Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR Á HLAUPUM
Læknar á hlaupum
Hávar
Sigurjónsson
Fyrirsögn þessarar greinar bendir nú tæplega til þess að stórfrétt sé í burðarliðnum því hvenær hafa
læknar ekki verið á hlaupum í einhverjum skilningi. Myndin sem almenningur hefur af læknisstarfinu
hefur einmitt þróast í þá átt að starf læknisins sé eilíft kapphlaup við tímann og mannslífum sé helst
ekki bjargað nema þrír bráðaliðar séu á harðaspretti með sjúklinginn dauðveikan á ambúlantinum og
læknateymið brokki andstutt við hlið hans, hrópi skipanir í allar áttir og fremji kraftaverk um leið.
Örstutt könnun á dagskrá sjónvarpsstöðvanna leiðir í ljós að minnsta kosti þrjá þætti sem birta þessa
mynd af læknunum og eru þá ótaldir allir þeir þættir sem byggja á starfi meinafræðinga þar sem krukkað
er í misjafnlega á sig komin lík með gríðarlega góðum árangri fyrir réttvísina. En það eru aðrar sögur sem
kalla bara á venjulegan gönguhraða.
Flópurinn sem stundar langhlaup með góðum árangri og skýrum markmiðum fer sífellt stækkandi
hérlendis sem annars staðar og þó engin vísindaleg rannsókn hafi farið fram á því hvort ein stétt um-
fram aðrar stundi hlaup sér til heilsubótar þá er ljóst að allmargir læknar eru öflugir hlauparar. Skemmst
er minnast frétta af því að Höskuldur Kristvinsson skurðlæknir lauk Ironman þríþrautinni í Arizona í
Bandaríkjunum nú í mars með góðum árangri, en þrautin felst í því að synda 3,8 km, hjóla 180 km og
hlaupa síðan eitt maraþon 42,2 km. Þessu lauk Höskuldur á rúmum 16 klukkutímum og geri aðrir betur.
Sannkallaður járnkarl hann Höskuldur. Þá er rétt að halda því til haga að fyrsta skráða árangur hérlendis
í maraþonhlaupi á Högni Óskarsson geðlæknir er hann hljóp í New York maraþoninu 1976. Þarna á milli
hafa fjölmargir fráir læknar komið við sögu enda öðrum betur upplýstir um gildi góðrar hreyfingar og
tengsl hinna gömlu en ávallt gildu sanninda um heilbrigða sál í hraustum líkama.
Brœðurnir Oddgeir og
Kjartan Gylfasynir unnu
það einstœða afrek í
Kaupmannahöfn þann 21.
maí sl. að hlaupa báðir
heilt maraþon. Petta vœri
kannski ekki í frásögur
fœrandi nema afþví að
Oddgeir þáði nýra af
bróður sínum Kjartani
og mun þetta vera eins-
dœmi í veröldinni að
nýrnaþegi og nýrnagjafi
hlaupi saman maraþon.
Peir brœður eru báðir
starfandi tannlæknar í
Reykjavík.
554 Læknablaðið 2006/92