Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 66
SÉRLYFJATEXTAR
Symbicort Turbuhaler
INNONDUNARDUFT, R 03 A K (Styttur sérlyfjaskrártexti)
Innlhaldslýsing: Hver skammtur inniheldur: Budesonidum INN 160 mlkróg og Formoterolum INN, fúmarat tvlhýdrat, samsvarandi Formoterolum INN 4,5 mlkróg og Lactosum. Ábendlngar: Til reglulegrar meðferðar á astma þegar samsett
lyfjameðferð (barksteri til innöndunar og langvirkur betaörvi) á við þegar ekki nœst full stjóm á sjúkdómnum með barkstera til innöndunar og stuttverkandi beta2-örva til innöndunar eftir þörfum, eða þegar full stjóm hefur náðst á sjúkdómnum með
baeði barkstera til innöndunar og langverkandi beta2-örva. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfið er ekki œtlað til upphafsmeðferðar á astma. Skömmtun virku efnanna I lyfinu er einstaklingsbundin og henni á að breyta til samræmis við alvarleika sjúkdómsins.
Skammti skal breyta að lægsta skammti sem heldur einkennum sjúkdómsins niðri. Skammtastærðlr handa fuUorðnum: 1 -4 innandanir tvisvar sinnum á sólarhring. Venjulega þegar stjóm á einkennum hefur náðst með gjðf lyfsins tvisvar sinnum
á sólarhring, getur skammtaminnkun að lægsta virka skammti leitt til þess að unnt verði að gefa lyfið einu sinni á sólarhring. Skammtastærðlr handa bðrnum (yngrl en 12 ára): Lægri styrkleiki er fáanlegur fyrir böm 6-11 ára. Sérstaklr
sjúkllngahópar: Ekki þarf að breyta skðmmtum hjá ðldruðum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir búdesóniði, formóteróli eða innönduðum mjólkursykri. Varnaðarorö og varúðarreglur: Ráðlagt er að minnka skammta smám saman þegar meðferð er
hætt. Ef sjúklingur telur að meðferð skili ekki viðunandi árangri eða að hann þurfi meira en núverandi skðmmtun samsetts lyfs, verður hann að leita læknis. Aukin notkun berkjuvíkkandi lyfs f bráðatilvikum (rescue bronichodilatores) bendir til
elnunar á undirliggjandi ástandi og krefst endurmats á astmameðferðinni. Skyndileg og áframhaldandi elnun á stjórn astma getur verið lifshættuleg og brýnt er að endurmeta meðferðina. I slíkum tilvikum skal hafa I huga þörf á aukinni meðferð
með barksterum eða hvort gefa þurfi að auki bólgueyðandi lyf til inntöku, eins og kúr með barksterum eða sýklalyfjameðferð ef sýking er til staðar. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um notkun lyfsins við meðferð á bráðu astmakasti. Sjúklingum
skal leiðbeina um að hafa lyf við bráðaástandi ávallt meðferðis. Meðferð skal ekki hefja á meðan astmi fer versnandi. Eins og við á um önnur lyf til innðndunar getur komið fram berkjusamdráttur með auknum ðndunarerfiðleikum strax eftir lyfjagjðf,
sem er 1 þversögn við verkunarhátt lyfsins. Ef alvarleg einkenni koma fram, ætti að endurmeta meðferð og veita annars konar meðferð ef nauðsyn krefur. Almenn einkenni geta komið fram við notkun hvaða barkstera til innðndunar sem er, sérstaklega
við stóra skammta sem eru gefnir til langs tlma. Þessar verkanir koma miklu síður fram við meðferð til innðndunar heldur en þegar barksterar eru teknir inn. Hugsanlegar almennar verkanir eru m.a. bæling nýrnahettna, seinkun á vexti hjá bömum
