Porleifs hirðstjóra Björnssonar, rímbækur Pórðar biskups Porlákssonar og lækningabók (Curationes) Þorkels prests Arngrímssonar í Görðum, sem fyrstur lagði stund á læknisfræði við Hafnarháskóla og núkið orð fór af. Vilmundur landlæknir Jónsson gaf út Curationes séra Þorkels með afspyrnu fróðlegum formála. Höfundur vitnar í Vilmund sem telur sögur af séra Þorkeli orðum auknar. Eg held að séra Porkell hafi verið vel lærður á þeirra tíma vísu og mikill læknir, lærður bæði í Kaupmannahöfn og Leiden, og hann lýsti fyrstur manna iktsýki (Arthritis Rheumatoides). Kaflinn um upphaf heilbrigðiskerfis er afar fróðlegur og spennandi með tilvitnunum í fjölda opinberra heimilda kryddað með tilvitnunum í prívat bréf og æviminningar. Gaman er að heyra að upplýst heilbrigðisstefna hafði forgang í danska heilbrigðiskerfinu og ísland var ekki afskipt sem sjá má af stofnun landlæknisembættisins, fyrsta amtlæknisembættis í danska ríkinu. Kaflinn fjallar síðan um læknismenntun og fjölgun lækna og læknishéraða, spítalana og baráttu Bjarna Pálssonar fyrir því „að almennilegt hospital stipt- aðist hér, í stað þeirra ónýtu líkþrárra spítala" . Svo kemur bólusetningin um aldamótin 1800, hreinl ævintýri. Upplýsingaöldin gengur í garð. Jón Pétursson, fjórðungslæknir Norðlendinga, semur „Lækninga - Bók fyrir almúga“ og „Stutt aagrip umm icktsyke", líklega fyrsta rit í heiminum um gigt. Lyfsölum, yfirsetukonum og smáskammta- læknum eru gerð nokkur skil. Höfundur leitar í ævisögur um samband læknis og sjúklings og ber þar af Endurminningar Gyðu Thorlacius 1801- 1815 sem lýsir á skemmtilegan hátt viðskiptum sínum við Brynjólf lækni Pétursson á Brekku og úrræðaleysi hans. Fróðleg er „Tillaga um gjaldskrá fyrir læknisverk 1849“ og „Gjaldskrá skv. lögum um læknisskipun frá árinu 1875“. Læknum tókst víst misjafnlega innheimtan. Sérstakur kafli er um Heilbrigðis- og trygginga- kerfið á 20. öld. Höfundur bendir réttilega á að „Með setningu alþýðutryggingalaganna árið 1936 og lögum þeim tengdum urðu tímamót í íslensku samfélagi". Og það sagði mér gamall bóndi sem sat á Alþingi í tvo áratugi að hreyknastur væri hann af því að hafa átt þátt í að koma á almannatrygg- ingunum, en hann sat þá í undirbúningsnefnd fyrir Framsóknarflokkinn sem í þann tíð var ekki ginn- keyptur fyrir slíku bruðli. Myndrit á bls. 111 um útgjöld sjúkrasamlaga og Tryggingastofnunar og um heilbrigðisstarfsmenn eru vafalaust mjög fróð- leg en nánast óskiljanleg. Landakort með skipt- ingu læknishéraða á 18., 19. og 20. öld eru aftur á móti mjög góð. Gamlar myndir af spítölunum eru skemmtilegar, en litmynd af Landspítalanum hefði passað betur í þessa fallegu bók. Stærsti kafli bókarinnar er um sjúkdóma og sóttir á 17., 18., 19. og 20. öld. Höfundur tíundar sjúkdóma fyrr á tímum samkvæmt ýmsum heimildum og drýgstar eru Ferðabók Eggerts og Bjarna, Sýslulýsingar og doktorsritgerðir Schleisners og Jóns Finsen. Gigt er oftast nefnd en holdsveiki og sullaveiki fyrirferðarmest fram undir aldamótin 1900, en þá taka berklarnir við sem þjóðarsjúkdómur fram yfir miðja 20. öld að krabbamein og kynsjúkdómar taka við. Bókin nær ekki fram á veldistíma hjarta- og reykingasjúkdómanna. Farsóttir, hungur og brjóstagjöf fá rækilega umfjöllun sem áhrifavaldar um fólksfjöldaþróun á íslandi. Myndrit á bls. 175 um mannfjölda á íslandi eftir aldursflokkum á 18. og 19. öld sýna mjög greinilega fjölgunina sem verður í yngsta aldurshópnum á þessu tímabili. Ungbarnadauðinn fór minnkandi á 19. öld og fólkinu fjölgaði sem sjá má á myndriti á bls. 174. Farsóttir voru ekki lengur slíkir skaðvaldar og verið hafði á fyrri öldum, nema hvað barnaveikin herjaði áfram fram yfir aldamótin 1900. Átakanleg er lýsing Indriða Einarssonar á ótta sínum og systkina sinna þegar fréttist til barnaveikinnar, „við litum hvert á annað og spurðum þegjandi: hvert okkar á nú að deyja?“ Síðasta hungurneyðin var Móðuharðindin. Sú staðreynd að íslenskar mæður höfðu ekki börn sín á brjósti var almennt talin eiga þátt í ung- barnadauðanum. Höfundur hafnar þessu alfarið og vitnar í prófessor Jón Steffensen sem taldi að hungur og hungurtengdar sóttir liefðu verið meg- inorsök dauðsfalla og þar með helsti áhrifavaldur um fólksfjöldaþróun íslands um aldir. 228 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.