Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 38
SAGA OG LÆKNINGAR Hvíti kekkurinn sem örin vísar á bendir til kalk- myndunar í lunga afvöldum berkla. Af37 rannsökuðum beina- grindum lír Skriðuklaust- urskirkjugarði eru helm- ingur þeirra bein fyrirbura og barna undir 10 ára aldri. staðsetja rústir þess. Ákveðið var að rannsaka gamla bæjarstæðið á Skriðu bæði með jarðsjá og könnunarskurðum. Eins þótti rétt að kanna með sömu aðferðum svæðið í kringum kirkjurústina sem sýnileg er á yfirborði Kirkjutúnsins. Voru þá önnur klaustur í Evrópu höfð í huga, þar sem kirkja er undantekningarlaust hluti af þeirri heild sem klausturhúsaþyrpingin myndar (8). Það er skemmst frá því að segja að rústir klaust- ursins fundust á Kirkjutúninu við kirkjurústina sem aflögð var árið 1792. Uppgröftur hófst tveimur árum síðar. Með uppgreftrinum hefur verið stað- fest að klaustrið á Skriðu var starfrækt í sérstakri byggingu, aðskilinni frá veraldlegum umsvifum á bænum, líkt og gert var í öðrum löndum Evrópu. Augljóst er að klausturbyggingin hefur verið mjög stór en mælingar benda til þess að grunnflötur hennar sé um 1200 fermetrar að flatarmáli. Bygging Skriðuktausturs Nú þegar fjögur ár eru liðin frá upphafi uppgraft- arins er ljóst að grunnform klausturbyggingar- innar var það sama og önnur evrópsk klaustur höfðu. Þau voru samsett af þyrpingu vistarvera sem öll gegndu ákveðnum hlutverkum og voru byggð ásamt klausturkirkju kringum klaustur- garð (9). Útveggirnir mynduðu þannig lokað rými þeirra sem ákváðu að gefa sig Guði einum á hönd og segja skilið við hinn veraldlega heim sem lá utan veggja klaustursins (10). Nú þegar má greina úr rústum Skriðuklausturs sex vistar- verur, auk lítillar kapellu (eða kapítula) og klausturkirkju sem báðar voru hluti af klaustur- byggingunni sjálfri. I miðri húsaþyrpingunni var garður með brunni fyrir miðju. íburður klaust- urkirkjunnar hefur verið mikill en í rúst hennar hafa fundist brot úr altarissteinum, steindum gluggum og líkneski (11). Lækningar og umönnun sjúkra í Skriðuklaustri Fornleifauppgröfturinn á Skriðu hefur einnig opnað nýja sýn á hlutverk klaustursins og starf- semi því tengdu. Niðurstöður frjókornagreininga1 og fornmeinafræðilegra rannsókna2 benda til þess að hospítal hafi verið rekið á staðnum, líkt og gert var í mörgum öðrum klaustrum í Evrópu (12). Áhöld til lækninga hafa einnig fundist í rústum klaustursins, þar á meðal bfldar af ýmsum gerðum skæri, lyfjaglas og ýmsar tegundir steina en þekkt er að steinar hafi verið taldir búa yfir lækninga- mætti. Frjókornagreining sem gerð var á jarðvegs- sýnum frá rannsóknarsvæðinu sýndi að skipulögð ræktun lækninga- og matjurta fór fram í garði klaustursins eins og algengt var í kaþólskum klaustrum (13). Samtals voru 22 tegundir plantna og jurta greindar og af þeim teljast tíu til lækn- ingajurta. Þrjár þeirra eru aðfluttar og hljóta því að hafa verið ræktaðar markvisst á staðnum. Ein af sjaldgæfu tegundunum er villilaukur sem einnig gæti hafa verið nýttur til matar. Aðrar sjaldgæfar tegundir eru brenninetla og græðisúra (14). Ræktun lyfjagrasa og hugsanleg lyfjagerð í tengslum við hana gefur til kynna að umönnun, hjúkrun eða jafnvel lækningar hafi farið fram í klaustrinu á Skriðu og styður mannabeinasafn frá uppgreftrinum þá tilgátu einnig. Ríflega 60 grafir hafa fundist í klausturgarðinum, veggjum kirkj- unnar og því rými sem liggur næst henni. Þrjátíu og sjö þeirra hafa verið grafnar upp en greina má einkenni alvarlegra sjúkdóma af ýmsu tagi á nánast öllum þeim beinagrindum sem í þeim hafa fund- ist. Áberandi eru smitsjúkdómar eins og sárasótt, berklar, sullur, holdsveiki og krónísk lungnabólga sem allt voru landlægir sjúkdómar í nágrannalönd- um Islands á þessum tíma, auk tannígerða og gigt- arsjúkdóma. Eins hefur á Skriðuklaustri verið jarð- að fólk sem hefur hlotið áverka, beinbrot eða verið með ýmiskonar fötlun. Bein fyrirbura, ungbarna og ungra kvenna eru í miklum meirihluta í beinasafn- inu en það gæti bent til að konur hafi leitað til klaustursins í barnsnauð Aðeins ein beinagrind karlmanns hefur verið grafin fram úr Skriðuklaustu rskirkjugarði enn sem komið er (15). Bein 13-15 ára unglings með klofinn góm benda jafnframt til umönnunar á staðnum samhliða lækn- ingastarfsemi en merkilegt verður að teljast að hann hafi lifað til unglingsára með slflca fötlun. Börn með klofinn góm dóu mörg hver snemma í æsku á þess- um tíma, einkum vegna skertrar soggetu þeirra af þessum sökum. Næringarskortur varð þeim að lík- 546 Læknablaðið 2006/92 1 Greiningar geröi Ragnheiður Erla Bjamadóttir vistfræðingur með aðstoð Hákonar Jenssonar fornleifafræðingi. 2 Greiningar gerði Guðný Zoéga fornmeinafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.