og unglingum, minnkun á beinþéttni, vagl á auga og gláka. Það er þess vegna mikilvægt að skammtur af innönduðum barksterum sé sá minnsti sem heldur einkennum niðri. Læknar ættu að fylgjast náið með vexti barna og unglinga sem fá
barkstera óháð íkomuleið og meta ávinning barksterameðferðar á móti hugsanlegri vaxtarbælingu. Ef minnsta ástæða er til að ætla að starfsemi nýrnahettna sé skert eftir fyrri meðferðir með stera til inntöku, skal gæta varúðar þegar meðferð er
breytt og notkun lyfsins er hafin. Ávinningur meðferðar með búdesóniði til innöndunar er venjulega að lágmarka þðrf á sterum til inntöku, en hjá sjúklingum sem eru að hætta að nota stera til inntöku getur hættan á skertri starfsemi nýrnahettna
varað í töluverðan tíma. Sjúklingar sem áður hafa þurft á stórum skömmtum af barksterum I bráðatilvikum að halda geta einnig veriö I hættu. Þessa hugsanlegu vanstarfsemi nýrnahettna til lengri tima ætti ávallt að hafa í huga viö bráðaaðstæður
og aðstæður sem liklegar eru til að geta valdið streitu og hafa verður i huga viðeigandi meðferð með barksterum. Ef umfang skertrar nýrnahettnastarfsemi er mikið getur verið nauðsynlegt að fá ráðleggingar hjá sérfræðingi við aðstæður sem
líklegar eru til að valda streitu. T1I þess að lágmarka hættu á sveppasýkingu i koki og hálsi ætti að leiðbeina sjúklingum um að skola munn með vatni eftir hverja lyfjagjöf. Samtimis meðferð með ketókónazóli og öðrum öflugum CP3A4 hemlum á
að varast (sjá Milliverkanir). Ef það er ekki mögulegt ætti timi á milli lyfjagjafa þessara lyfja aö vera eins langur og unnt er. Lyfið á að gefa með varúð sjúklingum með ofstarfsemi skjaldkirtils, krómfiklaæxli (phaeochromocytoma), sykursýki,
ómeðhöndlaðan kalíumskort, hjartavöðvakvilla með þrengingum og hjartavöðvastækkun (hypertrophic obstructive cardiomyopathy), sjálfvakin neðanósæðarþrengsli (idiopathic subvalvular aortic stenosis), alvarlegan háþrýsting, slagæöagúlp
eða aðra alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma, eins og blóðþurrðarhjartasjúkdóm, hraðsláttartruflanir eða alvarlega hjartabilun. Varúðar skal gæta við meðferð sjúklinga með lengingu á QTc-bili. Formóteról getur valdið lengingu á QTc-bili. Hætta á
alvarlegum kalíumskorti er hugsanleg eftir stóra skammta af beta2-örvum. Samtlmis meðferð með lyfjum sem geta valdið kallumskorti getur aukið möguleikann á blóðkalíumlækkandi verkun við gjöf stórra skammta af beta2-örvum. Sérstðk varúð
er ráðlögö við bráðan alvarlegan astma þar sem vefildisskortur getur aukið hættuna. Blóðkalíumlækkandi áhrif geta aukist við samtimis gjöf xantln-afleiða, stera og þvagræsilyfja. Ráðlagt er að fylgjast með þéttni kalíums i sermi við meðferð á
bráðum alvarlegum astma. Eins og við á um alla beta2-örva, ætti að hafa í huga að auka tlðni blóðsykursmælinga hjá sykursjúkum. Lyfið inniheldur mjólkursykur (<1 mg/innöndun). Þetta magn hefur venjulega ekki vandamál I för með sér hjá
einstaklingum með mjólkursykuróþol. Mllliverkanlr vlð lyf og annað: Milliverkanir vegna lyfjahvarfa: Ketókónazól 200 mg einu sinni á dag sexfaldaði að meðaltali plasmagildi búdesónlðs (einn 3 mg skammtur) sem gefið var samtímis. Milliverkanir
