Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2006, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.03.2006, Qupperneq 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÓKADÓMUR Sérstakur kafli fjallar um heilbrigt samfélag eins og menn sáu það fyrir sér í hillingum á fyrri hluta 20. aldar með aukið hreinlæti í öndvegi enda ekki vanþörf á. Vitnað er í Guðmund Hannesson, próf- esor, þann mikla eldhuga, sem skrifar eftirfarandi hvatningu árið 1926 í Morgunblaðið: „Þess verður vonandi ekki langt að bíða að það þyki sjálfsagt að fá sér bað þegar rnaður kemur heim óhreinn eða illa til reika og jafnvel að allir þrifamenn vilji þvo sér í hverri viku. Þetta er menningarkrafa sem ekki verður staðið á móti til lengdar og gott eitt um hana að segja frá sjónarmiði heilsufræðinnar“. Hóflegar kröfur það. Og hver skyldi mótstaðan hafa verið? Kreddur kirkjunnar? Önnur skemmti- leg tilvitnun er í Alþýðubók Halldórs Laxness 1929: „Auðvitað eru Islendingar sóðar, engum manni með fullu viti gæti komið til hugar að bera á móti því... Við verðum að hafa hugfast að kotin og þurrabúðirnar verða ekki mublaðar með draum- um einum, raflýstar með tómum ferskeytlum né byggðar upp með sögum af skrýtnum köllum og kellingum eða ættartölum. Og þótt þjóðernisgor- geirinn kunni að vera góður og sveitamenningin hálofleg þá er þó enn meira vert að þvó sér og hirða tennur sínar.“ Nóbelskáldið sér söguöldina fyrir sér í allt öðru ljósi og verður hugsað til koll- ega síns fyrir 700 árum: „... og lítinn vafa tel ég á að hreinir hafa þeir höfðingjar verið á Islandi, sem sömdu sögurnar. Snorri lét gera laug að Reykholti og sat í henni Iaungum“. Skúli V. Guðjónsson, prófessor í Arósum, er sama sinnis um þrifnað fornmanna og það er synd að höfundur hefur ekki bók Skúla „Manneldi og heilsufar í fornöld“ með í gagnabanka þessarar bókar. Seinna kemur fram í þessum kafla að þrifnaður stóð til bóta því að við skólaskoðun í Reykjavík 1924-1925 voru 29,5% skólabarna með kláða, geitur, óþrif í hári, en 1972- 1973 voru bara 2,4% með húðsjúkdóm, lús eða nit. Tilvitnanir í Heilbrigðisskýrslur eru fróðleg- ar og oft skemmtilegar enda margir læknar vel pennafærir, svo sem Steingrímur Matthíasson sem seint þreyttist á að dásama yfirburði sveitalífsins, sérstaklega fyrir börnin og þroska þeirra. Snjöll er lýsing Matthíasar Einarssonar á taugaveikifaraldr- inum í Reykjavík árið 1906 með teikningu hans af útbreiðslu veikinnar frá Móakotslind á horni Lindargötu og Vatnsstígs. Síðustu tveir kaflarnir eru um lækna og heil- brigðismál og samtök lækna. Stofnun Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags íslands er gerð góð skil og saga Læknablaðsins rakin. Það kemur ef til vill mörgum á óvart að Læknafélag Reykjavíkur gaf út Læknablaðið fyrstu fjörutíu árin og að Læknafélag íslands kom ekki að rekstri skrif- stofu félagsins fyrr en eftir dúk og disk. Höfundur rekur ýmis mál sem stjórn LÍ hafði með höndum á fyrri hluta aldarinnar sem voru aðallega deilur við stjórnvöld útaf stöðuveitingum héraðslækna og greinir frá tveimur slíkum, Eyrarbakkadeilunni og ráðningu héraðslæknis á Isafirði, en forðast að vonum þau viðkvæmustu og um leið mest spenn- andi, Kaldalónsmálið og Stóru bombuna. Eg hefi nú lesið þessa bók oftar en einu sinni og finnst hún æ betri eftir því sem ég lít ofar í hana og það er augljóst mál að bókin og heimildaskráin verður öllum áhugamönnum um sögu læknisfræð- innar uppspretta fróðleiks og skemmtunar í fram- tíðinni. Ég hefi ekki verið í kommu- og villuleit en bendi á að höfundur hefur ekki áttað sig á að tveir læknar heita Sigurður Magnússon, berklalækn- irinn og héraðslæknirinn og ég finn ekki Þorbjörn Þórðarson á Bíldudal í heimildaskrá en hann á fróðlegt og skemmtilegt innlegg: „Héraðslæknir í aldarbyrjun“ (Læknabókin, 1949). Nú er mál að linni. Bókin fær fjórar stjörnur af fimm mögu- legum og er höfundi, útgefendum og öllum sem að útgáfunni komu til sóma. Höfundur bókarinnar, Jón Ólafur ísberg með formönnum útgáfunefnd- arinnar, Erni Bjarnasyni til vinstri og Hafsteini Sœmundssyni til hœgri. Myndin var tekin þegar bókin kom út um miðjan desember. Læknablaðið 2006/92 229
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.