Læknablaðið - 15.03.2006, Síða 61
LAUSAR STÖÐUR
LAUSAR STÖÐUR
LÆKNA
Heilsugæslan í Salahverfi í Kópavogi auglýsir
nýja stöðu læknis lausa til umsóknar.
Staðan er laus í sumar eða haust eftir samkomulagi. Leitað er að
sérfræðingi í heimilislækningum. Fimm læknar starfa þegar á
Heilugæslunni í Salahverfi, sem einkum þjónar íbúum Linda-, Sala-
og Vatns-endahverfa í Kópavogi.
Umsóknarfrestur er til 27. mars n.k.
Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf óskast sendar
Hauki Valdimarssyni yfirlækni, Heilsugæslunni Salahverfi, Salavegi
2, 201 Kópavogi, sem einnig gefur nánari upplýsingar í síma
Heilsugæslunnar 590 3900, netfang haukur@salus.is.
Þá leitar Heilsugæslan í Salahverfi einnig eftir lækni til
afleysingavinnu næsta sumar á tímabilinu júní - ágúst.
Áhugasamir læknar vinsamlegast hafið samband við yfirlækni sem
fyrst um þá stöðu.
mHEILSUGÆSLAN
SALAHVERFI
Salavegi 2 - Kópavogi -Sími 590 3900 - www.salus.is
Laus staða
Laus er til umsóknar staða læknis við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi viðurkenningu sem sérfræðingur í heimilislækningum, þó ekki skilyrði.
Starfssvæði stofnunarinnar er Austur-Húnavatnssýsla og eru íbúar svæðisins um 2100. Tveir þéttbýliskjarnar eru á
svæðinu, Blönduós og Skagaströnd. Verið er að byggja nýja heilsugæslustöð á Skagaströnd sem verðurtekin í notkun
í ágúst næstkomandi.
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi er í 6.000 m2 húsi og þar er heilsugæsla, sjúkradeild, hjúkrunarrými og dvalardeild.
Vinnuaðstaða og aðstaða öll er til fyrirmyndar og vel tækjum búin. Við stofnunina starfa þrír læknar.
Umsóknir með upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf skulu berast til:
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi, b.t. Valbjarnar Steingrímssonar framkvæmdastjóra, Flúðabakka 2, 540 Blönduósi,
sími 455-4100, valbjorn@hsb.is sem gefur jafnframt nánari upplýsingar um starfið ásamt Ómari Ragnarssyni yfirlækni
í síma 455 4100, omar@hsb.is
Sjá einnig www.hsb.is
Umsóknarfrestur ertil 15. mars 2006.
Læknablaðið 2006/92 237