Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / SKIMUN f RISTLI OG ENDAÞARMI
Skimun fyrir krabbameini
í ristli og endaþarmi
Samvinna milli stjórnmálamanna og vísindamanna er nauðsynleg
Michael
Bretthauer'
MELTINGARLÆKNIR
Anders Ekbom2
ALMENNUR SKURÐLÆKNIR
Nea Malila3
Lyflæknir
Tryggvi
Stefánsson4
ALMENNUR SKURÐLÆKNIR
Anders Fischer5
meltingarskurðlæknir
Geir Hoff'
meltingarsérfræðingur
Elisabete
Weiderpass1,2
Steinar Tretli'
TÖLFRÆÐINGUR
Laufey
Tryggvadóttir6
FARALDSFRÆBINGUR
Hans Storm7
LYFLÆKNIR
Iben Holten8
MEINAFRÆÐINGUR
Hans-OIov
Adami2
ALMENNUR SKURÐLÆKNIR
NordICC (Nordic Initiative
ON COLORECTAL CANCER)
'Kreftregisteret, Ósló,
Noregi, 2Karolinska Insti-
tuttet, Stokkhólmi, Svíþjóð,
•’Finnska krabbameinsskráin,
Helsinki, Finnlandi,
4Landspítala, Reykjavík,
íslandi, 5Gentofte sykehus,
Gentofte, Danmörku,
6Krabbameinsskráin,
Reykjavík, íslandi,
7Kræftens Bekæmpelse,
Kaupmannahöfn, Danmörku
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Michael Bretthauer,
Kretfregisteret, Montebello,
0310 Oslo. Sími: +47 90132480
michael. bretthauer@
rikshospitalet.no
Ágrip
Krabbamein í ristli og endaþarmi er eitt af algeng-
ustu krabbameinum í hinum vestræna heimi, og
sérstaklega er það algengt á Norðurlöndum. í
mörgum Evrópulöndum og Bandaríkjunum er
ristilspeglun ráðlögð sem skimunaraðferð fyrir
þessu krabbameini. Það hafa samt ekki verið gerð-
ar slembirannsóknir á áhrifum aðferðarinnar á
nýgengi, dánartíðni, mögulega fylgikvilla eða nei-
kvæð áhrif á almenning. Þrýstingur almennings á
að fá skimun fyrir meininu með ristilspeglun mun
líklega aukast mikið á næstu árum. Það er hætta á
því að ristilspeglun sem skimunaraðferð verði inn-
leidd án nægilegrar vísindalegrar undirstöðu. Þess
vegna viljum við færa rök fyrir mikilvægi þess að
gerð verði samnorræn slembirannsókn á skimun
með ristilspeglun meðal almennings.
Krabbamein í ristli og endaþarmi
og aðferðir til skimunar
Krabbamein í ristli og endaþarmi (KRE) er
annað algengasta krabbameinið í Evrópu og á
Norðurlöndum (1), með vaxandi tíðni í nokkrum
af Norðurlöndunum (mynd 1). Á íslandi er ævi-
áhættan að fá KRE um það bil 5%. Horfurnar hjá
sjúklingum með staðfestan sjúkdóm eru slæmar,
fimm ára lifun er undir 50%. Orsakir fyrir myndun
KRE eru aðeins að litlu leyti þekktar, en augljós-
lega fjölþættar (2).
Flest KRE (70%-90%) verða til í góðkynja
sepum (kirtilæxlum), en aðeins Iítill hluti þeirra
verður að illkynja æxlum. Það tekur um það bil 10
ár fyrir krabbamein að myndast í slíkum sepum.
Þess vegna er fræðilega mögulegt að koma í veg
fyrir KRE með því að fjarlægja sepana áður en
krabbameinið verður til. Góðkynja separ í ristli
eru algengir í íbúum Norðurlanda. í norskri lýð-
grundaðri rannsókn fundust slíkir separ hjá 17%
fólks á sjötugsaldri (3). Það er auðvelt að finna og
fjarlægja sepana í ristilspeglun. Bæði heildarrist-
ilspeglun (þar sem allur ristillinn er rannsakaður)
og stutt ristilspeglun (þar sem bara neðsti hluti
ristils og endaþarmur eru rannsakaðir) eru því
áhugaverðar sem skimunaraðferðir fyrir KRE.
Önnur viðurkennd aðferð er að leita að blóði
í hægðum (Fecal occult blood test; FOBT). Nýjar
aðferðir eins og tölvusneiðmynd af ristli og rann-
sóknir sem leita uppi stökkbreytt DNA í hægðum
eru ekki nægilega þróaðar til að hægt sé að nota
þær fyrir stóra hópa í þjóðfélaginu.
Skimun fyrir KRE og áróður
Áhugasamir læknar og heilbrigðisstarfsfólk í
mörgum löndum hafa á síðustu árum beitt sér
fyrir miklum áróðri fyrir skimun fyrir KRE með
ristilspeglun (4, 5). í nokkrum löndum Evrópu
(Þýskalandi, Póllandi, Ítalíu) er nýlega farið að
ENGLISH SUMMARY
Bretthauer M, Ekbom A, Malila N, Stefánsson T, Fischer A, Hoff G, Weiderpass E, Tretli S, Tryggvadóttir L,
Storm H, Holten H, Adami HO - NordlCC (Nordic initiative on Colorectal Cancer)
Screening for colorectal cancer
Collaboration among politicians and scientists is necessary
Læknablaðið 2006; 92: 519-22
Colorectal cancer is one of the most common cancers in
the western world. It is especially common in the Nordic
countries.
In many of the European countries and in the United
States colonoscopy is recommended as a screening
procedure for CRC. However, there are no randomized
studies of the effects of the method on incidence,
mortality, possible complications or negative effects on
the population. Public pressure to have screening for
CRC with colonoscopy will probably increase heavily
in the next years to come. We fear that colonoscopy
will be introduced as a screening method without
proper scientific support. Therefore we want to argue
for a common Nordic randomized study on popuiation
screening with colonoscopy.
Correspondence: michael.bretthauerQrikshospitalet.no
Læknablaðið 2006/92 521