Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR Á HLAUPUM Allt bílar sem ekki er notað Það er orðið langt síðan Trausti Valdimarsson hljóp móður og másandi stuttan hring um Vesturbæinn til að hvíla sig frá próflestri á 6. ári í læknisfræði. Hann á að baki 47 maraþonhlaup auk þátttöku í fjölda styttri og lengri hlaupa. Síðustu misserin hefur hann bætt um betur og keppir í þríþraut þar sem er synt, hjólað og hlaupið án þess að pústað sé á milli. Hann segist hafa eitt mottó að leiðarljósi við íþróttaiðkun sína; „allt bilar sem ekki er notað, („use it or loose it“) og á þar við að líkami og líkamshlutar sem ekki fá nægilega þjálf- un gefi sig fyrr en ella. Trausti Valdimarsson, sérfræðingur í lyflækn- ingum og meltingarsjúkdómum, er án efa í hópi þekktari langhlaupara landsins. Hann segist hafa byrjað að hlaupa fyrir um 18 árum og hlaupagleðin hafi farið vaxandi með árunum fremur en hitt. „Sem barn og unglingur var ég lítið í íþróttum umfram skyldubundna leikfimi og var aldrei góður með bolta. Nema ef til vill körfubolta enda naut ég þess að vera nær körfunni en flestir hinna,“ segir hann léttur í máli enda tæplega tveggja metra langur og skreflengdin í samræmi við það. Sumir hlaupafélaga Trausta hafa haft á orði að ekki sé sanngjarnt að hlaupa með honum því hann þurfi mun færri skref á hverja vegalengd en aðrir. Gekk síðasta spölinn „Ég komst í körfuboltalið með félögum mínum í læknisfræðinni, Jóni Baldurssyni bráðalækni, Þorkeli Sigurðssyni augnlækni og Gunnari Thors lýtalækni. Þetta lið var ósigrandi í nokkur ár, þar til á 6. ári að upp kom sterkt lið hjá 1. eða 2. árs læknanemum sem sigraði okkur í úrslitaleik. En ég fór út að hlaupa fyrst þegar ég var í próflestri á 6. ári árið 1984 með Hirti Gíslasyni skurðlækni, sem þá var íslandsmeistari í 110 m grindahlaupi. Hann dró mig með sér að hlaupa einn hring eftir Suðurgötu, Hringbraut, Hofsvallagötu og Ægisíðu. Ég komst þetta án þess að stoppa og var mjög stoltur af. Á þessum árum reykti ég og hætti því ekki fyrr en eftir að ég flutti til Gautaborgar í framhaldsnám 1986. Þar kynntist ég sænskum lækni sem hafði hlaupið „Göteborgsvarvet“, 21,1 km (hálft maraþon). Ég hljóp Gautaborgarhlaupið í fyrsta sinn 1988. Það gekk sæmilega, ég þurfti þó að ganga einhvern spöl í lokin og kom í mark á rétt innan við tveimur klukkustundum.” Þann tíma hefurTrausti bætt smám saman í 1:22 árið 2003. „Við fluttum til Linköping 1990 og ég fór að æfa með hópi þar sem mörg stefndu á Stokkhólmsmaraþonið. Það var fyrsta maraþon- ið sem ég hljóp og í þessi 10 ár sem ég bjó í Linköping hljóp ég Stokkhólmsmaraþonið á vorin og Lidingöhlaupið, sem er 30 km víðavangshlaup, á haustin." Trausti flutti heim frá Svíþjóð árið 1999 með fjölskyldu sína, konu og þrjú börn sem nú eru upp- komin, „að mestu,” segir hann og kímir. „Sá yngsti er 18 ára. Ég hef því meiri tíma til að leika mér núna en áður og þegar ég flutti heim var það hluti af að- dráttaraflinu að hér var svo mikil gróska í hlaup- unum. Það er gríðarlega gaman að vera hlaupari á Islandi í dag. Veðrið er mjög hlaupavænt, aldrei of heitt og sjaldan of kalt! Skemmtilegur og fjöl- breyttur hópur fólks sem stundar hlaupin. Gamall vinur minn úr menntaskóla, Pétur Helgason mat- vælafræðingur, sem nú er gæðastjóri hjá Vífilfelli, kom í heimsókn til okkar í Linköping 1994 og hafði aldrei hlaupið en var þá Islandsmeistari í keilu. Hann er einn af þessum mönnum sem gerir allt vel sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Trausti og hlær og segir þetta milda lýsingu á ástríðuhlaup- aranum Pétri Helgasyni en saman mynda þeir Trausti helminginn af fjögurra manna hópi sem tók í fyrra þátt í ATC (Arctic Team Challenge) keppninni á Grænlandi þar sem er hlaupið, róið og hjólað í fimm daga, samtals um 250 kílómetra. „Við ætlum að taka þátt aftur í sumar og vonandi gengur okkur enn betur núna enda orðnir sjóaðri. Við erum reyndar allir talsvert eldri en hinir kepp- endurnir en það gerir ekkert til,” segir Trausti en óhætt er að segja að hann sé líka einn af þeim sem gerir allt vel sem hann tekur upp á. Hann undirbýr sig nú af kappi fyrir keppnina á Grænlandi. „Þessi keppni var toppurinn á öllu sem ég hef gert og það var engin spurning um að taka þátt aftur í sumar. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og mikil áskorun að taka þátt í þessu.” Hinir tveir félagarnir í hópnum eru Erlendur Birgisson verkfræðingur og Stefán Örn Einarsson, verkstjóri, báðir vanir fjallamenn og maraþonhlauparar. Grænlandskeppnin fer fram um miðjan júlí en þeir Trausti, Pétur og Erlendur létu sig þó ekki muna um að taka þátt í Kaupmannahafnarmara- þoninu 21. maí sl. „Það var mjög skemmtilegt hlaup og tíminn var ágætur,“ 3:05, en besti tími Trausta í maraþoni er 2:56 í Boston 2002. „Það ár var ég frekar ofvirkur, hljóp meðal annars ein sex maraþon og Laugaveginn líka, (Landmannalaugar- Þórsmörk 55 km) og komst ágætlega frá því.“ 556 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.