Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 39
SAGA OG LÆKNINGAR
indum oftast að aldurtila nema mikið væri haft við,
likt og greint er frá í sögu Þorgils skarða. Þorgils
skarði fæddist með skarð í góm og tanngarð. Hann
var af höfðingjaættum en í sögu hans og í rannsókn-
um henni tengdum kemur fram að líklega hafi þurft
eina fullorðna vinnukonu í fullt starf til þess að
halda honum á lífi fyrsta ár bernskunnar (16).
Niðurstaða
Segja má að með uppgreftrinum á Skriðuklaustri
hafi verið skyggnst inn í dulinn heim kaþólskrar
kirkju á miðöldum. Mörgum óvissuþáttum um
byggingarlag þess hefur verið eytt. Rannsókna-
niðurstöður gefa fyrirheit um að uppgröfturinn
muni breyta viðteknum hugmyndum um bygg-
ingar og hlutverk klaustra á miðöldum hérlendis.
Uppgröfturinn gefur í fyrsta lagi ástæðu til þess að
draga það í efa að Islendingar hafi byggt klaustur
sín að eigin fyrirmynd, eins og líkur hafa áður verið
leiddar að, því bygging Skriðuklausturs greinir sig
ekki frá fastmótuðu grunnformi annarra samtíða
klausturbygginga í Evrópu.
í öðru lagi virðist hlutverk Skriðuklausturs
samsvara hlutverkum annarra kaþólskra klaustra
í Evrópu. Hlutverk þeirra snéri einkum að sam-
félagshjálp í víðum skilningi, að rekstri skóla og
móttöku fátækra, sjúkra og aldraðra til umönnun-
ar eða lækninga, samhliða bænahaldi. Óvenjulega
hátt hlutfall barna, ungmenna, sjúkra og fatlaðra
sem jarðsettir voru í klausturgarðinum rennir
stoðum undir þá tilgátu að hospítal hafi verið
rekið á vegum Skriðuklausturs. Aður hefur verið
bent á að íslensku klaustrin hljóti að hafa rekið
spítala eða athvörf á jörðum sínum, eins og tíðk-
aðist víða í klaustrum utan Islands, en heimildir
um það hefur skort (17). Áhöld til lækninga og
ræktun lyfjagrasa á staðnum benda ennfremur til
þekkingar á sviði læknisfræði hérlendis á kaþólsk-
um tíma en hingað til hefur hún verið ta lin hafa
verið takmörkuð fyrir siðaskiptin (18).
Niðurstöður rannsóknarinnar á Skriðu hljóta
að ýta undir efasemdir um hina meintu einangrun
íslands á miðöldum. Að sama skapi má gagnrýna
þá miklu áherslu sem lögð hefur verið á neikvæð-
ar hliðar auðsöfnunar kaþólsku klaustranna, á
kostnað hlutverka þeirra við samfélagshjálp í
breiðum skilningi. Miskunnsemi var jú einkunn-
arorð kaþólskrar kristni. Ætla mætti að enn í dag
eimi eftir af boðskap siðaskiptanna við rannsóknir
á klausturhaldi hérlendis en hann einkenndist af
áróðri gegn kaþólskri kirkju og hlutverkum henn-
ar. Kaþólsk kirkjuskipan setti mark sitt á evrópsk
miðaldasamfélög og fyrir tilstuðlan hennar bárust
hingað til lands margháttuð áhrif,jafnt jákvæð sem
neikvæð. Stofnun klaustra á íslandi hefur eflaust
ekki verið undanþegin þessum áhrifum, enda
landið hluti af þeirri heild sem kaþólska kirkjan
skapaði á miðöldum.
Heimildir
1. Guðmundsson GF. íslenskt samfélag og Rómarkirkja. In:
Hjalti Hugason, ed., Kristni á íslandi II. Alþingi, Reykjavík
2000:217,221-3,324.
2. Stephensen Þ. Menntasetur að Viðeyjarklaustri. Ritgerð í
kirkjusögu: Háskóli íslands, guðfræðideild, 1992:60-1.
3. Jónsson J. Um klaustrin á íslandi. Tímarit Hins íslenska
bókmenntafélags 1887; 8:264.
4. Steinsson H. Saga munklífis að Skriðu í Fljótsdal. Sérefnisrit-
gerð til embættisprófs í guðfræði. Háskóli Islands 1965:85.
5. Steinsson H. Jarðir Skriðuklausturs og efnahagur. Múlaþing
1966; 1:75.
6. Bruun D. Við norðurbrún Vatnajökuls (Rannsóknir á Austur-
landi sumarið 1901). Múlaþing 1974:7,163-4.
7. Hallgrímsson H. Minjar og saga á Skriðuklaustri. Heimilda-
könnun og heimildaskrá. Egilsstaðir 2000:4-9.
8. Kristjánsdóttir S. Klaustrið á Skriðu í Fljótsdal. Hvers vegna
fomleifarannsókn? Múlaþing 2001; 28:129-39.
9. Olsen O. De danske middelalderklostres arkæologi. Hikuin
23,1996:10,21.
10. Guðmundsson GF. íslenskt samfélag og Rómarkirkja. In: Huga-
son H, ed., Kristni á íslandi II. Reykjavík: Alþingi, 2000:212.
11. Kristjánsdóttir S. Skriðuklaustur - híbýli helgra manna.
Áfangaskýrsla fornleifarannsókna 2002. Skýrslur Skriðu-
klaustursrannsókna IX. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsókn-
ir, 2003.
12. Aston M.The Expansion of the Monastic and Religious Orders
in Europe from the Eleventh Century. In Graham Keewill,
Mick Aston and Teresa Hall ed.), Monastic Archaeology.
Oxford 2001:23.
13. Bond J. Production and Consumption of Food and Drink in
the Medieval Monastery. In Graham Keewill, Mick Aston and
Teresa Hall (ed.), Monastic Archaeology. Oxford 2001:65.
14. Jensson H. Klausturgarðurinn á Skriðu. Niðurstöður
frjókornagreininga. Háskóli íslands 2005; BA-ritg: 31.
15. Kristjánsdóttir S. Skýrslur Skriðuklaustursrannsókna IX.
Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir, 2005.
16. Bragg L. Disfigurement, disability, and dis-integration in Sturl-
unga saga. Alvíssmál 1994:4:16.
17. ísleifsdóttir V. Öreigar og umrenningar. Um fátækraframfærslu
á síðmiðöldum og hrun hennar. Saga 2003. XLI: 2,91-126.
18. Þorláksson H. Undir einveldi. In Sigurður Líndal (ed.), Saga
íslands VII. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2003:
127.
Læknablaðið 2006/92 547