Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ HEILBRIGIÐSRÁÐHERRA Hlutverk lækna er að sinna sjúklingum Hávar Sigurjónsson Sif Friðleifsdóttir tók við embætti heilbrigðis- og tryggingaráðherra af Jóni Kristjánssyni í febrú- ar síðastliðnum og hefur hvert málið rekið annað síðan. Þegar heilbrigðismál eru annars vegar má kalla það daglegt brauð; fáir málaflokkar valda jafnmiklum deilum og umræðum og heilbrigð- ismál og eflaust er það eðlilegt þar sem fátt er jafn mikilvægt í samfélagi okkar og vel rekin heilbrigð- isþjónusta. En þar sýnist sitt hverjum um leiðirnar og stjórnmálamenn hafa jafnvel kinokað sér við að taka afstöðu, telja ferli sínum betur borgið með því að sneiða hjá þessu eldfima efni. Blaðamaður Læknablaðsins átti samtal við Siv þann 6. júní rétt í kjölfar þess að Halldór Asgrímsson tilkynnti afsögn sína og Framsóknarflokkurinn stóð frammi fyrir einum róttækustu breytingum á stjórn flokks- ins í manna minnum. Breytingar á ríkistjórninni hafa legið í loftinu síðan og var ekki laust við að blaðamaður krosslegði fingur í laumi og vonaði að Siv yrði að minnsta kosti enn í embætti þegar við- talið næði birtingu í Læknablaðinu. Skýrsla svokallaðrar Jónínunefndar - kennd við formanninn Jónínu Bjartmarz - og bar yfirskrift- ina Hver gerir hvað í heilbrigðiskerfmu - var lögð fram ífebrúar og olli talsverðu fjaðrafoki. Skýrslan er ítarleg en umrœðan snerist þó aðallega um eitt afmarkað atriði, hvort leyfa œtti efnameiri sjúkling- um að borga fyrir að komast fyrr að í heilbrigð- iskerfinu. Þín viðbrögð voru nokkuð afdráttarlaus hvað þetta varðaði en hvað um annað í skýrslunni? Hvernig verður brugðist við öðrum tillögum nefnd- arinnar? „Sumar tillögurnar eru þess eðlis að þær tengj- ast málum sem þegar eru í vinnslu og nýtast þann- ig og aðrar lúta beint að nýja frumvarpinu um heil- brigðisþjónustu sem búið er að vinna til enda. Það er því mjög margt í skýrslunni sem þegar er búið að skila sér. Svo eru önnur atriði í skýrslunni sem þarf að ákveða hvað verður gert með. Við erum að skoða það hér í ráðuneytinu hvernig haldið verður á því í framhaldinu. Þar eru spennandi hugmyndir um hvernig eigi að fjármagna heilbrigðiskerfið, en núna fara um 40% af útgjöldum ríkisins til heil- brigðis- og tryggingamála. Fjármögnun heilbrigð- iskerfisins er mjög vandmeðfarin og við höfum það núna til skoðunar hvort við eigum að setja niður nefnd sem gera myndi tillögur um breytingar á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar. Sú nefnd þarf að hafa mjög breiða skírskotun þar sem til- lögur um slíkar breytingar eru til lítils ef þær njóta ekki víðtæks stuðnings.” Hvaða möguleikar á annars konar fjármögnun en beinum ríkisframlögum eru fyrir hendi? Ertu að veltafyrir þér auknum hlut sjúklinga í kostnaði eða einkavœðingu? „Mér finnst mjög ólíklegt að miklar breytingar verði á þjónustugjöldunum. Ég útiloka ekki einhverjar breytingar en geri ekki ráð fyrir neinum kollsteypum í þeim efnum. Ég tel að það komi til greina að nýta blandaðar leiðir, það er að segja að einhver verkefni geti farið í útboð til að leita hagkvæmustu leiða en almennt talað er ég ekki á því að heilbrigðiskerfið eigi að einkavæða. Endurskoðun á fjármögnun heilbrigðiskerfisins er þó stærra og viðameira verkefni en að það klárist á þessu kjörtímabili. Það mun taka að minnsta kosti tvö ár.” Sérðu fyrir þér að við munum búa við tvöfalt heilbrigðiskerfi hér á nœstu árum eða áratugum? Einkaþjónustu og almannaþjónustu? „Ég er ekki þeirrar skoðunar að þeir sem eiga minna fjármagn fái lakari þjónustu. Ég tel að heil- brigðisþjónusta sé eitt af grundvallaratriðunum í okkar samfélagi og fólk eigi að hafa aðgang. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þeir sem hafa peningana eigi að njóta forgangs. Mér finnst að við eigum að halda utan um hina félagslegu hugsun sem býr að baki heilbrigðiskerfinu og þann jöfnuð sem þar ríkir gagnvart fólkinu í landinu. Ég er mjög ánægð með heilbrigðiskerfið í dag og umræða um breyt- ingar gefur í skyn að kerfið sé ekki nógu gott. Þvert á móti er kerfið mjög gott og við eigum að standa vörð um það. Hins vegar getur heilbrigðiskerfið nánast notað ótakmarkað fé og þess vegna verður að forgangsraða. Alþingi og heilbrigðisráðherra hafa þegar gert það með heilbrigðisáætlun sem er í endurskoðun.” Samtök atvinnulífsins efndu til morgunverð- arfundar í byrjun júní um einkarekstur í heilbrigð- iskerfinu. Þar kom meðal annars fram að einka- rekstur á heilbrigðissviði snérist ekki eingöngu um lágmarkskostnað og hámarksgróða heldur einfald- lega hagkvœmari rekstur. Telurðu að einkavœðing sé aðferð til að draga úr kostnaði hins opinbera við heilbrigðisþjónustu ? „Við búum nú þegar í dag við ýmis konar 548 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.