Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2006, Page 21

Læknablaðið - 15.07.2006, Page 21
FRÆÐIGREINAR / OFFITUGREINING ÖRYRKJA báðum kynjum, bæði hjá þeim sem höfðu offitu á meðal sjúkdómsgreininga í örorkumati og meðal öryrkja almennt. Tafla II sýnir aldursstaðlað áhættuhlutfall fyrir öryrkja þar sem offita var á meðal sjúkdómsgreininga í örorkumati og fyrir öryrkja almennt. Marktæk aukning hafði orðið á örorku hjá báðum kynjum. Hjá körlum var aukningin meiri hjá þeim sem höfðu offitu meðal greininga í örorkumati en hjá öryrkjum almennt, en hjá konum var aukningin minni hjá þeim sem höfðu offitu meðal greininga í örorkumati en hjá öryrkjum almennt Hjá körlum varð ekki marktæk breyting á aldursdreifingu þeirra sem höfðu offitu á meðal greininga í örorkumati á milli áranna 1992 og 2004 (p=0,274), en marktæk breyting varð hjá konum (p<0,0001), með hlutfallslegri aukningu á örorku tengdri offitu meðal kvenna á aldrinum 20 til 49 ára, en dregið hafði úr örorku tengdri offitu hjá eldri aldurshópum kvenna (sjá mynd 1). Við samanburð á öryrkjum sem höfðu offitu á meðal greininga og öryrkjum almennt 1. desember 2004 reyndist vera marktækur munur á dreifingu sjúkdómsgreininga í örorkumati, jafnt hjá körlum sem konum (p<0,0001). Mun meira var hjá báðum kynjum um innkirtla-, næringar- og efnaskipta- sjúkdóma aðra en offitu og lungnasjúkdóma hjá öryrkjum með offitu á rneðal greininga en ör- yrkjum almennt og hjá körlum var jafnframt mun meira um sjúkdóma í hjarta og æðakerfi. Tafla III sýnir örorku hjá þeim sem höfðu offitu á meðal sjúkdómsgreininga og hjá öryrkjum almennt eftir búsetu og kyni í desember 2004. Marktækt stærri hluti kvenna með offitugreiningu bjuggu utan höfuðborgarsvæðisins borið saman við konur almennt (p<0,0001), en hjá körlum var ekki marktækur munur eftir búsetu (p=0,05). Umræða Allar líkur eru á því að þegar offita er fyrsta sjúkdómsgreining örorkumats sé hún meginorsök örorkunnar og er gengið út frá því hér. A milli áranna 1992 til 2004 var aukning á fjölda öryrkja á íslandi með offitu sem fyrstu sjúkdómsgrein- ingu í örorkumati marktækt meiri en fjölgun ör- yrkja almennt. Fjölgunin var líka mun meiri en sem nemur hlutfallslegri fjölgun í hópi of feitra íslendinga frá árunum 1990 til 2002, en samkvæmt könnunum Manneldisráðs hafði hlutfall fólks með offitu aukist úr 6,5% í 12,4% meðal 15-80 ára karla en úr 8,5 í 12,3% meðal kvenna á þessu tímabili (18). Að einhverju leyti má hugsanlega skýra þetta misræmi með meira vanmati á líkams- þyngd í könnuninni árið 2002 en 1990. Jafnvel þótt upplýsingar um hæð og þyngd hafi verið fengnar Karlar 16-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-66 Aldurshópar o 1992» 2004 Konur 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 16-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-66 Aldurshópar o 1992" 2004 frá þátttakendum sjálfum í báðum könnunum var um símakönnun að ræða árið 2002 en persónulegt viðtal árið 1990. Hitt er ekki síður sennilegt að þessi mikla aukning í fjölda öryrkja með offitu sem fyrstu greiningu sé merki um að veruleg og/eða sjúkleg offita hafi aukist umfram væga offitu. Sú skýring er f samræmi við þróun víða annars staðar, ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem þeir feitu verða Mynd 1. Algengi (á 100.000 íbúa) offitugrein- ingar hjá öryrkjum á íslandi í desember 1992 og desember 2004, skipt eftir kyni og aldri. Læknablaðið 2006/92 529

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.