Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / OFFITUGREINING ÖRYRKJA
æ feitari og aukningin er mest í hópi þeirra sem
haldnir eru sjúklegri offitu (19).
Örorka tengd offitu hefur ekki áður verið
könnuð hjá heilli þjóð. í Svíþjóð hefur örorka
tengd offitu hins vegar verið könnuð hjá afmörk-
uðum hópum fólks. í Malmö var karlmönnum
sem voru 48 ára á árunum 1974 til 1978 fylgt eftir
til 58 ára aldurs (í 11 ár) og meðal annars fylgst
með þyngdarstuðli þeirra og í hve miklum mæli
þeir voru metnir til örorkulífeyris. Offita var skil-
greind sem lfkamsstuðull yfir 30,0 kg/m2. Offita
reyndist hjá þessum miðaldra karlmönnum hafa í
för með sér marktækt aukna hættu á að verða ör-
yrki á tímabilinu og vera sjálfstæður áhættuþáttur
fyrir örorku (20,21). Konur haldnar offitu á aldr-
inum 30 til 59 ára í 9 sýslum í Svíþjóð voru bornar
saman við þýði úr sænsku þjóðinni. Reyndist tíðni
örorkulífeyris vera meira en tvöfalt hærri hjá kon-
unum með offitu (12%) en samanburðarhópn-
um (5%). Um 10% af heildarkostnaði vegna
langtímafjarvista frá vinnu og örorkulífeyris hjá
konum var rakinn til offitu (22). Bandarísk rann-
sókn hefur einnig sýnt að offita er mun algengari
meðal fólks með margvíslegar fatlanir eða skerð-
ingu borið saman við algengið meðal þjóðarinnar
(23). Pví getur offita verið afleiðing fötlunar ekki
síður en orsök hennar.
Vegna þess hve öryrkjar með offitu sem fyrstu
sjúkdómsgreiningu voru tiltölulega fáir, einkum
árið 1992, hefur frekari skoðun á þeim hópi tak-
markað gildi. Því beindist frekari skoðun á vægi
offitu í örorku að þeim sem höfðu offitu á meðal
sjúkdómsgreininga í örorkumati og samanburði
við aðra öryrkja. Notkun þessara gagna verður að
taka með nokkrum fyrirvara þar sem gera má ráð
fyrir að offita sé ekki alltaf skráð meðal sjúkdóms-
greininga, jafnvel þótt hún sé til staðar, og þá helst
tekin fram ef önnur greining krefst frekari stuðn-
ings. Þar við bætist að offita er ekki alltaf skil-
greind eða líkamsþyngd tekin fram í gögnunum
og offita því háð huglægu mati viðkomandi læknis.
Má þannig gera ráð fyrir að offita sé fremur van-
en ofmetin, bæði árið 1992 og 2004. Jafnframt
má gera ráð fyrir að aukin umræða um ofþyngd-
arvandann í þjóðfélaginu hafi aukið líkurnar á að
læknar setji offitugreiningu á örorkuvottorð og að
tryggingalæknar samþykki offitu sem þátt í örorku
og að þetta eigi einhvern þátt í þeirri aukningu á
vægi offitu í örorku sem lýst er í þessari rannsókn.
Eigi að síður gefa þessi gögn gagnlegar vísbend-
ingar um þróun á umfangi offitu meðal þeirra sem
hafa skerta starfsgetu. Á milli áranna 1992 og 2004
fjölgaði körlum í hópi öryrkja sem höfðu offitu á
meðal greininga í örorkumati meira en öryrkjum
almennt, en á meðal kvenna var sú aukning minni
en hjá öryrkjum almennt. Hins vegar eru hlutfalls-
lega færri öryrkjar meðal karla en kvenna og á það
bæði við um öryrkja almennt og þá sem hafa offitu
meðal sjúkdómsgreininga. í rannsókn á 2300 full-
orðnum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu árin
2002 og 2003 reyndist offita líka heldur algengari
meðal kvenna en karla í öllum aldurshópum, þar
sem 20-23% kvenna greindust með offitu en 16-
18% karla (24). Aukning á offitu frá árunum 1975
til 1994 reyndist hins vegar mest meðal yngri karla
í rannsókn Hólmfríðar Þorgeirsdóttur og fleiri á
gögnum Hjartaverndar 2001 (1), sem er í samræmi
við þá aukningu sem hér verður meðal öryrkja
með offitu meðal sjúkdómsgreininga.
Hjá konum jókst örorka tengd offitu á milli ár-
anna 1992 og 2004 fyrst og fremst í aldurshópnum
20 til 50 ára. Er það að nokkru leyti í samræmi
við niðurstöður úr könnunum Manneldisráðs sem
sýna að offita jókst meðal kvenna í aldurshópnum
25-49 ára úr 7,4 í 11,2% frá árinu 1990 til 2002 en
ekki varð marktæk aukning í offitu í eldri hópum
kvenna á þessu tímabili (18).
Innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúkdómar
(aðrir en offita) og lungnasjúkdómar reyndust
algengari hjá öryrkjum með offitu á meðal grein-
inga en hjá öryrkjum almennt í desember 2004.
Hjá körlum átti þetta einnig við um sjúkdóma í
hjarta og æðakerfi. Hér er um að ræða helstu sjúk-
dóma sem fylgja offitu, svo sem sykursýki 2, en
einnig má gera ráð fyrir að offita hafi oftar verið
tilgreind þegar um slíka sjúkdóma hafi verið að
ræða, heldur en sjúkdóma eða fötlun sem almennt
er ekki tengd eða afleiðing offitu jafnvel þótt hún
hafi verið til staðar. Það er til dæmis vel þekkt
úr erlendum rannsóknum að offita er algengari
í hópi einstaklinga með alls kyns ólíka fötlun,
allt frá blindu og heyrnarleysi til geðraskana og
hreyfihömlunar (23). Hins vegar kann að vera að
læknar telji ekki offitu upp meðal greininga þegar
um svo ótengda greiningu og jafnframt augljósa
fötlun er að ræða og offitugreining komi því ekki
ávallt fram í þessum gögnum.
Örorka tengd offitu var marktækt algengari
meðal kvenna á landsbyggðinni en á höfuðborg-
arsvæðinu, en hjá körlum var ekki marktækur
munur hvað þetta varðar. Er það í samræmi við
niðurstöður innlendra rannsókna sem sýna hærra
hlutfall offitu meðal kvenna á landsbyggðinni
borið saman við höfuðborgarsvæðið (18,25).
Heimildir
1. Þorgeirsdóttir H, Steingrímsdóttir L, Ólafsson Ö, Guðnason
V. Þróun ofþyngdar og offitu meöal 45-64 ára Reykvíkinga á
árunum 1975-1994. Læknablaöið 2001; 87:699-704.
2. World Health Organization (WHO). Obesity, Preventing
and Managing the Global Epidemic. Report of the WHO
Consultation on Obesity, Geneva 3-5 June 1997. Geneva:
WHO; 1998.
530 Læknablaðið 2006/92