Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2006, Page 54

Læknablaðið - 15.07.2006, Page 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚTSKRIFT LÆKNAKANDÍDATA Boð fyrir 39 kandídata úr læknadeild LÍ bauð nýja lækna velkomna í hópinn Védís Skarphéðinsdóttir Nýútskrifaðir lœknar búnir að hreiðra um sig í fundarsal stjórnar LÍ. Hvern hefði órað fyrir því í byrjun 20. aldar þegar konum tókst að arga það í gegn að fá kosningarétt að tæpri öld síðar yrði eitt helsta vígi karlmanna fallið? Af 39 kandídötum vorið 2006 eru 24 konur og 15 karlmenn, hlutfallið einkennilega laust við jafnvægi - vorið 2005 útskrifuðust 20 konur og 23 karlar - hvaða öfl eru að verki núna? Það er sann- arlega umhugsunarefni þessa dagana þegar tíminn líður greinilega hraðar en hann hefur áður verið fær um og vér aumar mannskepnur eigum bágt með að fylgja honum eftir. - Það var bjart yfir hópi kandídata einsog vænta mátti, þau móttóku glöð lög Læknafélags íslands, siðareglur félagsins og Medical Ethics Manual frá alþjóðasambandi lækna. Þau undirrituðu eið Hippókratesar þar sem ein greinin hljóðar svo í þýðingu Kristínar Ólafsdóttur: „Hvar sem mig ber að garði mun ég kosta kapps um að líkna sjúkum og varast að valda mönnum viljandi óheillum eða tjóni og sérstaklega að forðast að misbjóða líkömum karla og kvenna, hvort heldur eru frjálsborin eða ánauðug." Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags íslands bauð kandídata velkomna í hópinn og not- aði tækifærið til að messa yfir þeim: „Það er skylda lækna að taka þátt í að sinna réttindum sjúklinga og varðveita þau. Það er líka skylda lækna að skapa sér þær vinnuaðstæður, að þeir geti sinnt starfi sínu á fullnægjandi hátt og mætt siðferðiskröfum stéttarinnar. Það er lágmarkskrafa að læknar haldi sjálfstæði sínu og að tillit sé tekið til álits þeirra um veitingu heilbrigð- isþjónustu. Til að ná þessu markmiði þurfa læknar að tala einni röddu eða hafa málssvara, sem eftir er tekið. Þessi málssvari er til í kjarna stéttarinnar, í fagmennskunni, ekki í læknamafíunni eins og illar tungur slúðra í skúmaskotum heldur í sameiginleg- um viðhorfum, í siðferðisefnum og samfélagslegri ábyrgð, í einstakri menntun, sem byggist á arfi árþúsunda, í samúð og umhyggju og hæfileika og vilja til að setja hag annarra ofar sínum eigin. Læknisfræðin á sér ból á krossgötum, þar sem öguð náttúruvísindi og mjúkur húmanismi mætast. Þarna er kjarni læknisfræðinnar. Að vísa veginn til sannreyndrar læknisfræði og heilbrigðisþjónustu, sem fetar veg jafnræðis í félagslegu tilliti. Þessa leiðsögn byggir læknirinn á einstæðri sérþekkingu sinni og þeirri reynslu, sem hann hefur öðlast við hversdagsleg úrlausnarefni." 562 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.