Læknablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 16
FRÆÐIGREINAR / SARKLIKI
einungis einkenni frá lungum. Nætursviti og hiti
voru algeng einkenni, nætursviti var einkanlega
algengur hjá körlum eða hjá tæpum fjórðungi
þeirra. Húðútbrot höfðu 25 sjúklinga (11%) en
einungis 19 (8 %) rósahnúta. Nítján einstaklingar
höfðu einkenni frá taugakerfi, þrír (1,4%) fengu
andlitstaugarlömun öðrum megin, hjá einum var
um hnútótta upphleðslu í heilahimnum að ræða
sem reyndist vera sarklíki, einn fann fyrir minnk-
uðu lyktarskyni, einn heyrnartapi, þrír tvísýni og
aðrir kvörtuðu yfir höfuðverkjum og/eða svima.
Fjórir (1,8%) kvörtuðu um hjartsláttarköst.
Hjartalínurit var óeðlilegt hjá 18 einstaklingum.
Þar var meðal annars um að ræða aukaslög frá
slegli eða gátt, vinstra fremra greinrof, leiðslutrufl-
anir innan slegils, merki um gamalt hjartadrep,
hægslátt (bradycardiu) og T-takka lækkanir (en
þar var einnig um að ræða kalíumskort í blóði).
íiinnig var um að ræða ósérhæfðar ST-T breyting-
ar. í einu tilfelli var klínískur grunur um sarklíki í
leiðslukerfi h arta, en það var ekki vefjafræðilega
staðfest. Augneinkenni komu fyrir hjá 11% ein-
staklinga. Sjö (1,8%) höfðu staðfesta iithimnu-
bólgu (iritis), fjórir höfðu litubólgu (uveitis), hjá
einum var æxli í vinstri augntóft sem reyndist vera
sarklíkisbólguhnúður og hjá öðrum var grunur um
bólguhnúð í sjónhimnu. Hinir höfðu ósértækari
einkenni frá augum, s.s. augnþurrk og breytingar á
sjón. Samkvæmt sjúkraskrá höfðu 42 (18%) fengið
skoðun hjá augnlækni. Liðeinkenni komu fyrir hjá
46 (21%) einstaklingum. Um var að ræða verki í
liðum, stirðleika í liðum og liðbólgur. Algengust
voru einkenni frá ökklum.
Blóðprufur: Óeðlileg blóðkalsíumshækkun
(heildarkalsíum og/eða jóníserað kalsíum) var
skráð hjá sjö einstaklingum, en kalsíum/jóníserað
kalsíum var mælt hjá 92 einstaklingum. ACE var
mælt hjá 18 manns og höfðu 10 þeirra hækkað
ACE.
Blásturspróf: Niðurstöður blástursprófa lágu
fyrir hjá 100 (43%) einstaklingum. Hjá 42 var loft-
dreifing (DLCO/VA) mæld og skert loftdreifing
mældist hjá fimm.
Meðferð: Upplýsingar um meðferð lágu fyrir
hjá 133 einstaklingum (57%). Af þeim fengu 69
sterameðferð, 19 tóku inn stera og fengu einnig
aðra meðferð, svo sem bólgueyðandi lyf, innúða-
stera eða aðra ónæmisbælandi meðferð.Tuttugu og
sex fengu aðra meðferð en stera og 19 enga með-
ferð. Af þeim sem fengu aðra meðferð en stera var
oftast um að ræða methotrexat. Einn í hópnum
fékk methotrexat, CellCept® (mycophenolate,
T- og B-frumu hamlari) og Remicade® (hamlar
Tumor Necrosis Factor-), en þar var um að ræða
sarklíki í heilahimnum.
Umræða
Nýgengi sarklíkis á Islandi nærri tvöfaldaðist á
rannsóknartímabilinu og var á seinni helmingi
þess 5/100 þús. á ári sem samsvarar því að einn
íslendingur greinist með sarklíki með vefjagrein-
ingu í hverjum mánuði. Skýring á því að nýgengi
jókst á síðari hluta rannsóknartímabilsins gæti
verið meiri meðvitund um þennan sjúkdóm og
tíðari sýnatökur. Aldur við greiningu var hærri hér
en annars staðar hjá báðum kynjum og ekki sást
nýgengitoppur hjá yngra fólki. Nauðsynlegar klín-
ískar rannsóknir sem greina útbreiðslu og alvar-
leika sjúkdómsins fórust oft fyrir, til dæmis blást-
urspróf, hjartalínurit og skoðun augnlæknis. Þar
sem skráningu mögulegra áhrifaþátta sarklíkis var
áfátt í mörgum tilvikum er ekkert unnt að fullyrða
um tengsl umhverfis við sjúkdóminn hérlendis.
Skilmerki til greiningar á sarklíki í þessari rann-
sókn voru ströng og þess vegna erfitt að bera nið-
urstöður rannsóknarinnar saman við niðurstöður
rannsókna þar sem skilmerki hafa verið víðari.
Faraldsfræðilegar rannsóknir á tíðni sarklíkis hafa
ýmist byggt á klínískri, myndgreiningar- og vefja-
fræðilegri greiningu. I yfirlitsgrein sem tók til rann-
sókna á sarklíki á árunum 1950-82 í Danmörku,
Svíþjóð, Finnlandi og Noregi var nýgengið 24/100
þús. íbúa í Sviþjóð, en milli 14 og 15/100 þús. hjá
hinum þjóðunum. I þeim rannsóknum sem yfir-
litið náði yfir hafði vefjafræðileg greining verið
gerð í 41-98% tilfella (21). í Japan taldist nýgengið
á hinn bóginn vera 1,2/100 þús. hjá konum og
1,4/100 þús. hjá körlum, en hlutfall vefjagreindra
var þar 61-67% (22). Á Spáni var nýgengið vera
1,2-1,5/100 þús./ári en þar voru 80% tilfella greind
með vefjasýni (23). Af þessu má draga þá ályktun
að nýgengi sarklíkis sé lægra á Islandi en á hinum
Norðurlöndunum, en hærra en í Japan og á Spáni.
Hópurinn sem fengið hafði greininguna sarklíki
án þess að vefjagreining lægi til grundvallar og
fannst í gögnum Landspítala var ekki skoðaður
í þessari rannsókn vegna þess að skilmerki voru
önnur. Einnig rná gera ráð fyrir að stór hópur
sjúklinga sé með sarklíki án þess að til innlagnar á
Landspítala hafi komið og aðrir greinist ekki með
sarklíki vegna ósértækra einkenna. Þess vegna
verður ekkert fullyrt um raunverulegt nýgengni
sjúkdómsins hérlendis.
Algengustu einkenni sarklíkis hér á landi, líkt
og annars staðar, voru frá öndunarfærum. Fáir í
rannsóknarhópnum höfðu einungis einkenni frá
lungum og helgast það líklega af því hvernig rann-
sóknarhópurinn var valinn, það er einungis þeir
sem höfðu meinafræðilega staðfest sarklíki sam-
kvæmt vefjasýni eru í hópnum. Leiða má líkum að
því að ef einungis er um einkenni frá öndunarfær-
108 Læknablaðið 2007/93