Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 189 Orðalistar Ágúst Ingi Ágústsson, deildarlæknir á Land- spítala, sendi nýlega orðalista vegna verkefnis sem hann er að vinna að. Gaman er að fá þannig innsýn í þau heiti og hugtök sem læknar eru að fást við á daglegum vettvangi. Um leið má nefna að íslenska orðið vettvangur merkti upphaflega vígvöllur eða bardagavöllur. í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar er fyrri orðhlutinn vett- talinn kom- inn af vétt, bardagi, víg, en sá síðari, vangur, merkti upphaflega: völlur eða staður þar sem barist er. Merkingin ætti því að vera gulltryggð. Lifrarheiti Mörg orðanna á lista Ágústs tengjast því merki- lega líffæri sem lifur nefnist. í Orðsifjabókinni er bent á að íslenska heitið sé líkt samsvarandi heit- um í málum nágrannaþjóðanna (fær. livur, nýno. liver, sænska og danska lever, fornenska lifer). Læknisfræðilega heitið hepar er hins vegar komið úr grísku, en hið latneska heiti, iecur, ber nú ekki fyrir í fræðimáli lækna. í Líffæraheitunum (Orðabókarsjóður læknafélaganna 1995) má finna að lifrinni er skipt í fjóra misstóra hluta sem nefnast blöð (lobus dex- ter, sinister, quadratus og caudatus). Heitið blað (lobus) kemur þegar fyrir í íslenskum læknisfræði- heitum Guðmundar Hannessonar frá 1954, en hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar. Undirritaður er í hópi þeirra sem hafa að lokum getað sætt sig við það, enda aldrei getað fellt sig við heitið lappi, sem sumir aðrir vilja fremur nota. Samkvæmt Islenskri orðabók Eddu merkir lappi bót eða bréfsnepill. Lifrarblöðum má síðan skipta í geira (L. ft. segmenta) á sambærilegan hátt og lungnablöðum er skipt í geira. I vefjafræðiheitunum kemur svo fyrir heitið lifrarbleðill (lobulus hepaticus). í miðju hvers lifrarbleðils liggur miðjubláæð (vena centralis), en utanvert eru portgöng (canalis por- talis) sem innihalda portþrennu (L. trias hepatica, E. portal triad), bláæð, slagæð og gallrás. Bleðlar (lobuli) koma einnig fyrir í vefjafræði briskirtils, brjósta, eistna, eistnalyppa, hóstarkirtils, nýrna og skjaldkirtils. Lifrarsjúkdómar Á lista Ágústs voru einnig samsettu heitin hepatic fibrosis og hepatic cirrhosis. Ekki er vafi á því að heitin lifraraskorpnun og skorpulifur hafa fengið fulla viðurkenningu. Því má eins tala um gallskorpnun (biliary cirrhosis) og gallskorpu- lifur. Heitið lifrartrefjun (hepatic fibrosis), sem er jafn lipurt, hefur hins vegar átt erfitt upp- dráttar. Fleirtöluorðið trefjar (kvk) vísar, sam- kvæmt íslenskri orðabók Eddu, til langra þráða af ýmsum toga (svo sem basttrefjar, kókostrefjar, glertrefjar, kjöttrefjar). í þessu samhengi vísar það til bandvefstrefja í örvefnum sem kemur í stað þess starfsvefjar sem skemmst hefur við sjúkdóm í viðkomandi líffæri. Heitin meðfædd lifrartrefjun (congenital hepatic fibrosis) og jaðarporttrefjun (periportal fibrosis) virðast einnig lýsa vel því sem þar um ræðir og sama má segja um heitið trefjandi gallrásabólga (sclerosing cholangitis). Lokun æðagúla Sigurður E. Sigurðsson, svæfingarlæknir á FSA, sendi tölvupóst í vetur og viðraði hugmynd að nýju heiti,sem hann vill taka upp og nota í tengslum við sérstaka aðferð til að loka æðagúlum í heilaslag- æðum. Áður hefur verið rætt um stoðnet (stent) sem setja má inn í æðar til að halda þeim opnum (sjá íðorðapistla 85-89). Æðagúla (L. ft. aneurys- mata) má sömuleiðis nálgast innanfrá með því að þræða leggi að þeim eftir viðkomandi æðum. Hveijum gúl má síðan loka með því koma fyrir í honum hringuðum vír sem fyllir upp í hol hans og hvetur um leið til blóðstorku í gúlnum. Slíkur vír nefnist gjarnan endovascular coil á ensku. Sigurður stingur upp á að íslenska orðið hnoðri verði notað um vírspólu af þessu tagi og það að koma henni fyrir verði nefnt að hnoðra. Coil Samkvæmt orðabókum hefur enska nafnorðið coil verið þýtt með íslensku orðunum spóla, kefli, vafn- ingur, spírall og jafnvel gormur. Uppruni orðsins er rakinn til latínu þar sem sögnin colligere táknar að safna saman. Það finnst aðeins í einu samsettu heiti í íðorðasafni lækna og er þá þýtt sem gorm- ur. Uppfletting í íðorðasöfnunum í Orðabanka Islenskrar málstöðvar leiðir hins vegar í ljós að íslenska orðið spóla er þar oftast notað um coil, sérstaklega á það við um rafspólur þar sem vafn- ingar eru mjög reglulegir. í enskum orðabókum má sjá að nafnorðið coil er fyrst og fremst notað um reglulegan hring- eða gormlaga vafning. Hnoðri Undirritaður getur vel sætt sig við að sá búnaður sem Sigurður lýsir, endovascular coil, fái íslenska heitið innæðahnoðri, sem stytt verði í hnoðri þegar augljóst er hvað við er átt. Rétt er að minna á að glomerulus renis nefnist nýrahnoðri, æðahnoðri nýra eða gaukull í íðorðasafni lækna. Undirritaður getur hins vegar ekki séð að sögnin að hnoðra sé nauðsynleg. Hnoðrinn er settur inn, hringaður inn, honum komið fyrir eða sleppt inn í gúlinn. Gaman væri að fá skoðanir annarra. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2006/92 567
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.