vegna lyfhrifa: Betablokkar geta dregið úr eða hamlað verkun formóteróls. Lyfið skal þvl ekki gefa samtímis betablokka (þ.m.t. augndropum) nema brýna nauðsyn beri til. Meðganga og brjóstagjöf: Engar kllnlskar upplýsingar liggja fyrir um
notkun lyfsins eða samtimis meðferðar með formóteróli og búdesónlði á meðgöngu. Fullnægjandi upplýsingar um notkun formóteróls hjá þunguðum konum liggja ekki fyrir. Upplýsingar benda ekki til aukinnar hættu á vansköpun vegna notkunar
búdesónlðs til innöndunar. Á meðgöngu ætti einungis að nota lyfið þegar væntanlegur ávinningur vegur þyngra en hugsanleg hætta. Nota ætti lægsta skammt af búdesóníði sem gefur viðunandi stjóm á astma. Ekki er vitað hvort formóteról og
búdesónlð berast I brjóstamjólk. Eingöngu ætti að gefa konum með barn á brjósti lyfið ef væntanlegur ávinningur móður er talinn meiri en hugsanleg hætta fyrir barnið. Aukaverkanlr: Þar sem lyfið inniheldur bæði búdesónlð og formóteról, getur
sama mynstur aukaverkana komið fram og greint hefur verið frá við notkun þessara efna. Ekki hefur sést aukin tlðni aukaverkanatilvika eftir að þessi tvö efni hafa verið gefin samtlmis. Algengustu aukaverkanir lyfsins eru þekktar aukaverkanir
vegna lyfhrifa beta2-örva, eins og skjálfti og hjartsláttarkðst. Þær eru yfirleitt vægar og hverfa venjulega innan nokkurra daga. Aukaverkanir sem hafa verið tengdar búdesóníði eða formóteróli eru taldar upp hér á eftir. Algengar (>1%): Miðtaugakerfi:
Höfuðverkur. Hjarta- og æðakerfi: Hjartsláttarköst. Stoðkerfi: Skjálfti. Öndunarvegur: Sveppasýkingar I munni og koki, væg erting I hálsi, hósti, hæsi. SJaldgæfar (0,1-1%): Hjarta- og æðakerfi: Hraður hjartsláttur. Stoðkerfi: Vóðvakrampar.
Miðtaugakerfi: Æsingur, eirðarleysi, taugaveiklun, ógleði, sundl, svefntruflanir. MJög sjaldgæfar (<0,1%): Húð: Utbrot, ofsakláði, kláði. öndunarvegur: Berkjukrampi. Afar sjaldgæfar aukaverkanir, þar af geta sumar verið alvarlegar eru m.a.:
Búdesónlð: Geðræn einkenni eins og depurð, hegðunartruflanir (aðallega hjá bömum), merki og einkenni um almenna barkstera verkun (þ.m.t. vanstarfsemi nýrnahettna), snemm- eða slðkomið ofnæmi (þ.m.t. húðbólga, ofsabjúgur og berkjukrampi),
marblettir. Formóteról: Hjartaöng, blóðsykurshækkun, truflanir á bragðskyni, breytingar á blóðþrýstingi. Eins og við á um önnur innöndunarlyf, getur I einstaka tilvikum komið fram berkjusamdráttur, sem er I þversögn við verkunarhátt lyfsins (sjá
Vamaðarorð). Greint hefur verið frá hjartsláttartruflunum eins og gáttatitringi, ofansleglahraðtakti og aukaslögum við notkun annarra betaa-örva. Ofskömmtun: Ofskömmtun formóteróls myndi líklega valda verkunum sem eru einkennandi fyrir
beta2-adrenvirka örva: skjálfti, höfuðverkur, hjartsláttarköst og hraður hjartsláttur. Lágþrýstingur, efnaskiptablóðsýring, kallumskortur og blóðsykurshækkun geta einnig komið fram. Bráð ofskömmtun með búdesóníði, jafnvel I stórum skömmtum,
er ekki talið klínlskt vandamál. Lyfhrlf: Lyfið inniheldur formóteról og búdesónlð. Verkunarmáti þessara efna er mismunandi, en þau hafa samleggjandi verkun við að draga úr versnun astma. Upplýsingar um verkunarhátt hvors
