Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2007, Side 5

Læknablaðið - 15.02.2007, Side 5
li M R Æ 0 A 0 6 F R É T T I R LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS 123 Af sjónarhóli stjórnar. Einn veldur, annar geldur - veldur sá er á heldur Birna Jónsdóttir 125 Mikið hagsmunamál fyrir konur. Viðtal við Harald Briem Hávar Sigurjónsson 128 Lögleysa leidd í lög - um fund LR Hávar Sigurjónsson 132 Ávarp á Læknadögum 2007 Vigdís Finnbogadóttir 139 Hver er X-factor læknastéttarinnar? Hávar Sigurjónsson 141 Aukinn starfsþroski - bætt heilbrigðisþjónusta Frá fastanefnd Evrópskra lækna, CMPG F A 8 T I R P I 8 T L A R 147 íðorð 195. Aðstoð er að berast! Jóhann Heiðar Jóhannsson 150 Fyrsta Ijósmæðrabókin á íslensku gefín út á ný - - fréttatilkynning 150 Einingaverð og taxtar 155 Sjóður aldanna - úr handriti frá 18. öld - óbrigðult ráð við kvefí 156 Sérlyfjatextar 170 Ráðstefnur og fundir 170 Svar við tilfelli mánaðarins Tómas Guðbjartsson Það er furðulegur skúlptúr sem prýðir for- síðuna að þessu sinni. Ljós, á gráu gólfi og við hvítan vegg lætur hann lítið yfir sér, hann er skakkur og riðar til falls. Þar sem hann er uppréttur og stendur á gólfi tengir maður hann ósjálfrátt við mannslíkamann og þá er eins og að I honum séu tvær fígúrur klesstar saman á hausamótunum, ein stendur I lapp- irnar og hin vingsar fótunum upp í loft. Ekki nema furða að vanti jafnvægi. Gripurinn er þó mun minni en manneskja, nær manni ef til vill rétt upp fyrir hné. Hann er úr gifsi sem hellt hefur verið í mjúkt mót, listamaðurinn upplýsir að hún hafi saumað það saman úr plastpokum, enda sér maður á samskeyt- um að þar eru krumpur eins og í blöðrum eða koddum. Um leið verður tengingin við mannslíkamann enn greinilegri, eins og húð sem snúið er upp á I erfiðum stellingum og minnir á skrípamynd. Björk Guðnadóttir (f. 1969) sýndi þetta og önnur verk í Ný- listasafninu árið 2004 undir titlinum Eilífðin er líklega núna. Þar raðaði hún skúlptúrum sem hún vann alla á svipaðan hátt í einfalda röð framan við tvo veggi, sumir voru litaðir og aðrir gifshvítir. Þeir stóðu eins og kepp- endur í fegurðarsamkeppni eða sakamenn í lögregluuppstillingu, allavega varð uppstill- ingin til þess að maður bar þá saman hvern við annan og gaf öllum frávikum sérstakan gaum. Björk undirstrikaði þetta með því að taka einn út úr röðinni og einangra hann í tjaldi úr gegnsærri grisju. Þar sá maður móta fyrir honum og tengingin við einstakling sem er einangraður frá hóp varð óhjákvæmileg. Allir gripirnir sem voru svo álkulegir og við- kvæmir, höfðu einmitt styrk hver af öðrum í röð, en nú varð þessi útundan. Björk lærði til skraddara í París áður en hún nam myndlist á Norðurlöndunum. Oft má sjá tengingu við klæðskerastörfin i verk- um hennar, þar sem textíll og saumur kemur við sögu. ( Listasafni Reykjavíkur sneið hún til dæmis striga þannig að hún klæddi heilan sal á sýningunni Pakkhús postulanna á síð- asta ári, veggi, súlur og gólf. Á efnið hafði hún prentað gamla Ijósmynd af mönnum við störf í þessum sama sal þegar húsið var notað undir iðnað. Með tilvísun I klæði og saum segist hún geta skapað nálægð í verk- um sínum því öll erum við jú umvafin efnum dags daglega. Markús Þór Andrésson 171 Spennitreyjan - Hugleiðing höfundar Bragi Ólafsson Læknablaðið 2007/93 97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.