Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 57
í þessum kafla meðal annars: „Lasknar sem ekki geta sætt sig við stjórnarhætti ... ættu að leita annað. Þar sem LSH er í raun eini vinnustaðurinn fyrir flesta lækna er þó erfitt um vik að þessu leyti. Stjórnarhættir sem miða að því að hafa samráð við starfsfólk og nýta þekkingu þeirra eru líka þeir sem besta raun gefa.“ Nauðsynlegt er að hafa fleiri sjúkrahús í Reykjavík til að knýja fram slíka stjórn- unarhætti með eðlilegri samkeppni. Samkeppni heilbrigðisstofnana Ekki er að sjá að á dagskrá aðalfundar Læknafélags íslands í haust sé nauðsynleg umræða um drög að nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu (18). Ekki heldur umræða um dreifistýringu heilbrigðiskerf- isins né um samkeppni eða einkarekstur heilbrigð- isstofnana, hvorki sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila né heilsugæslustöðva. Með hliðsjón af framansögðu er ástæða til að skora á Læknafélagið að taka upp kröftuga umræðu um þessi mál og stuðla að því að sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn geti valið á milli mismunandi stofnana sem sinna svipuðum verkefnum. Aðeins þannig geta heilbrigðisstarfs- menn tjáð sig frjálst og þurfa ekki að vera hræddir um að verða atvinnulausir. Eins þurfa sjúklingar . að geta talað um þjónustu án þess að þurfa að vera hræddir um að skoðanir þeirra hafi áhrif á fram- tíðarviðskipti þeirra við sjúkrahúsið. Því miður er ekki örgrannt um að borið hafi á slíku. Fámenni landsins er engin afsökun fyrir því að hafa ekki fleiri en eitt sjúkrahús í Reykjavík. Fámenni hefur ekki komið í veg fyrir að komnir eru margir háskól- ar sem keppa um nemendur og starfsmenn. Þegar er komið í ljós að sameining spítalanna í Reykjavík var misráðin. „Hagræðingin" hefur verið fólgin í fækkun sjúkrarúma og alltof mikilli fækkun starfs- fólks og þar af leiðandi ónógri þjónustu og minni tíma til vísindastarfa. Allsendis er óvíst að meiri hagræðing náist með nýjum byggingum. Tvö sjúkrahús í Reykjavík Þessi umræða þarf að fara fram nú þegar, áður en lengra er haldið með áform um að fletja Landspítalann út í krikanum milli Hringbrautanna, sem eina spítalann í Reykjavík. Haft er eftir Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur í Læknablaðinu (1): „Fræðin segja mér að eina leiðin sem stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á sérhæfða starfsemi eins og starfsemi sjúkrahúsa er, sé að höfða til einstakra hópa. Það var gert hér því þegar búið var að út- vatna andstöðu lækna var höfðað til akademíunn- ar og búið til háskólasjúkrahús. Þessi fræði gefa vís- bendingu um að í framhaldinu verði til afar sterk einokunarstofnun ... styrkt með máttugri ímynd ... Ég held að betra væri fyrir fámennt þjóðfélag að byggja upp opnara sjúkrahúskerfi með minni en fleiri stofnanir ... Sú spurning vaknar hvort há- skólasjúkrahúslíkanið sem við þekkjum frá millj- ónaþjóðum henti við þær óvenjulegu aðstæður sem fámennið skapar okkur.“ Löngu er tímabært að byggja við og endurbæta Landspítalann og gera hann nútímalegan svo að hann geti þjónað hlutverki sínu betur. Hann hefur frá upphafi verið háskólasjúkrahús enda voru prófessorar í handlæknis- og lyflæknisfræði strax ráðnir yfirlæknar spítalans (sbr. og lög um Háskóla íslands nr. 60, 1957). Hugsanlega er hægt að koma spítalanum fyrir í krikanum milli Hringbrautanna eða með hærri byggingum á gömlu Landspítalalóðinni eins og Páll Torfi Ön- undarson (19) hefur nýlega bent á ef jafnframt er hugað að því að reka Borgarspítalann sjálfstætt í Fossvogi sem nauðsynlegan valkost fyrir sjúklinga og starfsfólk. Heimildir 1. Haraldsson Þ. Eigum við ekki að ræða málin betur? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjómsýslufræðingur segir stjórnvöld ekki móta stefnu í heilbrigðismálum, hún gerist bara. Læknablaðið 2006;92:216-9. 2. Önundarson, PT. Alfaðir ræður. Er það góð stjórnun að skerða stjómunaráhrif lækna á Landspítala. Læknablaðið 2006; 92: 260-1. 3. Haraldsson Þ. Skilið milli kaupanda og seljanda. Rætt við Jón- ínu Bjartmarz um tillögur nefndar um verkaskiptingu sjúkra- húsa og sérfræðiþjónustu ásamt fleiru.. Læknablaðið 2006; 92: 322-3. 4. Sveinsson S. Um þagnarskyldu lækna. Læknablaðið 2006; 92: 7. 5. Snædal J. Þagnarskylda lækna. Læknablaðið 2006; 92:183. 6. Sigurðardóttir K. Frá Siðfræðiráði. Þegar trúnaður við skjól- stæðing og samfélagsskyldur stangast á. Læknablaðið 2006; 92: 224-5. 7. Stefánsdóttir Á. Þagnarskyldan; hver eru hin siðferðilegu rök. Læknablaðið 2006; 92:325-7. 8. Sveinsson BÓ. Þankar um þagnarskyldu. Læknablaðið 2006; 92:403. 9. Haraldsson Þ. Rafræn heilbrigðisþjónusta í sjónmáli. - Hægt að ljúka við Heilbrigðisnetið á 3-4 árum, segja Ingimar Einarsson og Benedikt Benediktsson í heilbrigðisráðuneytinu. Lækna- blaðið 2006; 92:50-1. 10. Ármannsson G. Föstudagsmoli 80, dómur Hæstaréttar í máli Tómasar Zoéga. www.lis.is/Items/Default.aspx?b=809 11. Sigurðsson F. Uppskorið eins og til var sáð - Af málefnum Landspítala- háskólasjúkrahúss. Morgunblaðið 2006,25. maí. 12. www.rikisend.is/files/skyrslur_2005/LSH_2005.pdf 13. Helgason T. Spítali í spennitreyju stjórnunarvanda. Lækna- blaðið 2005;91:688-9. 14. Landspítali - háskólasjúkrahús 2005. Landspítali - háskóla- sjúkrahús. Reykjavík 2006. 15. http://www.rikisend.is/files/skyrslur_2005/aldradir_thjonusta. pdf 16. www.heilbrigdisraduneyti.is/media/Stofnamr/Fjoldi_oldmnar- ryma-mai-2006.pdf 17. Hansdóttir H. Stefnumótun og gildi Landspítala. Læknablaðið 2006; 92:487. 18. http://heilbrigdisraduneyti.is/media/Heilbrigdisutgjold/Frv._ um_heilbr.tjonustu_12.04.06.pdf.06.pdf 19. Önundarson PT. Nýtt háskólasjúkrahús frá grunni - eða á göml- um grunni? Morgunblaðið 2006,2.júní. Læknablaðið 2006/92 565
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.