lyfjaefnis um sig eru hér á eftir. Búdesóníð: Búdesónfð gefið til innöndunar I ráðlögðum skömmtum hefur barkstera bólgueyðandi verkun I lungum sem dregur úr einkennum og versnun astma og hefur minni aukaverkanir I för '&MI
með sér en þegar barksterar eru gefnir óstaðbundið. Nákvæmur verkunarháttur þessara bólgueyðandi áhrifa er óþekktur. Formóteról: Formóteról er sértækur beta2-adrenvirkur örvi sem veldur slökun á sléttum vöðvum /
I berkjum hjá sjúklingum með timabundna teppu I öndunarvegum. Berkjuvíkkun hefst fljótt, innan 1-3 mln. eftir innöndun og verkunarlengd er 12 klst. eftir einn skammt. Pakkningar: Symblcort forte Turbuhaler: j
Innöndunarduft 320/9 míkrógrömm/innöndun: 60 skammtar: 7.785 kr. Symblcort mlte Turbuhaler: Innöndunarduft 80/4.5 mfkrógrömm/innöndun 120 skammtar: 8.676 kr. Symbicort Turbuhaler: ^ *
Innöndunarduft 160/4.5 míkrógrömm/innöndun 120 skammtar: 7.787kr. 360 skammtar (3x120): 20.655 kr. Afgrelðslumátl: R. Grelðsluþátttaka: B. September 2005. f> f ^7/ f J
Markaðsleyfishafi: AstraZeneca A/S, Albertslund, Danmark. Umboð á íslandi: Vistorhf., Hörgatúni2, Garðabæ. Nánari upplýsingar er aö finna í Sérlyfjaskrá, www.serlyfjaskra.is.
SYMBICORT®
VESICARE® (solifenacin)
Hver tafla inniheldur 5 mg solifenacin súccínat, sem samsvarar 3,8 mg af solifenacini eða 10 mg solifenacin súccínat, sem samsvarar 7,5 mg af solifenacini. Ábendingar: Til meðferðar á
einkennum bráðs þvagleka og/eöa tíðum þvaglátum ásamt bráðri þvaglátaþörf, sem koma fram hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir, þar með taldir
aldraðir: Ráðlagður skammtur er 5 mg solifenacin súccínat einu sinni á sólarhring. Ef þurfa þykir má stækka skammt í 10 mg solifenacin súccínat einu sinni á sólarhring. Börn og unglingar:
Öryggi og verkun hefur til þessa ekki verið metin hjá börnum og unglingum. Því má ekki nota Vesicare handa börnum. Sjúklingar meö skerta nýrnastarfsemi: Ekki er nauðsynlegt að breyta
skömmtum hjá sjúklingum með vægt til í meöallagi skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun >30 ml/mín.). Gæta skal varúðar við meðferð hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi
(kreatínín úthreinsun 30 ml/mín.) og ekki má nota stærri skammt en 5 mg einu sinni á sólarhring. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum hjá
sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi. Gæta skal varúöar við meðferð hjá sjúklingum með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh gildi frá 7 til 9) og ekki má nota stærri skammt
en 5 mg einu sinni á sólarhring. Öflugir cýtókróm P450 3A4-hemlar: Takmarka skal hámarksskammt af Vesicare viö 5 mg við samtímis meðhöndlun með ketoconazoli eða ráðlögðum
skömmtum af öörum öflugum CYP3A4-hemlum t.d. ritonaviri, nelfinaviri, itraconazoli. Lyfjagjöf: Vesicare er til inntöku og gleypa á töflurnar heilar með vökva. Taka má töflurnar inn með
eða án matar. Frábendingar: Ekki má nota solifenacin hjá sjúklingum með þvagteppu, alvarlegan sjúkdóm í meltingarfærum (þ.m.t. eitrunarrisaristil [toxic megacolon]), vöðvaslensfár eða
þrönghornsgláku og sjúklingum sem eru í hættu á að fá þessa sjúkdóma. Sjúklingar með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sjúklingar sem eru í blóðskilunarmeðferö.
Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi. Sjúklingar með alvarlega skerta nýrnastarfsemi eða í meðallagi skerta lifrarstarfsemi sem eru í meðferö meö öflugum CYP3A4-hemli, t.d.
ketoconazoli. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Meta á aörar ástæður tíðra þvagláta (hjartabilun eöa nýrnasjúkdómur) áöur en meðferð með Vesicare er hafin. Ef til
staðar er þvagfærasýking skal hefja viðeigandi sýklalyfja meöferð. Gæta skal varúðar við notkun Vesicare hjá sjúklingum: með veruleg þrengsli í þvagrás þegar hætta er á þvagteppu; með
teppu vegna meltingarfærakvilla; þegar hætta er á minnkuðum meltingarfærahreyfingum; með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun 30 ml/mín) og skammtar handa þessum
sjúklingum eiga ekki að vera stærri en 5 mg einu sinni á sólarhring; með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh gildi frá 7 til 9) og skammtar handa þessum sjúklingum eiga ekki að
vera stærri en 5 mg einu sinni á sólarhring; viö samtímis notkun öflugs CYP3A4-hemils, t.d. ketoconazols; með vélindisgapshaul (hiatus hernia)/maga-vélindisbakflæði og/eða hjá sjúklingum
sem samhliða nota lyf (eins og bisfosfónöt) sem orsakaö geta eða valdið versnun á vélindisbólgu; ósjálfráðan taugakvilla (autonomic neuropathy). Öryggi og verkun hefur ekki enn verið
metin hjá sjúklingum þegar orsök ofvirkni tæmivöðva þvagblöðru (detrusor) er af taugrænum toga. Sjúklingar með sjaldgæfu, arfgengu kvillana galaktósuóþol, Lapplaktasaskort eða glúkósu-
galaktósu vanfrásog eiga ekki að nota þetta lyf. Búast má við að hámarksverkun af Vesicare fáist í fyrsta lagi eftir 4 vikur. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Milliverkanir
við lyfhrif: Notkun annarra lyfja með andkólínvirka eiginleika samhliöa getur aukið lyfhrif og aukaverkanir. Eftir að meðferö með Vesicare er hætt skal láta líða um eina viku áður en önnur
andkólínvirk meðferð er hafin. Lyfhrif solifenacins geta minnkað þegar kólínvirkir viðtakaörvar (cholinergic receptor agonists) eru notaöir samhliða. Solifenacin getur dregið úr áhrifum lyfja
sem örva meltingarfærahreyfingar, t.d. metoclopramid og cisaprid. Áhrif annarra lyfja á lyfjahvörf solifenacins:Solifenacin er umbrotiö fyrir tilstilli CYP3A4. Því ætti að takmarka hámarksskammt
Vesicare við 5 mg þegar þaö er notað samhliða ketoconazoli eða ráðlögðum skömmtum af öðrum öflugum CYP3A4-hemlum (t.d. ritonaviri, nelfinaviri, itraconazoli). Ekki má nota solifenacin
samhliöa öflugum CYP3A4-hemli hjá sjúklingum meö alvarlega skerta nýrnastarfsemi eða í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Þar sem solifenacin er umbrotið fyrir tilstilli CYP3A4 eru milliverkanir
við lyfjahvörf hugsanlegar viö önnur CYP3A4 hvarfefni sem hafa meiri sækni (t.d. verapamil, diltiazem) og CYP3A4 örva (t.d. rifampicin, phenytoin, carbamazepin). Áhrif solifenacins á
lyfjahvörf annarra lyfja: Getnaðarvarnarlyf til inntöku: Við inntöku á Vesicare komu ekki fram neinar milliverkanir á lyfjahvörfum solifenacins við samsett getnaðarvarnarlyf til inntöku
(ethinylestradiol/levonorgestrel). Warfarin: Inntaka Vesicare breytti hvorki lyfjahvörfum R-warfarins né S-warfarins eða áhrifum þeirra á prótrombíntíma. Digoxin: Inntaka Vesicare hafði
ekki áhrif á lyfjahvörf digoxins. Meðganga og brjóstagjöf: Meöganga: Engin klínísk reynsla liggur fyrir um konur sem urðu þungaöar á meðan þær notuðu Vesicare. Rannsóknir á dýrum
hafa ekki sýnt fram á bein skaðleg áhrif á frjósemi, þroska fósturvísis/fósturs eöa fæðingu. Hugsanleg áhætta fyrir menn ekki þekkt. Gæta skal varúðar við notkun handa þunguðum konum.
