Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR Á HLAUPUM „Af því að ég get það" Jórunn Viðar Valgarðsdóttir (1969) er heim- ilislæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi, en hún hóf þar störf ásamt eiginmanni sínum, Arnari Þóri Guðmundssyni, í september 2005 eftir að hafa búið fjögur ár í Skövde í Svíþjóð þar sem þau voru bæði í framhaldsnámi í heimilislækn- ingum. „Við erum búsett rétt utan við Selfoss, í Ölfusi, ásamt börnum okkar Valgarði Una 5 1/2 árs og Katrínu Astu tæplega 4 ára, og unum hag okkar mjög vel í sveitinni.“ Jórunn hefur stundað hlaup talsvert lengi og hef- ur náð ágœtum árangri á hlaupaferlinum. „Ég æfði sund með Sunddeild KR í Vestur- bæjarlaug á unglingsárunum. Ég fann að hlaup áttu vel við mig, en þau voru partur af þrekæf- ingaprógramminu. Ég hef því stundað hlaup í um 20 ár og meðal annars keppt í almenningshlaupum lengi, í Reykjavíkurmaraþoni 10 km, Flugleiða- hlaupinu margoft. Einnig má nefna The Great Aloha Run í Honolulu, ég var þá 18 ára gömul skiptinemi á Hawaii, þar hlupu 20 þúsund manns 12-14 km minnir mig og þar af 16 þúsund amerísk- ir hermenn sem hlupu í uppröðuðum fylkingum. Mjög gaman að fara framúr þeim.“ Jórunn segist hlaupa að jafnaði þrisvar í viku en það haft þó verið meira áður enda kalli fjölskyldan og aðrar skyldur á tímann núna. „Ég hleyp þrisvar í viku í seinni tíð en í lok síðustu aldar hljóp ég 4-5 sinnum í viku, þá gjarnan lengra á sunnudögum og stundum með ÖL-hópnum í Reykjavík, dásamleg langhlaup á sunnudagsmorgnum. En svoleiðis er tímafrekt og gengur bara ekki upp á þessum tímapunkti í mínu lífi.“ Hún leggur þó áherslu á að taka þátt í keppnis- hlaupum þar sem því fylgir ákveðin spenna og eft- irvœnting sem gaman sé að upplifa. „Það er alltaf gaman og spennandi að taka þátt í keppni, Flugleiðahlaupið er til dæmis árlegur vorboði í Reykjavík. Svo eru Mývatnsmaraþon, Laugavegurinn og Reykjavíkurmaraþon stórvið- burðir og mér þætti gaman að vera í formi til að hlaupa. Ekki má gleyma Flóahlaupinu og Hlaupið undan vindi og Brúarhlaupinu á Selfossi. Þessi hlaup verða vonandi fastir liðir hjá mér næstu árin.“ Pegar spurt er um árangur í hlaupum til þessa stendur ekki á svörunum. „Ég hef hlaupið tvisvar heilmaraþon, á Mývatni og í Reykjavík. Svo hef ég farið hálfmaraþon nokkrum sinnum, nú síðast í ár Gautaborgarvarvet, ivivw.go/ehorgsvflrveí.sevirkilegaskemmtilegthálf- maraþon með 26 þúsund þáttakendum, var nr. 170 af konunum (sem voru fjórðungur þátttakenda). Það var svakalega góð stemmning í hlaupinu, götupartý í borginni og 35 hljómsveitir sem spiluðu meðfram hlaupaleiðinni. Þetta var mjög vel skipu- lagt hlaup eins og við er að búast þegar Svíar eru annars vegar. Að auki hef ég tvisvar hlaupið hinn dásamlega Laugaveg frá Landmannalaugum inn í Þórsmörk, últramaraþon 55 km, 1998 og 1999. Ég stefni á að hlaupa Laugaveginn 15. júlí í ár líka, ef allt gengur að óskum. Það kemur í ljós.“ Og árangurinn er ekki slakur þegar nánar er skoðað. Jórunn hljóp til dœrnis Laugaveginn últra- maraþon 1999 á 6:13. „Ég var önnur kona í mark það árið á eftir Bryndísi Ernstsdóttur ofurhlaupakonu sem hljóp á 5:31,15 sek.!! Svo hljóp ég 10 km í Reykjavíkur- maraþoni 1995 á 43:58. Marathon í Reykjavík 1999 á 3:31 mín og hálfmarathon í Reykjavík 1997 á 1:35.“ Þegar spurt er hvers vegna Jórunn stundi hlaup stendur ekki á svarinu. „Af því að ég get það og það passar mér vel. Það er algjör sæla! Því fylgir svo mikil líkamleg og andleg vellíðan, afslöppun og það er frábær tilfinning að finna kraftinn í eigin líkama Ég er með Línu Langsokks-komplex, hún er jú sterkasta stelpa í heimi. Síðan er svo mikil fegurð í nátt- úrunni, maður nýtur hennar svo vel á hlaupum; árstíðirnar, fjöllin, dramatískt skýjafar, söngur fyrstu farfuglanna, kyrrðin. Eða þá skafrenningur, úrhellisrigning, bílar sem gusa á mann og maður stígur í poll. Allt hefur sinn sjarma! Svo er þetta svo góður félagsskapur og gaman að spjalla á hlaupum en mér finnst langbest að hlaupa með öðrum, ég næ betri árangri þannig, reyni meira á mig. Hef þannig hlaupið með þremur mismunandi hópum, öllum stórgóðum. Síðastliðið haust gekk ég til liðs við Fríska Flóamenn www.friskirfloamenn.com og hef hlaupið með þeim í vetur, alveg frábær hópur og grunnvegalengdin á æfingum er um 13 km sem passar mér vel. í Svíþjóð æfði ég með IFK Skövde Friidrott og þar áður með Hlaupahópi Vesturbæj- ar í Reykjavík.“ Hvað cettu byrjendur að hafa í huga? „Það er um að gera að byrja bara rólega og ætla sér ekki um of. Hafa þolinmæði fyrstu vikurnar því þetta hættir bráðum að vera erfitt. Ég mæli með því að menn hlaupi með einhverjum öðrum, gjarn- an finna sér hlaupahóp. Þá hleypur maður í öllum veðrum og það er ekki eins auðvelt að finna afsak- 560 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.