Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / OFFITUGREINING ÖRYRKJA báðum kynjum, bæði hjá þeim sem höfðu offitu á meðal sjúkdómsgreininga í örorkumati og meðal öryrkja almennt. Tafla II sýnir aldursstaðlað áhættuhlutfall fyrir öryrkja þar sem offita var á meðal sjúkdómsgreininga í örorkumati og fyrir öryrkja almennt. Marktæk aukning hafði orðið á örorku hjá báðum kynjum. Hjá körlum var aukningin meiri hjá þeim sem höfðu offitu meðal greininga í örorkumati en hjá öryrkjum almennt, en hjá konum var aukningin minni hjá þeim sem höfðu offitu meðal greininga í örorkumati en hjá öryrkjum almennt Hjá körlum varð ekki marktæk breyting á aldursdreifingu þeirra sem höfðu offitu á meðal greininga í örorkumati á milli áranna 1992 og 2004 (p=0,274), en marktæk breyting varð hjá konum (p<0,0001), með hlutfallslegri aukningu á örorku tengdri offitu meðal kvenna á aldrinum 20 til 49 ára, en dregið hafði úr örorku tengdri offitu hjá eldri aldurshópum kvenna (sjá mynd 1). Við samanburð á öryrkjum sem höfðu offitu á meðal greininga og öryrkjum almennt 1. desember 2004 reyndist vera marktækur munur á dreifingu sjúkdómsgreininga í örorkumati, jafnt hjá körlum sem konum (p<0,0001). Mun meira var hjá báðum kynjum um innkirtla-, næringar- og efnaskipta- sjúkdóma aðra en offitu og lungnasjúkdóma hjá öryrkjum með offitu á rneðal greininga en ör- yrkjum almennt og hjá körlum var jafnframt mun meira um sjúkdóma í hjarta og æðakerfi. Tafla III sýnir örorku hjá þeim sem höfðu offitu á meðal sjúkdómsgreininga og hjá öryrkjum almennt eftir búsetu og kyni í desember 2004. Marktækt stærri hluti kvenna með offitugreiningu bjuggu utan höfuðborgarsvæðisins borið saman við konur almennt (p<0,0001), en hjá körlum var ekki marktækur munur eftir búsetu (p=0,05). Umræða Allar líkur eru á því að þegar offita er fyrsta sjúkdómsgreining örorkumats sé hún meginorsök örorkunnar og er gengið út frá því hér. A milli áranna 1992 til 2004 var aukning á fjölda öryrkja á íslandi með offitu sem fyrstu sjúkdómsgrein- ingu í örorkumati marktækt meiri en fjölgun ör- yrkja almennt. Fjölgunin var líka mun meiri en sem nemur hlutfallslegri fjölgun í hópi of feitra íslendinga frá árunum 1990 til 2002, en samkvæmt könnunum Manneldisráðs hafði hlutfall fólks með offitu aukist úr 6,5% í 12,4% meðal 15-80 ára karla en úr 8,5 í 12,3% meðal kvenna á þessu tímabili (18). Að einhverju leyti má hugsanlega skýra þetta misræmi með meira vanmati á líkams- þyngd í könnuninni árið 2002 en 1990. Jafnvel þótt upplýsingar um hæð og þyngd hafi verið fengnar Karlar 16-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-66 Aldurshópar o 1992» 2004 Konur 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 16-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-66 Aldurshópar o 1992" 2004 frá þátttakendum sjálfum í báðum könnunum var um símakönnun að ræða árið 2002 en persónulegt viðtal árið 1990. Hitt er ekki síður sennilegt að þessi mikla aukning í fjölda öryrkja með offitu sem fyrstu greiningu sé merki um að veruleg og/eða sjúkleg offita hafi aukist umfram væga offitu. Sú skýring er f samræmi við þróun víða annars staðar, ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem þeir feitu verða Mynd 1. Algengi (á 100.000 íbúa) offitugrein- ingar hjá öryrkjum á íslandi í desember 1992 og desember 2004, skipt eftir kyni og aldri. Læknablaðið 2006/92 529
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.