Brjóstagjöf: Engar upplýsingar liggja fyrir um útskilnað solifenacins í brjóstamjólk. Solifenacin og/eöa umbrotsefni þess skiljast út í mjólk hjá músum og valda skammtaháðri versnun á
lífvænleika nýfæddra músa. Því skal forðast notkun Vesicare hjá konum meö barn á brjósti. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Solifenacin, eins og önnur andkólínvirk lyf, getur
valdið sjóntruflunum og í sjaldgæfum tilvikum svefndrunga og þreytu, sem getur skert hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Vegna lyfhrifa solifenacin getur það valdið
andkólínvirkum aukaverkunum sem venjulega eru vægar eöa í meðallagi alvarlegar. Tíöni andkólínvirkra aukaverkana er skammtaháö. Algengasta aukaverkun Vesicare sem greint var frá
var munnþurrkur sem kom fram hjá 11% sjúklinga sem fengu meöferð með 5 mg einu sinni á sólarhring, 22% sjúklinga sem fengu meðferö með 10 mg einu sinni á sólarhring og hjá 4%
sjúklinga sem fengu meöferð með lyfleysu. Munnþurrkurinn var venjulega vægur og leiddi aðeins stöku sinnum til þess að meðferö var hætt. Meðferðarfylgni var almennt mikil (um 99%)
og um 90% sjúklinga sem fengu Vesicare luku við meöferöina í rannsókninni sem stóð yfir í 12 vikur. Lyfhrif: Flokkun eftir verkun: Lyf sem hafa krampalosandi verkun á þvagfæri, ATC
flokkur: G04B D08. Verkunarháttur: Solifenacin er sértækur samkeppnishemill kólínvirkra-viötaka. Lyfjahvörf: Lyfjahvörf almennt: Frásog: Eftir inntöku Vesicare tafina næst hámarksplasmaþéttni
solifenacins (Cma,) eftir 3 til 8 klst. T™, er óháö skammti. Cm,, og flatarmál undir blóðþéttniferlinum (AUC) stækkar í hlutfalli við skammt á bilinu 5 til 40 mg. Aðgengi (absolute bioavilability)
er um 90%. Fæöa hefur ekki áhrif á gildi Cnu, og AUC fyrir solifenacin. Umbrot: Solifenacin umbrotnar mikið í lifur, aöallega fyrir tilstilli P450 3A4 (CYP3A4). Hins vegar eru aðrir umbrotsferlar
fyrir hendi sem geta stuölað að umbroti solifenacins. Almenn (systemic) úthreinsun solifenacins er um 9,5 l/klst. og lokahelming- unartími solifenacins er 45 - 68 klst. Handhafi markaðsleyfis:
Yamanouchi Europe B.V. Hollandi. Umboðsaðili á íslandi: Vistor hf.,Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Pakkningar og verð í maí 2006: Töflur 5mg 30 stk.kr. 6.299.-; töflur 5mg 90 stk.
kr. 16.210.-; töflur 10mg 30 stk.kr. 7.641.-; töflur 10mg 90 stk. kr. 19.964.-. Greiðsluþátttaka: E. Styttur texti, hægt er aö nálgast samantekt á eiginleikum lyfsins (SPC) í fullri lengd hjá
Lyfjaumboðsdeild II og á heimasíðu Lyfjastofnunar.
Heimildir:
1. Samantekt á eiginleikum lyfsins.
2. Chapple et al. Randomized, doubble-blind placebo- and tolterodine- controlled trial of the oncedaily
antimuscarinic agent solifenacin in patients with symptomatic overactive bladder. BJU (2004); 303-310
W' Vesicare
(solifenacin)
574 Læknablaðið 2006/92