Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ HEILBRIGIÐSRÁÐHERRA sem þú vísar til gefur tvær meginniðurstöður. Annars vegar að við búum ekki við skort á læknum eða sjúkraliðum en greinilega er vöntun á hjúkrun- arfræðingum og sjúkraliðum. Eg hef reyndar meiri áhyggjur af sjúkraliðunum þar sem aldursamsetn- ingin í stéttinni er óhagstæðari en í hjúkrunarfræð- inni. Það er hins vegar alveg ljóst að fjölga verður plássum í hjúkrunarfræði og það verður gert. Það hefur verið notað sem rök gegn fjölgun að ekki væru nemapláss inn á sjúkrahúsunum en nú eru aðstæður þannig að það er hægt að fjölga nemum þar og mikilvægt skref til að mæta þessari vöntun er að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Menntamálaráðherra hefur brugð- ist við að nokkru leyti varðandi sjúkraliðana með svokallaðri „brú” sem byggist á því að ófaglærðir starfmenn sjúkrahúsanna geta fengið starfsreynslu sína metna til námseininga í sjúkraliðanámi.” Er ekki vandinn líka fólginn í því hversu lág launin eru íþessum greinum? „Jú, það er vissulega einn þáttur vandans en skortur á starfsfólki í ákveðnum heilbrigðistéttum er alþjóðlegt vandamál og alls ekki séríslenskt. Liður í því að fjölga í þessum stéttum er að bæta starfsaðstöðu og starfsumhverfi og nýja sjúkrahús- ið vegur þar auðvitað þungt.” Munt þú beita þér í því að bœta launakjör þess- ara stétta? „Nei, það mun ég ekki gera vegna þess að heil- brigðisráðherra hefur ekki samningsumboð til að semja við þessar stéttir. Það er fjármálaráðherra sem fer með það og stofnanirnar sjálfar eru einnig að gera samninga við starfsmenn sína. En það er ótrúlega sterk tilhneiging að blanda heilbrigð- isráðuneytinu inn í kjaradeilur og ég er að svara því nánast í hverri viku hvort ég ætli ekki að grípa inn í kjaradeilur hinna ýmsu hópa.” Þagnarskylda lœkna og annars heilbrigðis- starfsfólks hefur verið talsvert til umrœðu að und- anförnu. Tilefni þess er hvort lceknum beri að upp- lýsa yfirvöld ef í starfi sínu þeir komast að því að sjúklingar þeirra eru viðriðnir lögbrot í einhverjum skilningi. Eru uppi áform um að skerpa línur og draga skýrari mörk íþessum efnum? „Þetta er mjög flókið mál og almennt er ég því fylgjandi að trúnaður lækna og annarra heil- brigðisstarfsmanna við sjúklinga sé sem mestur. A því byggist traust samband þessara aðila. Það er í gangi vinna á milli ráðuneytis heilbrigðismála og dómsmála um hvar línan um upplýsingaskyldu skal liggja þegar upp koma mál sem varða við lög. En að öðru leyti skil ég mjög vel afstöðu lækna um trúnað við sjúklinga sína en þegar afbrot blandast inn í málið þá vandast það og það er ekki síst í þágu heilbrigðisstarfsfólksins sem mikilvægt er að línurnar séu alveg skýrar.” Læknablaðið 2006/92 551
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.