Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / RISTRUFLANIR meðferðina hafa haft mjög góð eða frekar góð áhrif. Þess ber þó að geta að þeir sem svöruðu spurningu um þetta atriði voru tiltölulega fáir, eða 165 karlmenn. Rúmlega helmingur þátttakenda svaraði því til að þeir ættu auðvelt með að ræða risvandamál við lækninn sinn en læknir hafði spurt einungis um 10% karlanna út í risvandamál af fyrra bragði. í töflu I er með fjölbreytuaðhvarfsgreiningu litið til þeirra þátta sem taldir voru hafa fylgni við ristruflanir. í ljós kom að aldur, daglegar reyking- ar, sykursýki, hátt kólesteról, kvíði og þunglyndi hafa sterkustu fylgnina við ristruflanir. Rúmlega 21% aðspurðra reykti daglega. í töflunni má sjá hve mikil áhrif þeirra breyta sem sýna marktæka fylgni við ristruflanir eru. Ristruflanir eru mældar á kvarða frá 1-25 (5-25 hjá einhleypum karlmönn- um) þar sem lægri einkunn þýðir meiri ristruflanir. Hallatalan segir til um hversu mikil áhrif breyt- urnar í töflunni hafa á ristruflanir, þannig lækkar einkunnin á kvarðanum 1-25 til dæmis að jafnaði um 0,274 stig fyrir hvert ár sem svarendur eldast. Karlar sem eru 70 ára eru þannig að jafnaði með 6,85 stigum lægri einkunn en þeir sem eru 40 ára eftir að tillit hefur verið tekið til annarra breyta í töflunni. Fjórar breytur eru notaðar til að skoða áhrif reykinga og eru þeir sem reykja daglega líklegri til að eiga við ristruflanir að stríða heldur en þeir sem aldrei hafa reykt eru að jafnaði með 1,037 lægri einkunn. Ekki er marktækur munur á þeim sem reykja sjaldnar en daglega eða eru hættir að reykja og þeim sem aldrei hafa reykt. Umræður Rannsóknin sýnir að tíðni ristruflana meðal ís- lenskra karlmanna er há og fer vaxandi með aldri. Þessar niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir (3). Auk aldurs eru reyk- ingar, sykursýki, kvíði og þunglyndi og hátt kól- esteról marktækir áhættuþættir. Það vekur athygli að hækkaður blóðþrýstingur sýndi ekki marktæka fylgni við ristruflanir í þessari rannsókn þó að öðru leyti séu áhættuþættir fyrir ristruflun þeir sömu og fyrir kransæðasjúkdóma, enda eru orsakir fyrir ristruflunum taldar í flestum tilvikum vera tengdar blóðrásartruflunum til getnaðarlims. Nýleg rann- sókn sýndi að ristruflun ein og sér gefur til kynna æðakalkanir án einkenna óháð hinum hefðbundnu áhættuþáttum fyrir hjarta- og æðasjúkdóma (10). Þannig er ristruflun talin vera viðbótar snemmbú- ið viðvörunarmerki fyrir hjartasjúkdóma. Kvíði og þunglyndi hafa sterka fylgni við ris- truflanir sem í raun eru einnig algengt vandamál meðal hjartasjúklinga. A undanförnum árum hefur farið fram markviss kynning og fræðsla til almennings á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma, en þessir áhættuþættir hafa ekki verið kynntir sem þeir sömu og fyrir ristruflanir. Ætla má að allt sem getur dregið úr offitu, lækkað blóðfitu og blóðsykur dragi úr líkum á ristruflunum. Dagleg og markviss líkamsrækt ásamt mataræði skiptir máli í þessu sambandi og hefur jákvæð áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur karlmanna með ristruflun gátu með lífsstílsbreytingu, svo sem líkamsrækt og þyngdartapi, fengið eðlilegt ris (11). Hlutfall þeirra íslensku karlmanna sem finna fyrir ristruflun er hátt og þegar rýnt er enn frekar í tölurnar og tíðnin skoðuð með tilliti til aldurs kemur fram skýr aldurstengd marktækni. Eldri karlmenn fá frekar ristruflanir: Rúm 60% karl- manna á aldrinum 65-75 ára fá ristruflanir af ein- hverju tagi og um fimmtungur mikla ristruflun eða rís ekki hold. Það sem kemur mest á óvart í þessari rannsókn er kynlífsvirkni karlmanna á aldrinum 65-75 ára. Sú ímynd er ríkjandi að með aldrinum dragi úr löngun til kynlífs og þar með gildi þess fyrir karl- menn, en þessi rannsókn bendir til hins gagnstæða. í ljós kom að yfir 60% karla á aldrinum 65-75 ára hafa samfarir oftar en einu sinni í mánuði þrátt fyrir að þetta sé sá hópur sem finnur fyrir hvað mestum ristruflunum. Einnig kom í ljós að 65% karlmanna á aldrinum 65-75 ára sögðu kynlíf skipta miklu máli í lífi þeirra og að áhuginn hefði síður en svo minnkað með aldrinum (mynd 4). Þessar niðurstöður eru enn athyglisverðari í ljósi þess að einungis um fjórðungur þeirra sem finna fyrir ristruflunum hafa fengið viðeigandi með- ferð. Þetta er í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir (12). Astæður þess að menn leita sér ekki aðstoðar við ristruflunum geta verið margvís- legar en víst þykir að feimni spilar þar stóran þátt. Mörgum þykir óþægilegt og jafnvel óæskilegt að bera þessi vandamál upp við lækninn sinn og að sama skapi finnst lækni vandamálið stundum vera þess eðlis að hann eigi ekki að fást við það. Margir karlmenn, einkum þeir yngri, telja ástandið vera tímabundið og leysast af sjálfu sér. Auk þess má ætla að margir eldri karlmenn telji sér trú um að þetta sé eðlilegt ástand sem fylgi aldrinum. I okkar rannsókn var ekki spurt nákvæmlega um einkenni frá neðri þvagvegum að öðru leyti en því hvort menn hefðu haft vandamál frá blöðru- hálskirtli. Aðrar rannsóknir hafa hins vegar sýnt marktækt samband á milli þessara einkenna og ristruflana (5). Svarhlutfall í rannsókninni var einungis 40,8%. Þótt þetta sé fremur lágt hlutfall verður það þó að teljast ásættanlegt í póstkönnun, ekki síst þegar viðfangsefnið er viðkvæmt. Það vaknar þó óneitanlega sú spurning hvort þau 40% sem svör- 536 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.