Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 39
SAGA OG LÆKNINGAR indum oftast að aldurtila nema mikið væri haft við, likt og greint er frá í sögu Þorgils skarða. Þorgils skarði fæddist með skarð í góm og tanngarð. Hann var af höfðingjaættum en í sögu hans og í rannsókn- um henni tengdum kemur fram að líklega hafi þurft eina fullorðna vinnukonu í fullt starf til þess að halda honum á lífi fyrsta ár bernskunnar (16). Niðurstaða Segja má að með uppgreftrinum á Skriðuklaustri hafi verið skyggnst inn í dulinn heim kaþólskrar kirkju á miðöldum. Mörgum óvissuþáttum um byggingarlag þess hefur verið eytt. Rannsókna- niðurstöður gefa fyrirheit um að uppgröfturinn muni breyta viðteknum hugmyndum um bygg- ingar og hlutverk klaustra á miðöldum hérlendis. Uppgröfturinn gefur í fyrsta lagi ástæðu til þess að draga það í efa að Islendingar hafi byggt klaustur sín að eigin fyrirmynd, eins og líkur hafa áður verið leiddar að, því bygging Skriðuklausturs greinir sig ekki frá fastmótuðu grunnformi annarra samtíða klausturbygginga í Evrópu. í öðru lagi virðist hlutverk Skriðuklausturs samsvara hlutverkum annarra kaþólskra klaustra í Evrópu. Hlutverk þeirra snéri einkum að sam- félagshjálp í víðum skilningi, að rekstri skóla og móttöku fátækra, sjúkra og aldraðra til umönnun- ar eða lækninga, samhliða bænahaldi. Óvenjulega hátt hlutfall barna, ungmenna, sjúkra og fatlaðra sem jarðsettir voru í klausturgarðinum rennir stoðum undir þá tilgátu að hospítal hafi verið rekið á vegum Skriðuklausturs. Aður hefur verið bent á að íslensku klaustrin hljóti að hafa rekið spítala eða athvörf á jörðum sínum, eins og tíðk- aðist víða í klaustrum utan Islands, en heimildir um það hefur skort (17). Áhöld til lækninga og ræktun lyfjagrasa á staðnum benda ennfremur til þekkingar á sviði læknisfræði hérlendis á kaþólsk- um tíma en hingað til hefur hún verið ta lin hafa verið takmörkuð fyrir siðaskiptin (18). Niðurstöður rannsóknarinnar á Skriðu hljóta að ýta undir efasemdir um hina meintu einangrun íslands á miðöldum. Að sama skapi má gagnrýna þá miklu áherslu sem lögð hefur verið á neikvæð- ar hliðar auðsöfnunar kaþólsku klaustranna, á kostnað hlutverka þeirra við samfélagshjálp í breiðum skilningi. Miskunnsemi var jú einkunn- arorð kaþólskrar kristni. Ætla mætti að enn í dag eimi eftir af boðskap siðaskiptanna við rannsóknir á klausturhaldi hérlendis en hann einkenndist af áróðri gegn kaþólskri kirkju og hlutverkum henn- ar. Kaþólsk kirkjuskipan setti mark sitt á evrópsk miðaldasamfélög og fyrir tilstuðlan hennar bárust hingað til lands margháttuð áhrif,jafnt jákvæð sem neikvæð. Stofnun klaustra á íslandi hefur eflaust ekki verið undanþegin þessum áhrifum, enda landið hluti af þeirri heild sem kaþólska kirkjan skapaði á miðöldum. Heimildir 1. Guðmundsson GF. íslenskt samfélag og Rómarkirkja. In: Hjalti Hugason, ed., Kristni á íslandi II. Alþingi, Reykjavík 2000:217,221-3,324. 2. Stephensen Þ. Menntasetur að Viðeyjarklaustri. Ritgerð í kirkjusögu: Háskóli íslands, guðfræðideild, 1992:60-1. 3. Jónsson J. Um klaustrin á íslandi. Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags 1887; 8:264. 4. Steinsson H. Saga munklífis að Skriðu í Fljótsdal. Sérefnisrit- gerð til embættisprófs í guðfræði. Háskóli Islands 1965:85. 5. Steinsson H. Jarðir Skriðuklausturs og efnahagur. Múlaþing 1966; 1:75. 6. Bruun D. Við norðurbrún Vatnajökuls (Rannsóknir á Austur- landi sumarið 1901). Múlaþing 1974:7,163-4. 7. Hallgrímsson H. Minjar og saga á Skriðuklaustri. Heimilda- könnun og heimildaskrá. Egilsstaðir 2000:4-9. 8. Kristjánsdóttir S. Klaustrið á Skriðu í Fljótsdal. Hvers vegna fomleifarannsókn? Múlaþing 2001; 28:129-39. 9. Olsen O. De danske middelalderklostres arkæologi. Hikuin 23,1996:10,21. 10. Guðmundsson GF. íslenskt samfélag og Rómarkirkja. In: Huga- son H, ed., Kristni á íslandi II. Reykjavík: Alþingi, 2000:212. 11. Kristjánsdóttir S. Skriðuklaustur - híbýli helgra manna. Áfangaskýrsla fornleifarannsókna 2002. Skýrslur Skriðu- klaustursrannsókna IX. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsókn- ir, 2003. 12. Aston M.The Expansion of the Monastic and Religious Orders in Europe from the Eleventh Century. In Graham Keewill, Mick Aston and Teresa Hall ed.), Monastic Archaeology. Oxford 2001:23. 13. Bond J. Production and Consumption of Food and Drink in the Medieval Monastery. In Graham Keewill, Mick Aston and Teresa Hall (ed.), Monastic Archaeology. Oxford 2001:65. 14. Jensson H. Klausturgarðurinn á Skriðu. Niðurstöður frjókornagreininga. Háskóli íslands 2005; BA-ritg: 31. 15. Kristjánsdóttir S. Skýrslur Skriðuklaustursrannsókna IX. Reykjavík: Skriðuklaustursrannsóknir, 2005. 16. Bragg L. Disfigurement, disability, and dis-integration in Sturl- unga saga. Alvíssmál 1994:4:16. 17. ísleifsdóttir V. Öreigar og umrenningar. Um fátækraframfærslu á síðmiðöldum og hrun hennar. Saga 2003. XLI: 2,91-126. 18. Þorláksson H. Undir einveldi. In Sigurður Líndal (ed.), Saga íslands VII. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2003: 127. Læknablaðið 2006/92 547
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.